Síða 1 af 1

Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Sun 03. Okt 2010 20:38
af IL2
Hvað finnst mönnum eðlilegt verð á þessari tölvu?


Tölvan er með:
Windows XP sem í henni var þegar hún var keypt
Windows XP support CD
Allir bæklingar og pappírar
1.6 GHz Intel Atom örgjörva
12GB hörðum disk
8GB SD kort
8,9" skjár
Batterý (6-cell) sem á að endast í 4,2-7,8 klst.
Bluetooth
802.11n Wi-Fi
SD port
3 USB port
VGA port
Ethernet port
Dolby Soundroom
Sérhönnuðum Asus Eee PC vasa
Hleðslutækið

Ástand tölvunnar:
Hún var voðalega fáum sinnum tekin úr húsi. Nokkrum sinnum í skóla, alls ekki daglega. Hún gljáir ennþá og það eru fáar smáar rispur. Hún var alltaf geymd í vasanum sínum.

A.T.H.
Með tölvunni getur fylgt 8GB SD kort sem ég keypti aukalega þannig að þá er geymsluplássið strax komið upp í 20GB.


Ég keypti 4GB 701 hérna á vaktinni með 2Gb minni á 15.000þúsund og er að velta fyrir mér hvað sé eðlilegt að kaupa svona grip á.

Re: Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Mán 04. Okt 2010 12:27
af IL2
Enginn? Það er sett 45.000 á hana sem mér finnst of dýrt, sérstaklega þar sem þetta yrði bara leikfang.

Re: Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Mán 04. Okt 2010 12:47
af FriðrikH
Alltaf erfitt að segja með svona, hluturinn er svosem bara þess virði sem kaupandinn er tilbúinn að borga fyrir hann.
En ef að ég væri að selja svona tölvu, þá finnst mér ekki langt frá lagi að ég mundi byrja á því að óska eftir 15-20 þúsund.

Re: Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Mán 04. Okt 2010 12:53
af IL2
Ég er alla vega ekki til í að borga 45.000. Mér finndist 20-25.000 í lagi sem er svipað og þær eru að fara á úti "refurbished".

Re: Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Mán 04. Okt 2010 15:29
af CendenZ
IMO: max 15

Re: Verðhugmynd á EEE 901

Sent: Mán 04. Okt 2010 16:05
af BjarniTS
Ef að diskurinn er lóðaður í borðið þá 15-20.

Ef ekki , þá 30.000