Sæll Guðbjartur minn,
ef ég hef móðgað þig á var það engan veginn meiningin. Ég skil hvað þú átt við með að þú sért ekki sáttur með að vera settur á sama plan og Elko, enda um allt öðruvísi rekstur að ræða þar. Hins vegar eftir því sem ég bezt veit (og þetta er með fyrirvara um að ég geti haft rangt fyrir mér, reyni yfirleitt eins og ég get að forðast fullyrðingar en var eftir á að hyggja í því sem þú quotar kannski full harður) senda Elko Toshiba tölvur sem koma bilaðar inn til þeirra beint til Nördans. Þar með er ég að setja Kísildal niður á sama plan og Nördann, en báðir aðilar reka ágætis verkstæði eftir minni beztu vitund.
Sjálfur er ég óhræddur með að mæla frekar með Nördanum en Tölvuverkstæðinu eða systur/dótturfyrirtæki þeirra, þar sem ég á í samskiptum við báða aðila og Nördinn hefur án efa komið betur út hvað tíma á viðgerð varðar, hvort heldur sem er með Toshiba fartölvur eða aðrar vörur. Ef þú ert að fá einhverja betri þjónustu hjá Tölvuverkstæðinu en ég, þá er það allt gott og blessað.
Ástæðan fyrir því að ég nefndi Kísildal og Elko er sú að hann spurðist fyrir um tölvur hjá þessum verzlunum. Þetta gildir þó ekki aðeins um ykkur heldur líka um okkur hér í Tölvutækni og aðra sem einnig selja Toshiba fartölvur. Ef um meiriháttar vélbúnaðarbilun er að ræða, þá er vélin send til ábyrgðaraðila hér heima, sama hvar tölvan er keypt.
Ef um hugbúnaðarvillu er að ræða, þá skiptir engu máli hvar tölvan er keypt, eigandi getur farið á það verkstæði sem honum sýnist og látið gera við tölvuna, hvort sem hún var keypt þar eða annar staðar. Það er þó auðvitað þannig að ef um minniháttar hugbúnaðarvillu er að ræða er líklegra að verzlunin sem seldi honum tölvuna rukki minna/ekkert fyrir þá viðgerð, en ef þú hafðir hvort eð er kost á að fá tölvuna 5-10þús. kr.- ódýrari annars staðar að þá er það 5-10þús kr.- sem þú gætir notað í þessa viðgerð í staðin og samt komið út á sléttu eða í gróða
Mér þykir leiðinlegt ef mér hefur tekist að móðga þig en ég stend á minni sannfæringu varðandi þetta en biðst þó afsökunar ef einhver hefur litið svo á að ég væri að setja Kísildal og Elko á sama stall hvað þjónustu varðar, ég veit að það er himin og haf þar á milli. Hins vegar þjónustar Elko ekki tölvurnar heldur Nördinn og Kísildalur gerir það bara upp að vissu marki eins og hér hefur komið fram. Ef eigandi vill svo ekki gera þetta í gegnum söluaðila þá eins og ég nefndi einnig í póstinum mínum hér á undan, getur hann farið með tölvuna beint til þjónustuaðila, Tölvuverkstæðisins eða Nördans, og látið þá sjá um vélina og þarf þá ekkert að hafa nein samskipti við söluaðila frekar en hann kýs.
Annars óska ég þér og verzlun þinni alls hins bezta og vona að þið hafið það sem allra bezt þarna í dalnum
Beztu kveðjur,
Klemmi
Tölvutækni