Þarna er mynd af vélinni.
Það sem er mest undarlegt við þessa vél er það að ég fékk hana í hendur og hún gaf mér bara kremaðan skjá þegar að ég startaði henni.
Gerði svo ekkert , harði diskurinn er í lagi , en tölvan vildi ekkert halda áfram eða gefa mér neinn texta eða neitt startup að nokkru leyti.
Svo var ég með hana og fór aðeins að þrýsta á hana á þá staði þar sem að merktir eru með hvítu á þessa mynd þarna uppi.
Viti menn , hún fór að starta og ég sá HDD ljósið blikka og mér tókst að setja upp stýrikerfi á henni án teljandi vandræða.
Fékk þó reglulega þessi skilaboð í startup við og við.
Kóði: Velja allt
Intel UNDI, PXE-2.0 (build 082)
Copyright (c) 1997-2000 Intel Corporation
For realtek RTL8110s/8169s gigabit ethernet controller v1.01(030820)
PXE-E61 : Media test failure, check cable
PXE-M0F : Exiting PXE ROM.
Hvað þýða þessi skilaboð ?
Mynd af vélinni að neðan :
Hvítu punktarnir eru merktir þar sem að hægt var að þrýsta á að ofanverðu til að fá tölvuna til að haldast í vinnslu.
Morgun fer ég í það að taka hana í sundur.
Haldi þið að þetta sé sambandsleysi og hvað haldi þið að sé farið þarna ?
Gæti verið hægt að laga þetta eða myndu þið giska á að móðurborðið í vélinni væri ónýtt ?
Endilega færið rök fyrir því sem þið segið og ég þygg allar ráðleggingar.
Veit að í þessari vél er 1.8 ghz örri , AMD eitthvað ég man ekki alveg hvað hann heitir.
Hún er með 512 mb minni , ég er ekki ennþá búinn að finna akkurat þessa vél neinstaðar en ef að þið eigið einhverjar upplýsingar um þessar vélar frá BT
eða hvar sem er þá væri það frábært.
MBK
Bjarni
Svo fann ég mann með svipað vandamál , en gat nú verið að þetta væri á einhverju tungumáli sem ég skil ekki :
http://forum.hardware.fr/hfr/Hardware/H ... _1.htm#bas