Síða 1 af 1

Leikjafartölvur?

Sent: Mið 18. Ágú 2010 23:39
af GilliHeiti
Jæja, ég ætla að kaupa mér fartölvu og hef ég verið að skoða mikið um þær. Ég er aðallega að spá í fljótvirka tölvu sem ræður við alla helstu leikina í high (hugsanlega ultra) í 1920x1200 upplausn. Fyrst var ég að hugsa um að splæsa í ruddalegan desktop en fannst það verri kostur þar sem mér bráðvantar betri fartölvu (á gamlan ThinkPad sem er orðinn nokkuð úreltur(er ekki að spá í öðrum slíkum þar sem ég vil spila tölvuleiki)) og hef ekki nægan pening fyrir bæði.

Fyrsta spurning: Hver er ykkar skoðun á leikjafartölvum, þ.e. þungum og stórum (17" plús) desktop-replacementum sem ráða við helstu leikina? Nú þarf ég þann möguleika að geta ferðast með hana og notað hana í háskóla og hef enga reynslu af svona stórum flykkjum.

T.d. er ég að spá í þessa
http://buy.is/product.php?id_product=1373
Smá review um hana hér ef þið viljið fræðast um hana http://www.notebookcheck.net/Asus-G73JH.27673.0.html

Ég get semsagt farið allt uppí 290 þúsund. Þægilegast væri að hafa létta 15" vél sem ræður við Crysis í high á 25-30 plús fps en ég er hræddur um að þar sé ég að biðja um of mikið.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Mið 18. Ágú 2010 23:58
af AntiTrust
[Leikjafartölvur?].. eru pointless.

Í alvöru. Hvernig dettur þér í hug að ætla að kaupa þér e-rn 17", 3-4kg+ viðbjóðshlunk með í besta falli 2.5tíma batterýendingu fyrir skóla?

Ég þekki ekki STAKA manneskju sem sér ekki eftir því að hafa keypt sér svona hlunk fyrir skóla og leik. Á svooo marga vini sem hafa endað með að segja við mig "ooo þú hafðir rétt fyrir þér", selt lappakvikindið, keypt sér fínan leikjaturn á 100k og notaðan lappa f. skólann.

Held ég hafi komið með e-rja svipaða samlíkingu áður, en þetta er eins og að ætla að kaupa sér Formúlu 1 bíl fyrir hálendið. Notaðu IBM lappann þinn (sem eru þeir bestu sem þú kemst í) í skólann og splæstu frekar þessum pening í borðtölvu. Svo mikið, mikið betri fjárfesting til lengri tíma litið.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Fim 19. Ágú 2010 01:10
af Hargo
Algjörlega sammála. Ég keypti mér einmitt 17" leikjalappa sem varð svo fljótt úreltur hvað varðar leikina. Lítil sem engin batterýending og hundleiðinlegt að burðast með þetta í skólann. Leið oft eins og ég væri að drösla sjónvarpi með mér þegar ég settist við hliðina á dúddum sem voru með litlar 12-13" fartölvur. Endaði á að selja hlunkinn og fékk mér 14" lappa.

Keyptu þér frekar ódýra og netta fartölvu fyrir skólann (já eða nota gamla IBM-inn, skotheldar fartölvur og endast vel) og fáðu þér góða leikjaborðtölvu. Þú verður mun sáttari til lengri tíma og mun auðveldara fyrir þig að viðhalda borðtölvunni up-to-date þar sem þróunin er hröð í leikjaheiminum.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Fim 19. Ágú 2010 01:42
af nessinn
Keypti mér Acer Aspire 5920G fyrir um þremur árum síðan held ég. Er búinn að vera að spila Bad Company 2, Starcraft 2, Modern Warfare og svoleiðis undanfarið og tölvan ræður alveg við þá. Ég samt hef þá alltaf í lægstu gæðum til að hann runni sem mest smooth.

Ég myndi samt frekar kaupa mér tvær tölvur, getur keypt þér ódýran lappa fyrir skólann og notað svo restina til að kaupa þér leikjatölvu.

Þú getur svo alveg bara keypt nýja hluti í leikjatölvuna þegar þú nærð meiri pening. Það eru allskonar lítil vandamál við að spila leiki á fartölvu eins og ofhitnun, getur eiginlega ekki uppfært neitt í þeim því það er svo dýrt o.s.frv.
Svo finnst mér reyndar líka bara heimskulegt að kaupa sér 14 kílóá hlunk fartölvu með Numpad og risa skjá. Tölvan endar bara á að vera borðtölva því þú nennir ekki einu sinni að taka hana með þér.

Ég er að taka mér frí frá skóla í ár en svo ef ég fer í HÍ á næsta ári þá ætla ég að kaupa mér svona mini fartölvu sem er bara að keyra word og svoleiðis pakka, ég fann t.d. þessa bara með því að kíkja á tolvulistinn.is en að sjálfsögðu er alveg hægt að kaupa betri tölvu en þessa. Svo getur maður bara keypt sér einhverja leikjatölvu.
T.d. segjum að þú kaupir þessa fartölvu þá áttu eftir 230 þús sem er alveg fínn peningur í leikjatölvu.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Fim 19. Ágú 2010 21:06
af Sydney
Ein tölva er ekki að gera sig. Þrjár eru algjört lágmark.

1. Nett fartölva fyrir skólann/vinnuna.
2. Öfluga borðtölvu fyrir leikina
3. Server fyrir allt klámið.

That's how I roll.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Mán 23. Ágú 2010 14:47
af Jim
.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Mán 23. Ágú 2010 14:59
af jericho
Mæli með þeirri fartölvu sem er létt, áreiðanleg og með góða batteríendingu.
Fartölvur í dag ráða vel við flesta gömlu leikina og ég myndi bara halda mig við þá þegar þú ert ekki heima hjá þér.
Borðtölvan ætti að ráða við nýjustu leikina þegar þú ert heima.

3.14KA skrifaði:...win


Sá bílnúmeraplötu með sömu áletrun og nickið þitt. Veit ekki hvað mér á að finnast um það.

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Mán 23. Ágú 2010 15:12
af coldcut
Nota gamla IBM lappann þinn í skólanum...setja upp e-ð létt Linux kerfi á honum og þá eru honum allir vegir færir í einhver ár.
Nota svo frekar peninginn í einhvern solid leikjaturn sem þú hefur verið að tala um undanfarið. Ert búinn að vera að spurja um réttan örgjörva og skjákort nýlega þannig að haltu þig við þá hugmynd frekar en að fara að eyða gommu af peningum í einhvern fartölvuhlunk sem fer illa með bakið á þér, ofhitnar og þú getur ekki uppfært nema að selja úr þér nýrað!

Re: Leikjafartölvur?

Sent: Sun 19. Sep 2010 20:41
af Zethic
Mæli með því að þú kaupir þér lítið og nett kvikindi fyrir skólann.

Keypti þessa á spánið fyrir rúm 30 þúsund. Keyrir smooth marga eldri leiki, get meira að segja undockað í EVE (ef þið hafið spilað hann :P). Batterí ending er allt frá 4 tímar í notkun á hæstu birtu, og upp í svona 7 tíma á svona 25% birtu.

Svo er ég með 24" skjá sem ég tengi hana bara við ef ég nenni ekki að færa eitthvað af lappanum yfir á borðtölvuna.

Mæli einnig með því að þú kaupir þér góðan turn og púslir saman í hann, með hjálp einhvers sem hefur vit á þessu, ekki allt passar saman. Keypti turn á 100 þúsund fyrir þremur árum sem er núna rúmlega 200 þúsund króna virði, og fer enþá leikandi með alla leiki í High/Ultra sem eru nýkomnir.

En ef þú ert það ákveðinn í að fá þér lappa, fáðu þér 15" lappa með semi specs, ekki meira en svona 3kg... treystu mér... þú færð í bakið á að ferðast með þetta og hættir því svo.


Just my 2cents...