Síða 1 af 1

Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 13:24
af Vigginn
Góðan daginn

Ég er að leita mér af almennilegum lappa, ég heillast mest af Dell og Toshiba, en er opinn fyrir kannski HP eða Lenovo, budgetinn minn er svona 150-230kall

Hvað notkun varðar þá er þetta í skólann en ég vil hafa almennilega græju ef ég asnast til að fara rendera einhverjar video clippur, eða leika mér í some tölvuleikjum sem ég á til að gera.

ég var með auga á þessari http://ejs.is/Pages/999/itemno/VOSTRO3500%252301 er bara svo langt síðan maður var með einhvern púls á vélum og öllu sem að því kemur að ég kannast ekki einu sinni við þennan örgjörva, ( er verið að reyna fela celeron ógeðið eða ? :D )
Sækist eftir góðu og hröðu minni, er ekki dual channel líka í löppum ?
7200rpm disk, ekki of lítinn 250gb væri splendid.
og svo eitthvað gæða skjákort

Ef einhver getur gefið mér comment á t.d þessa vél sem ég var að linka hérna, eða á eitthvað sambærilegt, betri kjör/þjónusta eða eitthvað þar eftir götunum, væri eðall.

með fyrirfram þökk
Vignir

Re: Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 13:32
af benson
Tékkaðu á þessari:
http://allabouteeepc.com/asus-ul30jt-13-incher-with-extra-muscles-and-good-autonomy/comment-page-1/#comment-2055

Veit ekki hvort þetta er fyrir þig en hún ætti að vera mjög góð í skóla + casual gaming.

Re: Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 13:47
af Lexxinn
sjálfur búinn að vera að skoða mikið en það er einn hérna með eina til sölu
mundi skoða þessa betur http://bilskurssalan.blogspot.com/2010/ ... -x200.html

og mæli með TP-T400-510 tölvunum hérna http://www.netverslun.is/verslun/catalo ... ?sort=name

Re: Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 13:50
af Julli
er með eina herna ef þú vilt skoða hana

AMD Athlon X2 QL-64 Griffin 65nm Technology 2,10ghz
4 GB ddr2 @ 333 mhz 5-5-5-15
HP 3600 (socket m2/s1g1)
ATI Mobility Radeon HD 3400 512mb
320 GB WD 5400 RPM 8mb cache
löglegt Windows visa home premium 32bit

svo DvD skrifari og lesari, 15,4" skjar.
Hún er en með 1 árs ábyrgð hjá omnis á Akranesi.
Hún er 1árs:D

Re: Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 14:16
af Vigginn
Þakka fyrir skjót svör, en svona sidenote þá er ég ekki að sækjast eftir notaðri vél, srry Julli :]

Benson: Urlið virkar ekki fæ bara kassapartý þegar ég opna gluggann :/

Re: Er að fara versla mér fartölvu

Sent: Fim 13. Maí 2010 14:48
af benson
Hmm virkar hjá mér.
Prófaðu þetta :)
http://www.asus.com/product.aspx?P_ID=dh1loes9V1IGKwCA