Síða 1 af 3

HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 21:54
af Glazier
Hvað segja menn ?

HP Slate vs Ipad ?

HP Slate aðeins dýrari en er með
- Myndavél (framan og aftan)
- GPS tæki
- Flash
- HDMI tengi
- 5 tíma battery endingu
- Multitask
- Getur horft á bíómyndir sem eru í Full HD (held reyndar að hann geti bara sýnt 720p)

Ipad aðeins ódýrari og er með
- 10 tíma battery endingu
- Og hvað meira ?


Gallar HP Slate:
- Ekkert n-Wifi

Gallar Ipad:
- 4:3 skjár
- Ekkert multitask
- Ekkert Flash
- Engin USB tengi

Endilega ræðið og bendið á atriði sem ég get bætt við hérna á listann :)
Ég hef ekki kynnt mér þetta nógu vel en sýnist samt HP Slate vera með mun fleyri fítusa heldur en Ipad-inn

Ræðið þetta fram og til baka.. komist að því hvort apparatið væru betri kaup :)


@GuðjónR: Þú ert svo mikið fyrir MAC hvort mundir þú fá þér ? (miðað við allt þetta sem Slate hefur framyfir Ipad í dag)

Sjálfum dauðlangar mér í HP Slate.. ef maður bara hefði einhvern pening á milli handanna til að kaupa allt sem mann langar í þessa dagana 8-[

Re: HP Slate - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 21:59
af GullMoli
Mynd

Re: HP Slate VS Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:09
af benson
Gallar
HP: ekkert n-wifi
Apple: 4:3 skjár (árið 2010!)

Ég held ég myndi aldrei láta sjá mig með iPad bara til að vera ekki smug apple user.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:11
af Revenant
Ég held að verstu tveir gallarnir við Ipad séu: Ekkert flash og ekkert multitasking (gæti komið seinna)

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:15
af Glazier
Er HP Slate með 3G innbyggt eða þyrfti maður að vera með 3G pung tengdann í gegnum USB til að komast á netið ?

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:20
af valdij
Stærsti gallinn við iPadinn finnst mér að batterýs-endingin er ekki 10 tímar að horfa á myndir (m.v. það sem maður er að lesa/heyra) og það er ekkert USB tengi á henni.

Hp Slate er farið að líta mun betur út imo!

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:21
af bAZik
Revenant skrifaði:Ég held að verstu tveir gallarnir við Ipad séu: Ekkert flash og ekkert multitasking (gæti komið seinna)

Já, kemur með iPhone OS 4.0 sem var kynnt í dag, fall 2010.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:22
af intenz
Revenant skrifaði:Ég held að verstu tveir gallarnir við Ipad séu: Ekkert flash og ekkert multitasking (gæti komið seinna)

OG EKKERT USB PORT !!!

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:22
af Glazier
valdij skrifaði:Stærsti gallinn við iPadinn finnst mér að batterýs-endingin er ekki 10 tímar að horfa á myndir (m.v. það sem maður er að lesa/heyra) og það er ekkert USB tengi á henni.

Hp Slate er farið að líta mun betur út imo!

Ekki allveg að skilja þig.. battery endingin það slæma við Ipad-inn ?
Hún er einmitt miklu betri heldur en á Slate..

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:23
af icup
Glazier skrifaði:Er HP Slave með 3G innbyggt eða þyrfti maður að vera með 3G pung tengdann í gegnum USB til að komast á netið ?



Örugglega optional. Annars er eg bara að bíða og kaupi mér hp slate um leið og það kemur. Annars sniðugra að spara bara og kaupa pung. Límann við eða eithvað.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:27
af icup
Glazier skrifaði:
valdij skrifaði:Stærsti gallinn við iPadinn finnst mér að batterýs-endingin er ekki 10 tímar að horfa á myndir (m.v. það sem maður er að lesa/heyra) og það er ekkert USB tengi á henni.

Hp Slate er farið að líta mun betur út imo!

Ekki allveg að skilja þig.. battery endingin það slæma við Ipad-inn ?
Hún er einmitt miklu betri heldur en á Slate..

Hann er að segja þegar þú horfir á myndir.Eins og á öllum apple vörum (sem ég hef notað) minkar batteríending um svona 70-80% við videogláp.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:40
af hagur
iPad-inn er bara alveg týpískt Apple apparat. Lookar hrikalega vel, en er alveg steingelt þegar kemur að fídusum. "Ekkert svona, ekkert hitt". "Þetta er ekki hægt, þetta má ekki, bara það sem Apple leyfir, má" attitude í gangi.

Að það skulu ekki vera USB Port á þessu, hvað þá webcam segir allt sem segja þarf.

Að mínu mati er HP Slate bara miklu, miklu betra value.

iPad er ekkert annað en ofvaxinn iPod Touch + 3G. Sorglegt, en engu að síður alveg satt.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:43
af Glazier
hagur skrifaði:iPad er ekkert annað en ofvaxinn iPod Touch + 3G. Sorglegt, en engu að síður alveg satt.

Satt..

Mig er farið að dauðlanga í Slate :shock:

Var meira að segja að hugsa áðan hvort það væri hægt að nota Slate-inn á næsta ári þegar maður kemur í framhaldsskóla.. (en það var bara pæling) :D

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:46
af Sphinx
Glazier skrifaði:
hagur skrifaði:iPad er ekkert annað en ofvaxinn iPod Touch + 3G. Sorglegt, en engu að síður alveg satt.

Satt..

Mig er farið að dauðlanga í Slate :shock:

Var meira að segja að hugsa áðan hvort það væri hægt að nota Slate-inn á næsta ári þegar maður kemur í framhaldsskóla.. (en það var bara pæling) :D


afhverju kaupiru þér ekki bara fartölvu frekar en að vera kaupa eh ipad a 100þ

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 22:51
af Glazier
Aron123 skrifaði:
Glazier skrifaði:
hagur skrifaði:iPad er ekkert annað en ofvaxinn iPod Touch + 3G. Sorglegt, en engu að síður alveg satt.

Satt..

Mig er farið að dauðlanga í Slate :shock:

Var meira að segja að hugsa áðan hvort það væri hægt að nota Slate-inn á næsta ári þegar maður kemur í framhaldsskóla.. (en það var bara pæling) :D


afhverju kaupiru þér ekki bara fartölvu frekar en að vera kaupa eh ipad a 100þ

Afþví ég er ekki að fara að kaupa mér fartölvu né Slate á 100.000 kr.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 23:08
af Orri
iPad fær Multitasking (ásamt fleiri viðbótum) í haust með tilkomu iPhone OS 4.0 sem tilkynnt var í dag.
iPad heillar mig mjög. Flott hönnun, frábær snertiskjár og frábært stýrikerfi.
Og ef fólk er að væla undan flash-leysi þá eru allar helstu síður eins og Youtube, Hulu og ABC búin að gera HTML5 spilara eða sér App.
Svo áður einhver minnist á flash leiki þá eru þeir flestir illspilanlegir á tablets og leikirnir sem fáanlegir eru á AppStore mikið meira heillandi að mínu mati (t.d. X-Plane) :)
Einnig er iPad með aðgang að yfir 185.000 applications í AppStore, þar af 3.500 sem eru sérhönnuð fyrir iPad (og fleiri í vinnslu).
Multitouch skjárinn á iPad er, eins og á iPhone, ótrúlega vandaður og af því sem ég hef séð, betri en á Slate.
Margir spyrja sig afhverju Apple lét ekki OSX á iPad, en ástæðan er að OSX og Windows henta bara ekki svona multitouch tablets.
Batterí endingin er líka rosaleg.

Eini gallinn sem ég sé við iPad er ekkert USB tengi, en því má alltaf redda með USB Adapter, þótt það sé frekar leiðinlegt.
Og jú kannski engin myndavél, en kannski kemur eitthvað application sem nýtir iPhone cameruna sem webcam í gegnum bluetooth ? Hver veit :)

Svo býst maður fastlega við því að iPad verði jailbrake-aður eins og iPhone og iPod touch, sem gefur manni aðgang að enn fleiri applications og fídusum.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 23:15
af Glazier
Margt af þessu rétt sem þú segir en samt sem áður er Slate með 16:9 skjá á meðan Ipad er með 4:3 skjá og Slate sýnir myndir í 720p (en getur samt sem áður spilað myndir sem eru 1080p líka)

Síðan var mér sagt að það væri innbyggður kortalesari í Slate.. ekki allir sem þurfa það en ég kæmi örugglega til með að nota það slatta.

USB tengin (eins og þú segir) eru ekki á Ipad en eru á Slate (eitthvað sem ég mundi nota mikið) síðan er reyndar ekki innbyggt 3G í Slate en þá er hægt að fá sér 3G pung geri ég ráð fyrir..
Ég held að yfir heildina litið þá hefur Slate fleyri fítusa og er augljóslega með mun fleyrri tengi en Ipad en ég held samt að Ipad eigi eftir að seljast töluvert betur bara vegna þess að það er mynd af bitnu epli utan á því :)

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fim 08. Apr 2010 23:55
af Sydney
Bætti við fartölvuna mína sem er 5 ára gömul
Mynd

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 01:05
af Orri
Glazier skrifaði:Margt af þessu rétt sem þú segir en samt sem áður er Slate með 16:9 skjá á meðan Ipad er með 4:3 skjá og Slate sýnir myndir í 720p (en getur samt sem áður spilað myndir sem eru 1080p líka)

Síðan var mér sagt að það væri innbyggður kortalesari í Slate.. ekki allir sem þurfa það en ég kæmi örugglega til með að nota það slatta.

USB tengin (eins og þú segir) eru ekki á Ipad en eru á Slate (eitthvað sem ég mundi nota mikið) síðan er reyndar ekki innbyggt 3G í Slate en þá er hægt að fá sér 3G pung geri ég ráð fyrir..
Ég held að yfir heildina litið þá hefur Slate fleyri fítusa og er augljóslega með mun fleyrri tengi en Ipad en ég held samt að Ipad eigi eftir að seljast töluvert betur bara vegna þess að það er mynd af bitnu epli utan á því :)

Aðal munurinn felst samt í stýrikerfinu.
Það hefur margsannað sig að hefðbundnu Windows og MacOS stýrikerfin henta ekki í svona multitouch tablets.
Geturðu ímyndað þér að reyna að færa til toolbar-in í Photoshop með puttunum ?
Og svo er iPad ekki hugsað sem eitthvað fartölvu replacement.
iPad er græjan sem þú notar þegar síminn er ekki nógu öflugur í það sem þú ætlar að gera en fartölvan of fyrirferðamikil.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 01:37
af biturk
ogþá spyr ég....


hvað í andskotanum er það sem þú getur ekki gert á fartölvu sem þú þarft eitthvað minna, ljótara og óþjálara sem þú þarft að stýra með puttunum til að framkvæma hlutinn?

mac hefur nú ekki verið þekktur fyrir þjált og þægilegt stýrikerfi hingað til, það sem fær fólk til að velja það er að það leifir þér ekki að framkvæma nokkurn skapaðann hlut dýpra en að smella á icon svo þú getur ekki framkvæmt villur í því sem leiða til vandræða þegar vankunnáttu fólk á í hlut.

af vondum valkostum myndi ég velja slate en þessar tablet dót er ekkert nema ofmetnir digital myndarammar í mínum augum.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 01:52
af Tiger
Orri skrifaði:iPad fær Multitasking (ásamt fleiri viðbótum) í haust með tilkomu iPhone OS 4.0 sem tilkynnt var í dag.
iPad heillar mig mjög. Flott hönnun, frábær snertiskjár og frábært stýrikerfi.
Og ef fólk er að væla undan flash-leysi þá eru allar helstu síður eins og Youtube, Hulu og ABC búin að gera HTML5 spilara eða sér App.
Svo áður einhver minnist á flash leiki þá eru þeir flestir illspilanlegir á tablets og leikirnir sem fáanlegir eru á AppStore mikið meira heillandi að mínu mati (t.d. X-Plane) :)
Einnig er iPad með aðgang að yfir 185.000 applications í AppStore, þar af 3.500 sem eru sérhönnuð fyrir iPad (og fleiri í vinnslu).
Multitouch skjárinn á iPad er, eins og á iPhone, ótrúlega vandaður og af því sem ég hef séð, betri en á Slate.
Margir spyrja sig afhverju Apple lét ekki OSX á iPad, en ástæðan er að OSX og Windows henta bara ekki svona multitouch tablets.
Batterí endingin er líka rosaleg.

Eini gallinn sem ég sé við iPad er ekkert USB tengi, en því má alltaf redda með USB Adapter, þótt það sé frekar leiðinlegt.
Og jú kannski engin myndavél, en kannski kemur eitthvað application sem nýtir iPhone cameruna sem webcam í gegnum bluetooth ? Hver veit :)

Svo býst maður fastlega við því að iPad verði jailbrake-aður eins og iPhone og iPod touch, sem gefur manni aðgang að enn fleiri applications og fídusum.


^^ +1

Tæki iPad fram yfir Slate any time. En eins og í öllu skiptist fólk í fylkingar, ég á iPhone og elska hann útaf lífinu og mun ekki fá mér öðruvísi síma næstu árin en ég á líka PC og elska hana líka þannig að ég er ekki það shallow að geta keypt eða notað bara apple eða pc, ég nota það sem henntar mér og mínum þörfum og heillar mig. Og eftir að hafa átt og notað iPhone þá er iPad heillandi viðbót við tækjaflóru heimilisins. Og eins og Orri segir, þá er w7 og OSX ekki mjög heillandi í multitouch umhverfi og því er iPhone OS kjörið í þetta.

Og ef þú ert til í að fá þér 3g pung og líma við Slate, afhverju ættiru þá ekki alveg eins og geta fengið þér usb adapter í iPadinn og þá er þetta ekki galli lengur ;)

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 02:52
af BjarniTS
Finst bara hátíð ef maður sér viðræðuhæfan macnotanda.
En ég færi í hp græjuna.
Nota stundum usb.

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 08:08
af Glazier
Orri skrifaði:
Glazier skrifaði:Geturðu ímyndað þér að reyna að færa til toolbar-in í Photoshop með puttunum ?

Ég færi klárlega aldrei að nota Slate-inn í photoshop ef ég ætti svoleiðis yfir höfuð..
Slate-inn kæmi ekki í staðinn fyrir borðtölvuna heldur sem "auka" vél :)

En ég er ekki að fara að fá mér svona í bráð (aron).

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 10:36
af harabanar
Glazier skrifaði:[..] Slate sýnir myndir í 720p (en getur samt sem áður spilað myndir sem eru 1080p líka) [..]


Hvernig færð þú út að 1024x600 sé 720p? sbr. http://mashable.com/2010/04/05/hp-slate-price-specs/ (720p er 1280×720)

Annað, haldið þið virkilega að stýrikerfið á HP Slate verði bara Windows 7 eins og þið þekkið það á PC? Ef það ætti að taka mið á einhverju væri það frekar Windows Phone 7. Gott dæmi: http://www.youtube.com/watch?v=sBOFIbAddcY

Re: HP Slate vs Ipad - Umræða

Sent: Fös 09. Apr 2010 12:15
af Tiger
harabanar skrifaði:
Glazier skrifaði:[..] Slate sýnir myndir í 720p (en getur samt sem áður spilað myndir sem eru 1080p líka) [..]


Hvernig færð þú út að 1024x600 sé 720p? sbr. http://mashable.com/2010/04/05/hp-slate-price-specs/ (720p er 1280×720)

Annað, haldið þið virkilega að stýrikerfið á HP Slate verði bara Windows 7 eins og þið þekkið það á PC? Ef það ætti að taka mið á einhverju væri það frekar Windows Phone 7. Gott dæmi: http://www.youtube.com/watch?v=sBOFIbAddcY


^^
Makkarar komnir með öflugan stuðningsmann sé ég :)