Síða 1 af 1

Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Lau 08. Maí 2010 16:25
af BjarniTS
Ég er að hugsa , wifi-ið (airport) kortið í makkanum hjá mér er orðið svolítið þreytt og ég ætla að leyfa því að hvíla sig.

Get ég notað símann minn , N95 , til þess að fara á wifi internet ?

Myndi tengja símann við tölvuna með Bluetooth.

Á netinu finn ég bara gamlar greinar þar sem að menn vilja meina að þetta sé ekki hægt , en ég trúi ekki að þetta sé ekki hægt.


ER einhver sem er með hugmynd ?

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Lau 08. Maí 2010 16:53
af AntiTrust
Af öllu því síma og tölvufikti og googli mínu hef ég aldrei rekist á þann option að láta símann hegða sér eins og host og senda WiFi yfir um bluetooth í client vélina. Ég er ekki einu sinni viss um að síminn geti brúað gögn á milli WiFi og BT adaptersins.

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 14:36
af gardar
Veit ekki hvort þetta sé hægt með n95 en ég get þetta með sony ericsson P1 símanum mínum...

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 17:53
af Viktor
gardar skrifaði:Veit ekki hvort þetta sé hægt með n95 en ég get þetta með sony ericsson P1 símanum mínum...

Í gegnum Blutetooth eða USB?

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 18:22
af Pandemic
Ég sá þetta gert með N95 á Nikon ráðstefnunni. Held alveg örruglega að þetta hafi verið N95

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 18:31
af GullMoli
Uhm, geturðu ekki notað Nokia PC Suite í þetta? Ég get notað E51 símann minn í eitthvað svona, eins og að nota 3g netið í tölvunni (hann er að vísu tengdur með USB, en það hlýtur að virka líka með Bluetooth).

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 21:15
af Manager1
Þetta er ekkert mál með USB og Nokia PC Suite.

Hef aldrei spáð í það hvort þetta sé hægt í gegnum Bluetooth, USB hefur virkað fínt fyrir mig hingaðtil.

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 23:07
af gardar
Sallarólegur skrifaði:
gardar skrifaði:Veit ekki hvort þetta sé hægt með n95 en ég get þetta með sony ericsson P1 símanum mínum...

Í gegnum Blutetooth eða USB?



bluetooth :)

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Þri 11. Maí 2010 23:14
af BjarniTS
Lýst vel á þetta hjá ykkur :)

Mun ónáða ykkur mögulega meira á næstunni , en thxAlot!

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Mið 12. Maí 2010 01:29
af mattiisak
er þetta hægt með lg viewty?

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Mið 12. Maí 2010 01:50
af AntiTrust
Smá tip, ef þér tekst þetta þá ertu auðvitað ekki að keyra á vélina á 54Mbps heldur 2.1Mbps þar sem það er max transfer rate á BT 2.0 EDR ;)

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Mið 12. Maí 2010 02:06
af BjarniTS
AntiTrust skrifaði:Smá tip, ef þér tekst þetta þá ertu auðvitað ekki að keyra á vélina á 54Mbps heldur 2.1Mbps þar sem það er max transfer rate á BT 2.0 EDR ;)


Já , ég keypti mér svona , þetta er að virka fínt fyrir mig.

Er frekar langt frá routher og ekki einusinni í sama húsi og hann er staðsettur í , og er að fá sæmilegt merki hingað inn.
Bara sáttur.

Re: Að nota NokiaN95 sem þráðlausan wifi þjón.(MacBook)

Sent: Mið 12. Maí 2010 10:16
af Oak
mattiisak skrifaði:er þetta hægt með lg viewty?


hann er ekki með wifi