Er með Samsung Jet síma sem er með wi-fi og 3g..
Er í FÁ og þar get ég tengst netinu í skólanum og kemst á facebook og allt sem ég þarf, en ég get ekki farið á msn nema nota ebuddy sem mér finnst virkilega pirrandi forrit.
Var að spá hvort ég gæti ekki tengt símann minn við tölvuna með snúru (usb) og komist á netið í tölvunni í gegnum 3g netið í símanum ?
Myndi þá líka geta notað þetta þegar ég er að ferðast í bíl eða eitthvað og verið á netinu
Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?
Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?
Mér sýnist á stuttri leit tethering (það er það sem þú vilt leita að) virka með Samsung Jet. Það virkar í bíl líka en ég hef ekki reynslu um það hversu vel það virkar þegar þú ert á mikilli ferð og jafnvel að færast hratt á milli senda.
Annars geturðu líka prufað meebo til að komast á MSN, gæti verið skárra en ebuddy.
Annars geturðu líka prufað meebo til að komast á MSN, gæti verið skárra en ebuddy.
-
Höfundur - BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?
Einhver sem getur lýst þessu nánar fyrir mér hvernig þetta er gert ?
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1105
- Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
- Reputation: 16
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Komast á netið í fartölvunni í gegnum 3g síma ?
ef þú ert með W7 þá geturðu tengt þig með blutooth / usb og farið í device and printers og tengst beint á netið gegnum síman mjög einfalt og þægilegt
Símvirki.