Síða 1 af 1

Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 12:11
af Glazier
Er með Samsung Jet síma sem er með wi-fi og 3g..
Er í FÁ og þar get ég tengst netinu í skólanum og kemst á facebook og allt sem ég þarf, en ég get ekki farið á msn nema nota ebuddy sem mér finnst virkilega pirrandi forrit.

Var að spá hvort ég gæti ekki tengt símann minn við tölvuna með snúru (usb) og komist á netið í tölvunni í gegnum 3g netið í símanum ?

Myndi þá líka geta notað þetta þegar ég er að ferðast í bíl eða eitthvað og verið á netinu :)

Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 13:32
af dori
Mér sýnist á stuttri leit tethering (það er það sem þú vilt leita að) virka með Samsung Jet. Það virkar í bíl líka en ég hef ekki reynslu um það hversu vel það virkar þegar þú ert á mikilli ferð og jafnvel að færast hratt á milli senda.

Annars geturðu líka prufað meebo til að komast á MSN, gæti verið skárra en ebuddy.

Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 16:54
af Glazier
Einhver sem getur lýst þessu nánar fyrir mér hvernig þetta er gert ? :)

Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?

Sent: Mið 08. Sep 2010 17:07
af BugsyB
ef þú ert með W7 þá geturðu tengt þig með blutooth / usb og farið í device and printers og tengst beint á netið gegnum síman mjög einfalt og þægilegt