Síða 1 af 1

Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fim 08. Apr 2010 02:24
af BjarniTS
Var með þessa tölvu.
Toshiba M70-144

Vantar hjálp , óska líka eftir svona vél ef einhver á bilaða.
Eða ef svo ólíklega vill til að einhver eigi inverter í svona vél.

Mynd

Ákvað að skipta út skjánum í staðinn fyrir annan skjá sem að ég átti undir rúmi , var svosem ekki viss hvort að allt myndi ganga en ég sló til.

Í miðjum hamaganginum þá gleymdi ég hvor inverterinn var fyrir hvorn skjáinn
Mynd

Það vill ekki betur til en svo að skjárinn varð allur bláleytur eftir að ég skipti skjáunum út ,það vildi ég ekki svo ég skipti til baka aftur ,(Semsagt setti gamla skjáinn minn í aftur)


En núna , vill ekki betur til en svo að þegar að ég kveyki á vélinni , þá gerist bara akkurat ekkert á skjánum , vélin ræsir eðlilega og fallega , en skjárinn er ekki að gera neitt.

Mynd

Ætli ég hafi ekki bara sprengt inverterinn með að hafa vitlausan inverter/skjá í á meðan að ég var að prufa þetta ?

Endilega komið með góð svör , ábendingar , eða vangaveltur , ég ætla að panta inverter á morgun , en ef að einhver á svona vél (Toshiba M70) bilaða , þá væri ég glaður til í

að fá að ræða við viðkomandi.

Með minni bestu kveðju ,

Bjarni

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fim 08. Apr 2010 13:19
af BjarniTS
anyone?

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fim 08. Apr 2010 19:24
af BjarniTS
Ekki allir í einu.

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fim 08. Apr 2010 21:10
af rapport
Ég mundi halda það...

Lent í sviðuðum vandræðum, það er engin leið að finna invertera hérna á klakanum...

Próafðu að tengja tölvuna í annan skjá og sjá hvort skjákortið sé ónýtt...

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fim 08. Apr 2010 21:25
af BjarniTS
rapport skrifaði:Ég mundi halda það...

Lent í sviðuðum vandræðum, það er engin leið að finna invertera hérna á klakanum...

Próafðu að tengja tölvuna í annan skjá og sjá hvort skjákortið sé ónýtt...

Virkar frábærlega í vga sko bara allt í góðu þar.
Vélin er líka nýkremuð á öllum kæliunitum og með brand spanking new viftu.
Þetta skjávesen er bara að hrjá hana.

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Fös 09. Apr 2010 17:18
af BjarniTS
Mynd

Þessi mynd hérna , Hún segir okkur að Inverter sé í lagi ?
Eða hvað ?
Skjárinn sé ónýtur ?

Snúran ?

Vélin sýnir óaðfinnanlega mynd í VGA og skjákortið virðist virka vel og slær hvergi failpúst , ekki einusinni í leikjum .(þ.e.a.s ef að vélin er tengd við skjá)

Af þessari mynd af dæma , hvað þykir ykkur líklegast að sé bilað ?

Re: Toshiba M70 skjábilun-Hjálp!!Óska eftir skjá/inverter líka.

Sent: Mið 14. Apr 2010 19:51
af rapport
Ég get ekki alveg rökstutt það... en ég mundi halda skjárinn...