Síða 1 af 1

Leit að Driver ?!?

Sent: Mið 22. Sep 2010 20:01
af Ripparinn
Sælir,

Ég keytpi mér PackardBell tölvu og var að formata hana, en svo vantar mig núna drivera fyrir allt draslið í henni.
Ég hef leitað útum ALLT! á netinu en finn ekki :S

þetta er nákvæmlega þesi tölva

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=21958

Getið þið hjálpað mér að finna driverinn ?

Re: Leit að Driver ?!?

Sent: Mið 22. Sep 2010 20:09
af Gúrú
Semi fyndið imo.

Fyrsti staðurinn sem að maður leitar á (akkúrat á undan "restinni af internetinu") er heimasíða framleiðandans.

Þar eru alltaf sömu 4 skrefin.

Velja enskumælandi land -> Velja Support -> Velja Downloads/Drivers -> Fara í vöruna, ýmist með því að slá inn nafnið, product key eða flokkum.

http://www.packardbell.co.uk/pb/en/GB/content/download

Ýttu á Notebook -> EasyNote -> EN TM82 og voila, allir driverar sem að hafa verið gefnir út fyrir þessa fartölvu á fyrir allar útgáfur Win 7 ;)

PS: Færð samt samúð mína að PB velur þessa leið til að láta þig velja drivera, það er hvorki hægt að linka á driversíðuna né geta crawlers frá leitarvélum séð textann. :-({|=

Re: Leit að Driver ?!?

Sent: Mið 22. Sep 2010 20:11
af Hargo
Hvaða stýrikerfi ertu að setja upp á henni?

Stutt Google leit leiddi mig hingað.

http://www.packardbell.co.uk/pb/en/GB/content/download

Velur Notebook - EasyNote - EN TM82 - og svo velurðu stýrikerfið....


** Edit: Gúru beat me to it. En já, þetta er fremur basic aðgerð alltaf (nema þú sért að leita að driverum fyrir Medion, það er pain!).

Re: Leit að Driver ?!?

Sent: Mið 22. Sep 2010 20:18
af Intel1
Ég veit ekki hvort að þið hafið áttað ykkur á því en ég var að reyna að hjálpa honum en Módel Númerið fyrir þessa tölvu fannst ekki á vefsíðu framleiðanda... Það var það fyrsta sem að hann kíkti á og svo fyrsta sem að ég kíkti á. Prófaði að Googla akkurat þennan driver sem að hann þurfti og það komu 0 leitarvalmöguleikar. En já ef þið getið fundið þetta endilega bendið honum á beinan link að staðnum sem hann finnur drivera fyrir þetta ákveðið módel númer.

Re: Leit að Driver ?!?

Sent: Mið 22. Sep 2010 20:20
af Gúrú
Intel1 skrifaði:Ég veit ekki hvort að þið hafið áttað ykkur á því en ég var að reyna að hjálpa honum en Módel Númerið fyrir þessa tölvu fannst ekki á vefsíðu framleiðanda... Það var það fyrsta sem að hann kíkti á og svo fyrsta sem að ég kíkti á. Prófaði að Googla akkurat þennan driver sem að hann þurfti og það komu 0 leitarvalmöguleikar. En já ef þið getið fundið þetta endilega bendið honum á beinan link að staðnum sem hann finnur drivera fyrir þetta ákveðið módel númer.


Driverarnir eru allir þarna... allar TM82 (módelið hans) tölvurnar eru með essentially sama vélbúnað, þessvegna eru þær sérstakur flokkur yfir drivera þarna á þessari síðu.

Re: Leit að Driver ?!?

Sent: Sun 26. Sep 2010 16:55
af Benzmann
alltaf gott að nota Drivermax og taka afrit af driverum áður en maður formatar :P :-({|=