Síða 1 af 1

Hiti í fartövlu

Sent: Mið 21. Apr 2010 11:29
af PepsiMaxIsti
Góðan dag

Mig langar að athuga hvort að þið getið hugsanlega sagt mér hvað hitinn ætti að vera sirka í UBM T61 vél.

Ég fór með hana í viðgerð vitandi það að viftan væri í rusli, þeir skipta um hana og nú langar mig að vita hvaða hiti er svona sirka eðlilegur fyrir svona vél.

Hérna er screen af henni áður en hún fékk nýja viftu, eftir að hafa verið í 4-6 tíma verið að lesa Word skjöl
Mynd

Og hér er eftir að hún fékk nýja viftu, reyndar ekki búinn að keyra hana lengi
Mynd

Veit ekki hvort að þetta er rétt, má færa ef að þetta er ekki stða sett rétt.

Kv. PepsiMaxIsti

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Mið 21. Apr 2010 11:41
af AntiTrust
Þetta er svona í hærra lagi ef vélin er ekki undir full load, en svo fer það líka eftir örgjörvum. T60p/T61 eru oftast að keyra á 40-50° á batt og 55-65° á full load.

Þú vilt ekki bara hætta að pæla í þessu og selja mér vélina? ;)

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Mið 21. Apr 2010 11:44
af PepsiMaxIsti
AntiTrust skrifaði:Þetta er svona í hærra lagi ef vélin er ekki undir full load, en svo fer það líka eftir örgjörvum. T60p/T61 eru oftast að keyra á 40-50° á batt og 55-65° á full load.

Þú vilt ekki bara hætta að pæla í þessu og selja mér vélina? ;)


Hehe, nei ég er að spá í að reyna að láta hana duga eitthvað lengur. Fynnst bara skrítið að miðað við að hún var að koma úr viðgerð að hitinn sé svona mikill.


ps. önnur myndin var ekki rétt, er að skipa um hana núna :D

Hvaða verð ertu annars að spá í :Þ

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Mið 21. Apr 2010 23:51
af littli-Jake
Fáðu þér betri viftu. Kaldara er betra. Þetta er svosem ekkert slæmur hiti en má alveg vera betri.

Ps. ef þú vilt filgjast með hitanum mundi ég nota CoreTemp eða CPUID. SpeedFan er drasl

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Mið 21. Apr 2010 23:58
af Kobbmeister
littli-Jake skrifaði:Fáðu þér betri viftu. Kaldara er betra. Þetta er svosem ekkert slæmur hiti en má alveg vera betri.

Ps. ef þú vilt filgjast með hitanum mundi ég nota CoreTemp eða CPUID. SpeedFan er drasl

Alveg sammála með speedfan.

En ef þú ert ekki nógu ánægður með hitan þá geturu farið út í einhvað svona extreme :megasmile http://www.overclock.net/water-cooling/ ... aptop.html

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Fim 22. Apr 2010 10:47
af littli-Jake
Chill Kobbi. Runna kjarna á undir stofuhita.... That's just sic

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Fim 22. Apr 2010 11:26
af AntiTrust
Eitt af því fáa sem var actually betra í T61 var kælingin, þeas vs. T60 - og ég er að keyra mína á 50° idle með Speedstepping enabled. In theory ættiru að vera að keyra 3-6° kaldar en mín.

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Lau 24. Apr 2010 21:39
af PepsiMaxIsti
AntiTrust skrifaði:Eitt af því fáa sem var actually betra í T61 var kælingin, þeas vs. T60 - og ég er að keyra mína á 50° idle með Speedstepping enabled. In theory ættiru að vera að keyra 3-6° kaldar en mín.


Hmm, nú veit ég ekki hvað þú átt við með "Speedstepping enabled" mættir allveg útskýra það smá fyrir mér :D

Re: Hiti í fartövlu

Sent: Lau 24. Apr 2010 22:30
af AntiTrust
PepsiMaxIsti skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Eitt af því fáa sem var actually betra í T61 var kælingin, þeas vs. T60 - og ég er að keyra mína á 50° idle með Speedstepping enabled. In theory ættiru að vera að keyra 3-6° kaldar en mín.


Hmm, nú veit ég ekki hvað þú átt við með "Speedstepping enabled" mættir allveg útskýra það smá fyrir mér :D


Haltu niðri F1 í boot, þá ferðu inní BIOS. Þar geturu stillt SpeedStepping, allavega athugað hvort þú sért með það enabled. Þetta er í raun bara hugbúnaðarstilling sem hækkar og lækkar CPU clockið þitt (í rauninni "minnkar" afkastagetu örgjörvans) þegar ekki meiri kraft þarf til. Þeas, þegar þú ert bara á msn, browse-a eða skoða word skjöl klukkar CPU-inn sig niður í 800-1000mhz sem dæmi, sparar rafmagn, eykur batterýendingu - og minnkar hita.