Síða 1 af 1

Fartölvukælistandur

Sent: Sun 30. Maí 2010 19:19
af Einarr
Ég var að spá þar sem vinur minn fekk mig til að byrja í wow og eyði ég nú dágóðum frítíma í það og fartölvan á fullu, hvort það fari ekki illa með vélbúnað að vera á fullu í marga tíma og byrjaði þá að pæla í svona fartölvu-kæli-stöndum eins og þessi http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1524. Er eitthvað varið í þetta? vill helst ekki sjóða tölvuna af wow spilun haha

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Sun 30. Maí 2010 19:32
af BjarkiB
Var að lesa nokkur review um þetta, virðist virka og kæla vel.

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Sun 30. Maí 2010 19:57
af Julli

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Þri 01. Jún 2010 12:03
af Einarr
Eitthver fleiri vaktar álit? er að fara lana um helgina og pæling að kaupa fyrir það ef þetta gerir eitthvað gagn

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Þri 01. Jún 2010 12:03
af Einarr
Eitthver fleiri vaktar álit? er að fara lana um helgina og pæling að kaupa fyrir það ef þetta gerir eitthvað gagn

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Þri 01. Jún 2010 12:08
af ZoRzEr
Einarr skrifaði:Eitthver fleiri vaktar álit? er að fara lana um helgina og pæling að kaupa fyrir það ef þetta gerir eitthvað gagn


Það sem truflaði mig mest þegar ég átti mína 15" MacBook Pro var hvað ég svitnaði mikið á lófunum þegar ég var að spila lengi. Spilað mikið Warhammer MMO leikinn á þeim tíma. Hávaðinn truflaði mig ekki mikið. Ég endaði á þvi að kaupa mér bara ódýrt USB lyklaborð sem ég tengdi við tölvuna. Reyndar var ég þá kominn með annan skjá sem ég tengdi svo við tölvuna og spilaði á honum en það er annað mál.

Tölvan skemmist ekkert að vera í gangi lengi á full force, en það getur alveg dregið úr líftíma hennar. Svona standur myndi ekki skaða neitt allavega.

Ég prívat og persónulega myndi fá mér þennan sem liggur, ekki hæðastillanlega, virðist vera meira solid og nýrri.

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Þri 01. Jún 2010 12:12
af Einarr
já, er búinn að skoða review og hann er að taka sirka 10° af hitanum á tölvunum svo þetta myndi nýtast ágætlega.

EDIT: spurning hvort maður gæti svo moddað þetta og sett öflugri viftur haha :lol:

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Þri 01. Jún 2010 16:01
af supergravity
Ég á http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=21&products_id=1524 þennan gaur. Mjög sáttur með hann en nota hann lítið eftir að ég skipti um tölvu. Get mælt með honum.

Re: Fartölvukælistandur

Sent: Mið 02. Jún 2010 12:27
af Einarr
kominn að niðurstöðu og stefni á því að reyna láta buy.is redda mér zalman nc2000 sem er víst besti standuriinn samkvæmt reviews