Síða 1 af 1

Eru lenovo lélegar fartölvur? Er þetta góð fartölva?

Sent: Sun 11. Júl 2010 22:27
af Mongol
Sælir vaktarar heyriði ég var að velta því fyrir mér að kaupa mér fartölvu fyrir skólann og fann eina lenovo en ég er að velta fyrir mér eru lenovo lélegar fartölvur?


Fartölva - Lenovo G550 2958FDU 15 Tomma - 2 Ára Ábyrgð

Fartölva: Lenovo G550 2958FDU fartölva
Örgjörvi: Intel Dual Core T4400 örgjörvi, 2.2GHz, 45nm
Vinnsluminni: 4GB DDR3 1066MHz vinnsluminni, stækkanlegt í 8GB
Harðdiskur: 250GB SATA 5400RPM harðdiskur
DVD skrifari: 8xDVD SuperMulti DL skrifari
Skjár: 15.6'' HD LED VibrantView skjár með 1366x768 upplausn
Skjákort: 512MB Intel X4500 HD DX10 skjástýring með True HD 1080P
Hljóðkerfi: Innbyggðir HD stereo hátalarar
Lyklaborð: Lyklaborð í fullri stærð með sjálfstæðu talnaborði
Netkort: Innbyggt 10/100 netkort
Þráðlaust: 54Mbps þráðlaust WiFi netkort
Rafhlaða: 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 3.8 tíma endingu
Myndavél: Innbyggð 0.3MP vefmyndavél og Skype Certified MIC
Kortalesari: Innbyggður kortalesari fyrir flest minniskort
Tengi: 3xUSB2, VGA, LAN 10/100 og fleiri tengi
Þyngd: Aðeins 2.7kg
Annað: Glæsileg fartölva á ótrúlegu verði
Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium 64-bit
Ábyrgð: 2ja ára neytendaábyrgð á fartölvu - 12 mán rafhlöðuábyrgð

Þetta er tölvan sem ég var að spá í :D en svo eitt í viðbót þegar maður er með win7 getur maður sett það upp í fleiri en eina tölvu.
takk fyrir og afsakið hvað ég skrifa asnalega:/

Re: Fartölvur

Sent: Mán 12. Júl 2010 01:06
af gardar
Mongol skrifaði:Sælir vaktarar heyriði ég var að velta því fyrir mér að kaupa mér fartölvu fyrir skólann og fann eina lenovo en ég er að velta fyrir mér eru lenovo lélegar fartölvur?



Neibb, þær eru bestar :)

Re: Fartölvur

Sent: Mán 12. Júl 2010 10:13
af raRaRa
Ég held að besta leiðin sé að skoða reviews á netinu um þá tölvu sem þú vilt fjárfesta í.

En ég þekki 2 einstaklinga sem eiga Lenovo og plast coverið í kringum lyklaborðið og skjáinn er strax byrjað að brotna hér og þar. Batteríið hjá einum þeirra varð strax ónothæft eftir 1 ár, þ.e. tölvan sagði bara að þetta væri orðið ónýtt batterí og vildi ekki hlaða á það lengur, pretty weird.

Sjálfur hef ég átt 2 Acer vélar sem hafa reynst mér ótrúlega vel. Sú sem ég hef núna í notkun er 2 ára og hefur ekkert komið upp ásamt því að batteríið er í sama standi og þegar ég keypti hana. Hef notað hana gífurlega mikið í gegnum 2 skólaár og við vinnu. Er strax farinn að íhuga næstu vél sem verður auðvitað Acer TimelineX 5820TG :-)

En þetta eru allt skoðanir sem byggjast á reynslu minni. Gæti vel verið að þessir 2 félagar mínir hafi ekki farið vel með Lenovo vélarnar sínar.

Gangi þér vel.

Re: Eru lenovo lélegar fartölvur? Er þetta góð fartölva?

Sent: Mán 12. Júl 2010 12:08
af SteiniP
gardar skrifaði:
Mongol skrifaði:Sælir vaktarar heyriði ég var að velta því fyrir mér að kaupa mér fartölvu fyrir skólann og fann eina lenovo en ég er að velta fyrir mér eru lenovo lélegar fartölvur?



Neibb, þær eru bestar :)

this

Re: Eru lenovo lélegar fartölvur? Er þetta góð fartölva?

Sent: Mán 12. Júl 2010 12:49
af Hargo
Lenovo er nú þekktari fyrir það að vera mjög traust og gott merki heldur en eitthvað annað. Ég myndi þó helst mæla með Lenovo Thinkpad tölvunum, þekki ekki mikið til hinna en hef þó lesið um að þær séu að koma nokkuð vel út. Fyrir mér er Lenovo Thinkpad traustasta fartölvumerkið á markaðnum.

Það er mjög góð hugmynd að lesa review um þessar tölvur. Það er til slatti af síðum sem eru með review um nær allar tegundir af fartölvum. Ég hef helst notað notebookreview.com.

Gangi þér vel. Hvað er annars verðið á þessari tölvu sem þú ert að skoða og hvaðan ertu að kaupa hana?