Ég er núna búinn að vera með 410 í um 2 mánuði, ótrúlega svekktur.
Ég var mikill ThinkPad maður, en þessi vél sökkar feitt. Hún er um 2,5 kg sem er ótrúlegt fyrir nýja fartölvu, hún er mjög þykk og klunnaleg, hönnuninn er ljót að mínu mati, lyklaborðið svignar aðeins við notkun sem er pirrandi, það heyrist í plastinu þegar maður ýtir á hana, hún virðist vera mjög "cheap" að öllu leyti. Hún er alltof þykk og þung!!
Mute takkinn virkar ekki alltaf, það tekur mig upp í 2 mín að tengjast þráðlausu neti, sem er mjög pirrandi, bíða eftir því að vélin nái að register with network.
Skjárinn er lélegur, það er ekki hægt að horfa á hann nema beint á hann, og þá meira að segja verður hlutarnir efst og neðst dimmir,og ekki hægt að sjá vel frá hlið. Hátalarnir eru ekki með neinn bassa, engan!
Batterýið endist í um 2 tíma, en mælirinn fer frá 5:01 niður í 2:01 á svona 5 mín.
Þessi vél er alltof dýr, þung, og svo má minnast á að það er komið nýtt efni í toppinn á henni sem er ekki hægt að halda hreinu.
Þetta er klárlega síðasta ThinkPad vélin mín, það liggur við að ég vona að hún skemmist svo ég fái hana bætta.....
