Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Mið 11. Ágú 2010 22:47
af Aimar
http://tolvulistinn.is/vara/20037Ég er með þessa Toshiba Satellite T130-17E 13" fart.Hvít, sem stelpunni var gefið.
Hvernig er með batterýið.. Má hafa tölvuna alltaf í sambandi? Er ekki komin einhverskonar lás á batterýið þegar það er fullhlaðið svo það skemmist ekki?
Re: Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Mið 11. Ágú 2010 22:53
af Pandemic
Ég veit ekki hversu oft þetta hefur verið skrifað en svarið er Nei. Það er ekki ráðlagt að hafa rafhlöðuna alltaf í hleðslu. Ef tölvan er alltaf í sambandi skal taka rafhlöðuna úr við 40-60% hleðslu og geyma á köldum stað.
Re: Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Mið 11. Ágú 2010 23:29
af Aimar
Takk fyrir svarið gemli.. Var bara ekki viss hvað tækninni hafði farið fram og vildi spyrja. Óþarfi að vera "pirralingur"
kv. Aimar
Re: Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Fim 12. Ágú 2010 01:21
af IL2
Ef ég skil þetta rétt, þá í sjálfu sér geturðu ekki eyðilagt batteríð með því að hafa það alltaf í hleðslu. Hleðslutækið hættir að hlaða þegar það er fullhlaðið.
Það sem fer verst með það er hitinn og stöðug hleðsla.
http://www.batteryuniversity.com/parttwo-34.htm
Re: Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Fim 12. Ágú 2010 13:20
af Black
Well tölvan mín er alltaf í hleðslu með batterýið í og búinn að vera það í að verða ár
batterýið virkar jafn vel og það gerði
so i see no harm, mæli samt með því að skoða þetta video, þetta er s.s kipkay að sýna hvað lithium ion batterý eru hættuleg
http://www.youtube.com/watch?v=-DcpANRFrI4
Re: Má hafa fartölvuna alltaf í sambandi?(Toshiba Satellite T13)
Sent: Fim 12. Ágú 2010 16:17
af Pandemic
Aimar skrifaði:Takk fyrir svarið gemli.. Var bara ekki viss hvað tækninni hafði farið fram og vildi spyrja. Óþarfi að vera "pirralingur"
kv. Aimar
Þetta var enginn pirringur og átti ekki að koma svoleiðis út
IL2 skrifaði:Ef ég skil þetta rétt, þá í sjálfu sér geturðu ekki eyðilagt batteríð með því að hafa það alltaf í hleðslu. Hleðslutækið hættir að hlaða þegar það er fullhlaðið.
Það sem fer verst með það er hitinn og stöðug hleðsla.
http://www.batteryuniversity.com/parttwo-34.htm
Lithium rafhlöður þola það illa að vera í 100% hleðslu.
Það sést alveg greinilegur munur hjá fólki sem hefur tölvurnar í sambandi stanslaust og það sem meðhöndlar hana rétt.