Síða 1 af 1

Kæling á farölvu

Sent: Fös 26. Nóv 2010 01:49
af JohnnyBoj
Var að spila F.E.A.R. 2 hérna um daginn og bara allt í einu þá bara drepst tölvan mín vegna ofhitunar og ég bara wtf?

Er þetta útaf að tölvan einfaldlega ræður ekki við leikinn eð hvað?

Tölvan er toshbia og upplýsingar eru eftirfarandi:

Intel Core Duo 2.53 GHz örgjörvi
4GB Ram minni
ATI Radeon Graphics Processor (0x9480) Skjákort.

Með von um svör: JohnnyBoj

Re: Kæling á farölvu

Sent: Fös 26. Nóv 2010 02:13
af Klemmi
Í fullkomnu ástandi á vélin ekki að ofhitna, svo lengi sem hún nær að lofta út, sama hversu mikið álag þú setur á hana.

Hins vegar ef hún er ekki ný, hefur aldrei verið rykhreinsuð eða hefur verið mikið notuð upp í rúmi eða á stað þar sem er ekki reglulega þrifið, þá eru ágætis líkur á að hún sé orðin eitthvað stífluð af ryki og kælingin sé því ekki að ná að kæla sem skyldi.

Lausn? Rykhreinsa vélina :)

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 02:32
af JohnnyBoj
Sirka ár síðan ég keypti vélina kannski 1 ár og 1-2 mánuðir og hef ekki reykhreinsað hana áður og hún er ennþá í ábyrgð ætti ég þá bara ekki að henda henni á verkstæðið hjá tölvulistanum fyrst að hún er ennþá í ábyrgð?

MBK
JohnnyBoj

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 02:59
af cocacola123
Bara svona tillaga að ef þú sendir hana í viðgerð þá vinsamlegast biðja mennina um að setja hana aftur saman þegar þeir eru búnir að laga hana... Það eru víst einhverjar konur að lenda í veseni...

(anyone get it?) :D

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 04:35
af hsm
JohnnyBoj skrifaði:Sirka ár síðan ég keypti vélina kannski 1 ár og 1-2 mánuðir og hef ekki reykhreinsað hana áður og hún er ennþá í ábyrgð ætti ég þá bara ekki að henda henni á verkstæðið hjá tölvulistanum fyrst að hún er ennþá í ábyrgð?

MBK
JohnnyBoj

Þú færð ekki rykhreinsun út úr ábyrgð

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 04:41
af BjarniTS
cocacola123 skrifaði:Bara svona tillaga að ef þú sendir hana í viðgerð þá vinsamlegast biðja mennina um að setja hana aftur saman þegar þeir eru búnir að laga hana... Það eru víst einhverjar konur að lenda í veseni...

(anyone get it?) :D

Hahahaha!
Góður

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 10:41
af AntiTrust
Hversu gömul tölva?

Mjög eðlilegt að fartölvur fyllist af ryki og fari að ofhitna undir álagi með tímanum.

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 10:45
af biturk
sem er einmitt ástæða fyrir því að þegar menn eru að kaupa fartölvur eða fá að vita hvort þær hafi verið rykhreinsaðar miðað við aldur, ryk veldur hita og hiti veldur skemmdum sem leiðir að því að þú ert að borga hellgins pening kannski fyrir tölvu sem endist svo kannski ekki neitt útaf rykhreinsun var trössuð!

Re: Kæling á farölvu

Sent: Lau 27. Nóv 2010 11:36
af Klemmi
JohnnyBoj skrifaði:Sirka ár síðan ég keypti vélina kannski 1 ár og 1-2 mánuðir og hef ekki reykhreinsað hana áður og hún er ennþá í ábyrgð ætti ég þá bara ekki að henda henni á verkstæðið hjá tölvulistanum fyrst að hún er ennþá í ábyrgð?

MBK
JohnnyBoj


Eins og bent var á hér á undan að þá því miður fellur rykhreinsun ekki undir ábyrgð, enda fer það algjörlega eftir notkun vélarinnar og aðstæðum þar í kring hversu fljótt ryk safnast fyrir :-&

Ofhitnun vegna ryks er líklegasta ástæðan, en ef þetta er eitthvað annað eins og viftan að gefa sig, þá hins vegar myndi það falla undir ábyrgð (nema verkstæðið vilji meina að viftan hafi skemst sökum ryksins)