grimzzi5 skrifaði:Þegar ég tengi tölvuna við sjónvarp með hdmi þá rauk hitinn i 70-72 er það óeðlinlegt eða?
Hvíldarhiti þessa örgjörva ætti að vera á milli 40-50° gráður, það telst líklega alveg eðlilegt. Hækkun um 20 gráður er ekki svo mikið. Þessi örgjörvi á að þola 90° samkvæmt intel síðunni :
http://processorfinder.intel.com/details.aspx?sSpec=SLB54#. Myndi
kannski fara að hafa
einhverjar áhyggjur ef hann fer yfir 80 gráður
við þunga keyrslu. En til að skilja þetta betur þá spyr ég: Keyptirðu tölvuna nýja frá att.is eða keyptirðu vélina notaða frá einhverjum sem keypti hana á att.is ? Hún er varla orðin mjög gömul, nokkurra mánaða? Efast um að ryk sé farið að verða vandamál, nema tölvan hafi búið í mjög rykugu umhverfi. Fyrir 140 þúsund krónur þá eru þetta fín kaup miðað við nýja fartölvu.
Til að svara því sem ég er að vitna í: Það að nota HDMI tengið ætti ekki að hafa nein mælanleg áhrif á hitann, að því gefnu að ekkert annað hafi breyst. En ef þú hækkaðir upplausnina fyrir HDMI-tengda skjáinn þá gæti það útskýrt hækkunina. Líka ef þú hefur verið að spila HD video eða eitthvað. Ég notaði HDMI tengið á minni fartölvu mikið og það hafði engin mælanleg áhrif, en upplausnin á fartölvuskjánum og sjónvarpinu var sú sama, og ég gerði allt það sama og ég gerði á fartölvuskjánum, spila tölvuleiki, HD video og svo framvegis.
Edit: Lagaði smá orðalag til að hljóma ekki of bjartsýnn, 80° gráður á fartölvu finnst mér vera of mikið(megið samt alveg leiðrétta mig ef þið hafið aðra skoðun þar sem þetta er bara tilfinningalegt mat mitt á celsíus-skala).