Síða 1 af 1
Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 21. Jan 2010 17:11
af mrpacman
Sælir(ar?)
Ég er að nema nám í Háskólanum í Reykjavík (tölvunarfræði) og mig vantar nýja tölvu. Ég er ekkert rosalega sleipur í hardware lingo-i þannig að ég ákvað bara að spyrja ykkur um þetta. Eins og kannski einhver giskar á, þá ég ekkert rosalega mikið af peningum en ég er samt til í að eyða aðeins meiri pening í tölvuna en að vera með hæga/léglega tölvu.
Það sem ég legg mest uppúr tölvunni minni (í röð) er hraði og lág bilanatíðni.
ps. Ég er búinn að vera að skoða Makka og runna svo Windows XP/7 í virtual vél fyrir C#, SQL og eitthvað fleiri. Einhver sem notar Makka og þarf að stunda Windows forritun?
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 15:06
af benson
Ég er í svipuðum hugleiðingum og þú. Tölvunarfræði í HR næsta haust og mig vantar nýja laptop sem er hröð og ég gef mér það að bilanatíðni sé lág ef ég kaupi eitthvað annað en Acer. Hversu stóran skjá þarftu? 13", 15", stærra?
Ég var frekar heitur fyrir
Dell Studio XPS 13 en hún á víst að hitna óhóflega mikið og er frekar dýr. Apple eru líka dýrar miðað við specs (13" macbook pro á 240-300þús).
Það eiga örugglega einhverjrir hérna eftir að mæta með IBM/Lenovo og ég hef líka heyrt góða hluti um Asus. Ég kíkti í Nýherja um daginn og það var ekkert spennandi þar. Eina sem sölumaðurinn gat mælt með var
Lenovo Thinkpad Edge sem kemur víst ekki fyrr en í haust. Ef þú ætlar að tékka á Asus þá held ég að sé best að finna tölvu sem hentar þér á netinu og tala svo við Tölvutækni og ath hvað þeir geta fengið hana á.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 15:42
af Gunnar
ef peningar eru vandamálið þá færðu þér ekki makka.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 16:03
af SteiniP
Þú vilt leggja áherslu á öflugan örgjörva og nóg af vinnsluminni. Ef þú ert ekkert í leikjum eða grafískri vinnslu þá skiptir skjástýringin litlu máli.
Ég sé ekki pointið í að eyða tugum þúsunda aukalega fyrir apple merkið ef þú ert að fara að nota hana í windows forritun.
Það væri gott að vita svona sirka budget hjá þér svo maður geti ráðlagt þér eitthvað.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 16:04
af Victordp
benson skrifaði:Ég er í svipuðum hugleiðingum og þú. Tölvunarfræði í HR næsta haust og mig vantar nýja laptop sem er hröð og ég gef mér það að bilanatíðni sé lág ef ég kaupi eitthvað annað en Acer. Hversu stóran skjá þarftu? 13", 15", stærra?
Ég var frekar heitur fyrir
Dell Studio XPS 13 en hún á víst að hitna óhóflega mikið og er frekar dýr. Apple eru líka dýrar miðað við specs (13" macbook pro á 240-300þús).
Það eiga örugglega einhverjrir hérna eftir að mæta með IBM/Lenovo og ég hef líka heyrt góða hluti um Asus. Ég kíkti í Nýherja um daginn og það var ekkert spennandi þar. Eina sem sölumaðurinn gat mælt með var
Lenovo Thinkpad Edge sem kemur víst ekki fyrr en í haust. Ef þú ætlar að tékka á Asus þá held ég að sé best að finna tölvu sem hentar þér á netinu og tala svo við Tölvutækni og ath hvað þeir geta fengið hana á.
Á nú asus tölvu, búinn að fara núna 3 í viðgerð og er á leiðinni í sína 4 það er verið að panta stykkið til að tengja hleðslutækið í (typpið) og þekki 5 aðra sem hafa þurft að laga það :/
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 17:20
af mrpacman
Er búinn að vera að pæla svolítið í
Lenovo T60. Ég á kannski ekki mikin pening en ég
þarf góða fartölvu fyrir námið þannig að ég myndi redda því einhvernveginn. T60 virðist vera lítil og öflug tölva sem hentar mér einmitt mjög vel.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 17:30
af gardar
Þarft enga dúndur vél til að stunda forritun, ekki nema þú sért að compila mörghundruð þúsund línur af kóða...
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 17:48
af mrpacman
gardar skrifaði:Þarft enga dúndur vél til að stunda forritun, ekki nema þú sért að compila mörghundruð þúsund línur af kóða...
Án þess að vita mjög mikið um hardware þá myndi ég halda að það væri talsvert betra.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Sun 24. Jan 2010 17:50
af gardar
Það er alltaf skemmtilegra að vera á mega kraftmikilli vél, en gæti líka verið alger óþarfi... En þetta er þinn peningur, mátt eyða honum í það sem þú villt
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 28. Jan 2010 09:04
af Halli25
Það er eitt sem þú þarft að hugsa um líka sérstaklega þar sem þú ert að fara í forritun. <|> takinn... passaðu að kaupa ekki vél sem er með US layout og ef hún er það þá þarftu að blæða fyrir lyklaborði á hana sem er alveg 10K aukalega.
Ég veit að Toshiba vélarnar hjá Att og TL eru með dönsku layouti og skemmir ekki þjónustan við Toshiba er verulega góð svo ef þú lendir í mánudagseintaki þá færðu pottþétt góða þjónustu!
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 28. Jan 2010 10:01
af ElbaRado
Það er yfirleitt "char()" skipun sem getur búið til þessa takka í forritum. En samt mjög böggandi að þurfa að skrifa hana inn
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 28. Jan 2010 10:06
af Cascade
mrpacman skrifaði:gardar skrifaði:Þarft enga dúndur vél til að stunda forritun, ekki nema þú sért að compila mörghundruð þúsund línur af kóða...
Án þess að vita mjög mikið um hardware þá myndi ég halda að það væri talsvert betra.
Í venjulegri forritun græðiru ekkert á öflugri vél
Einu skiptin sem þú græðir e-ð á öflugri vél er í leikjum og þungum forritum
Ef þú ert að fara skrifa c/java/php/python gætiru alveg eins gert það á pentium 4 vél
Annars eru thinkpad vélarnar snilld, ég keypti mér notaða T61 í sumar og hún er bara góð. Hún er með Íslensku lyklaborði, ekkert danskt layout með límmiðum takk fyrir
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 28. Jan 2010 10:12
af Daz
gardar skrifaði:Þarft enga dúndur vél til að stunda forritun, ekki nema þú sért að compila mörghundruð þúsund línur af kóða...
Hefurðu einhverntíman opnað eitthvað forritunarumhverfi t.d. skrifað í Java? (Ég er að veifa þér Eclipse). Svo gæti mann langað að keyra local instance af application server eða database svona svo dæmi sé tekið.
Annars myndi ég mæla með SSD disk í allar fartölvur (nema kannski ef maður er að keyra local instance af database...) , ég átti T60 (sem er nú ekki beint lítil, ekki 15" útgáfan) en er búinn að skipta núna yfir í vél með SSD. Ég trúi varla enþá hraða muninum í ræsingu, bæði stýrikerfis og forrita.
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Fim 28. Jan 2010 17:41
af gardar
Daz skrifaði:gardar skrifaði:Þarft enga dúndur vél til að stunda forritun, ekki nema þú sért að compila mörghundruð þúsund línur af kóða...
Hefurðu einhverntíman opnað eitthvað forritunarumhverfi t.d. skrifað í Java? (Ég er að veifa þér Eclipse). Svo gæti mann langað að keyra local instance af application server eða database svona svo dæmi sé tekið.
Annars myndi ég mæla með SSD disk í allar fartölvur (nema kannski ef maður er að keyra local instance af database...) , ég átti T60 (sem er nú ekki beint lítil, ekki 15" útgáfan) en er búinn að skipta núna yfir í vél með SSD. Ég trúi varla enþá hraða muninum í ræsingu, bæði stýrikerfis og forrita.
neibb
vim dugar mér
Re: Ný fartölva fyrir forritara/poweruser
Sent: Mán 08. Feb 2010 21:57
af benson
Ég held að þessi sé málið þó hún komi ekki alveg strax:
http://zedomax.com/blog/2010/01/08/asus-ul30jt-hands-on-review-ces-2010/Intel Core i7 640UM/62UM processor with Turbo Boost Technology
Intel G545 chipset
4GB DDR3 1066mhz
13.3" 16:9 (1366x768 upplausn)
Nvidia GeFOrce 310M (1 GDDR3 VRAM) & Intel GMA HD
8cell battery með 12klst endingu (sem er örugglega ekki rétt)
1,7kg
Hægt að skipta á milli skjákorta í henni til að spara rafmagn.