Síða 1 af 1

Kaup á Fartölvu...

Sent: Mán 08. Nóv 2010 15:25
af deezinator
Hæ, ætla að kaupa með fartölvu og er budget ca 150þús... og er ég að leita mér að vél sem getur höndlað leiki t.d wow/cod og þess háttar... ég veit hvað margir seiga ''kaupa borðtölvu'' en aðstæðunar eru aðrar og því vantar mér fartölvu ekki verra ef hún er með 17'' skjá.. endilega póstið linkum ef þið vitið um einhverja sem var er í.. takk :)

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Þri 09. Nóv 2010 09:01
af TheVikingmen
Ég veit að þessi er ekki um 150 þúsund en það eru 20 boltar uppá það.

Vinur minn á svona tölvu og þegar ég fer heimtil hans þá "Lönum" við alltaf í MW2, þessi tölva ræður við þessa leiki sem þú taldir upp man ekki hverjir ;)

EDIT: Gleymdi að pósta linknum :P http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=21958

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 09:24
af deezinator
ég þakka..en einhver sagði mér að Packard bell færi = Packard HELL... há bilunartiðni og kom þetta frá sölumanni sem var að selja þessar tölvur..

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 11:30
af Halli25
hérna eru tvær sem má skoða:
Acer með 5650 skjákorti
http://www.tolvulistinn.is/vara/20224
Toshiba með lakari skjákorti en ódýrari
http://www.tolvulistinn.is/vara/20300

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 11:44
af AndriKarl
deezinator skrifaði:ég þakka..en einhver sagði mér að Packard bell færi = Packard HELL... há bilunartiðni og kom þetta frá sölumanni sem var að selja þessar tölvur..

Ég veit nú líka um nokkrar acer tölvur sem hafa verið með ENDALAUST vesen.
Þrátt fyrir að það væri búið að skipta um nánast allt innvolsið tvisvar þá var allt í steik,
og þar sem svar er með umboðið fyrir þessu þá tók hver viðgerð nokkrar vikur.

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 12:00
af Halli25
Addikall skrifaði:
deezinator skrifaði:ég þakka..en einhver sagði mér að Packard bell færi = Packard HELL... há bilunartiðni og kom þetta frá sölumanni sem var að selja þessar tölvur..

Ég veit nú líka um nokkrar acer tölvur sem hafa verið með ENDALAUST vesen.
Þrátt fyrir að það væri búið að skipta um nánast allt innvolsið tvisvar þá var allt í steik,
og þar sem svar er með umboðið fyrir þessu þá tók hver viðgerð nokkrar vikur.

Tölvuverkstæðið þjónustar Tölvulistann en ekki svar og TL eru með umboð fyrir Acer á Íslandi.
Persónulega á ég Acer fartölvu sem er orðinn 5 ára og hún er í fínu lagi, spila einstaka sinnum wow á henni og rafhlaðan er ennþá í lagi!

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 12:17
af deezinator
hvað seigiði um þessa ? http://www.omnis.is/vorulisti?page=shop ... gory_id=29

gæti þessi ekki höndlað t.d call of duty?

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 13:58
af Halli25
deezinator skrifaði:hvað seigiði um þessa ? http://www.omnis.is/vorulisti?page=shop ... gory_id=29

gæti þessi ekki höndlað t.d call of duty?

Getur það en HP hefur ljótt orð á sér, verra en Acer t.d. með bilanir og verkstæðið er engu skárra en Acer ;)

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mið 10. Nóv 2010 14:05
af Benzmann
ég fékk mér HP Pavilion Dv6 2133eo, er að ráða við COD í henni í max gæðum og eve líka

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mán 15. Nóv 2010 09:35
af TheVikingmen
Vinur minn er ekki búinn að eiga sína HP tölvu í 1 ár og er búinn að fara með hana 4x í viðgerð.

Ekki fá þér HP!!!

Re: Kaup á Fartölvu...

Sent: Mán 15. Nóv 2010 13:34
af DabbiGj
Veit ekki hvort að þú viljir eitthvað vera a ða standa í því að panta að utan en fyrir svona 1000-1200$ geturðu fengið 17-18,4" fartölvu með i3/5 örgjörva og 5870/460 mobile