Síða 1 af 1
Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 10:18
af phrenic
Sælt veri fólkið
Ég er í raun bara með stutta spurningu. Ég hellti vatni í tölvuna mína (Packard Bell EasyNote N65 eitthvað...) í fyrradag og um leið slökkti hún á sér sjálf. Ég bjóst við (eða vonaði amk) að þetta væri innbyggt öryggiskerfi, enda frekar nýleg tölva... Allavega, ég gerði allt sem mælt er að maður geri, án þess þó að opna hana alla leið því hún er enn í ábyrgð. Lét hana á hvolf með stóra viftu hjá henni og beið í sólarhring. Svo setti ég batteríið aftur í og tengdi við rafmagn og svona... en þá gerist ekkert, svarar ekki power takkanum. Svo spurning mín er, er líklegast að tölvan sé bara ónýt (og ætti ég þá bara að taka harða diskinn út og henda rest)? Eða ætti ég að fara með þetta á eitthvað verkstæði?
Kveðja,
Halli.
P.s. ég bý í Hollandi, svo það er óþarfi að mæla með íslenskum verkstæðum
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 10:24
af BjarkiB
Hljómar eins og hún er ónýt, farðu bara á verkstæði til að vera viss.
Annars smá offtopic, hvar í Hollandi býrðu?
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 10:29
af phrenic
Í miðjunni.
Utrecht
-takk fyrir fljótt svar
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 10:32
af BjarkiB
phrenic skrifaði:Í miðjunni.
Utrecht
-takk fyrir fljótt svar
Samt mjög erfitt að vita hvað í tölvunni eyðilaggðist.
Bjó einu sinni 20 km frá Utrect í Breukelen.
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 10:40
af phrenic
Já get trúað því... sé bara hvað verkstæðingarnir segja mér. Ætli maður þurfi svo ekki bara að ná sér í eina nýrri og betri, nýta tækifærið
Hef ekki komið til Breukelen held ég. Bara búið hérna í tæplega tvö ár
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 18:31
af biturk
hefðir nú átt að rífa tölvuna íu spað og þurrka alla hluti vel, raki eða bleita getur setið á milli íhluta á td móðurborðinu og síðann þegar þú setur straum á tölvuna þá steikiru allt
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 19:18
af vesley
Það er nú bara ekki hægt að búa til öryggiskerfi yfir því ef að vatn fer á tölvubúnað, vatn er eitt af því versta sem getur lent á tölvubúnað. Held að það væri best ef þú færir með tölvuna í verslunina og lætur bilanaskoða hana.
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 21:24
af phrenic
Jájá, ég hef oft lesið um að maður eigi að rífa þetta í sundur... en þá fer ábyrgðin í klessu. Ætli ég æfi mig ekki á þessarri þegar ég fæ hana aftur frá verkstæðinu og fæ að vera viss um að hún sé ónýt.
Eníveis, takk fyrir svörin.
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 22:26
af lukkuláki
phrenic skrifaði:Jájá, ég hef oft lesið um að maður eigi að rífa þetta í sundur... en þá fer ábyrgðin í klessu. Ætli ég æfi mig ekki á þessarri þegar ég fæ hana aftur frá verkstæðinu og fæ að vera viss um að hún sé ónýt.
Eníveis, takk fyrir svörin.
Ábyrgðin er hvort eð er komin í klessu þegar þú helltir yfir hana !
Hvað með tryggingar ? Ertu ekki tryggður þarna úti ?
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 23:57
af BjarniTS
Þekkti mann sem lenti í svipuðu með ipod.
Hann hafði hann á ofni í viku.
Fór svo og krafðist viðgerðar en laug til um ástæðu bilunarinnar.
Ömurlegt i know.
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Mið 09. Jún 2010 23:59
af Klemmi
phrenic skrifaði:Allavega, ég gerði allt sem mælt er að maður geri, án þess þó að opna hana alla leið því hún er enn í ábyrgð.
Eins og Lukkuláki sagði þá neibb, þessi vél er ekki lengur í ábyrgð, hún er farin út um gluggann um leið og einhver ummerki um vatnsskemmdir er að ræða.
Athugaðu með tryggingar og fáðu að hirða harða diskinn úr vélinni, ágætar líkur á því að hann sé í lagi
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Fim 10. Jún 2010 00:05
af birgirdavid
líklega sprungin panna sko eða gæti kanski verið pakkningin hvað seigið þið um það ?
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Fim 10. Jún 2010 00:09
af coldcut
OfurHugi skrifaði:líklega sprungin panna sko eða gæti kanski verið pakkningin hvað seigið þið um það ?
já þarf ekki bara að spliffa þetta?
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Fim 10. Jún 2010 00:30
af birgirdavid
coldcut skrifaði:OfurHugi skrifaði:líklega sprungin panna sko eða gæti kanski verið pakkningin hvað seigið þið um það ?
já þarf ekki bara að spliffa þetta?
jú líklega sko en ég held að hann eigi ekki donk og gengjuna, við verðum þá bara að fara með þetta á Ruby tuesday
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Fim 10. Jún 2010 00:53
af coldcut
those were the days þegar maður snéri öðrum hverjum hjálparþræði á huga uppí grín
Re: Fartölvuvandræði sem inniheldur vatn
Sent: Fim 10. Jún 2010 10:54
af phrenic
Ahh... spliffid. Gott stoff.
Ja eftir a ad hyggja hefdi eg natturlega att ad rifa thetta i taetlur... en eg get allavega notad thetta sem afsokun til ad fa mer betri tolvu! Hun var ordin naestum tveggja ara sko... vaeri til i ad rada vid orlitla myndvinnslu og svona
.
En i sambandi vid tryggingar... nei. Ekki fyrir thessu eftir thvi sem eg best veit. En thad vaeri kannski oruggast ad tekka til ad vera viss.