Síða 1 af 1

batteri/rafmagn

Sent: Lau 24. Apr 2010 11:26
af dellukall
daginn felagar,hvernig er það á ég að vera með tölvuna tengda beint í rafmagn þegar ég get það og nota þá batterí annars

kveja

Re: batteri/rafmagn

Sent: Lau 24. Apr 2010 13:09
af Gúrú
Í hnotskurn:
:arrow: Ekki vera með tölvuna í hleðslu allan daginn
:arrow: Notaðu rafhlöðuna(þær eru eins og hundar, það þarf að sinna þessu)
:arrow: Reyndu að komast hjá því að tæma hana alveg. Frekar hlaða hana 20-30% ef það er möguleiki.
:arrow: Ef þú ætlar að vera með fartölvuna tengda við rafmagn í lengri tíma, taktu þá rafhlöðuna úr eftir 40-60% hleðslu og skelltu henni á kaldan stað.
:arrow: Loftaðu vel um fartölvuna þína því það eru heitir tölvuíhlutir sem hita rafhlöðuna upp og minnka líftíma hennar.
:arrow: Það er enginn þörf fyrir það að hlaða fartölvur í lengri tíma þegar þær eru keyptar. Þetta átti við um Nickel rafhlöður en nú gilda önnur lögmál.
-TechHead

Re: batteri/rafmagn

Sent: Lau 24. Apr 2010 14:49
af dellukall
´þökk fyrir góð svör.Málið var að þóttist vita að batterin duga ekki endalaust,og helt að betra væri að vera ekki alltaf að keyra endalaust á þeim.

Re: batteri/rafmagn

Sent: Lau 24. Apr 2010 17:52
af IL2
http://www.buchmann.ca/article21-page1.asp

Sérð hérna hvað hitinn skiptir máli. Þessvegna er best að fjarlægja það ef þú ert með tölvuna lengi í sambandi því að það er hitinn sem fer verr með þau en hleðslan, eins og Gúru bendir réttilega á.