Síða 1 af 1

Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 18:53
af TwiiztedAcer
Start er með einhverjar fartölvur á 3ja ára ábyrgð
eru einhverjar fleiri búðir að bjóða uppá svona?

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 18:59
af KermitTheFrog
Allar fartölvur EJS eru með 3ja ára ábyrgð.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 19:23
af AntiTrust
EJS, Nýherji og OK allavega.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 20:40
af Cascade
Eru það ekki bara dýru "business" tölvurnar sem eru með 3 ára ábyrgð?

Það eru t.d. bara thinkpad vélarnar hjá Nýherja sem hafa 3 ára ábyrgð, þessar ódýru þar hafa 2 ára ábyrgð, ég var það fyrir nokkrum dögum og spurði út í það

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 20:45
af Orri
Þú getur keypt 3ja ára viðbótartryggingu í ELKO.
Fyrir forvitna : LINKUR

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 20:58
af mercury
er þetta ekki bara einhver viss merki sem bjóða uppá 3 ára ábyrð ?? eins og t.d. með bíla. flestir framleiðendur bjóða uppá 3 ára ábyrgð, en kia td eru komnir upp í 5 ára ábyrgð. sennilega það sama með tölvuframleiðendur.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Lau 29. Ágú 2009 22:55
af AngryMachine
mercury skrifaði:er þetta ekki bara einhver viss merki sem bjóða uppá 3 ára ábyrð ?? eins og t.d. með bíla. flestir framleiðendur bjóða uppá 3 ára ábyrgð, en kia td eru komnir upp í 5 ára ábyrgð. sennilega það sama með tölvuframleiðendur.


Þetta er flóknara en svo. Tveggja ára ábyrgð er lögbundið lágmark hér á landi. Íslenskir endursöluaðilar sem sem bjóða meira en 2. ára ábyrgð geta gert það af því að þeir fá þessa sömu ábyrgð frá þeim sem að þeir kaupa tölvuna af, eða ég trúi ekki öðru. Misjafnt er hvaða ábyrgð erlendir birgjar gefa endursöluaðilum, enda er það samningsatriði, getur líka verið mismunandi eftir því hvort að endursöluaðilinn sé með umboðið eða ekki.

Og svona meira on topic: Acer fartölvur. Eini endursöluaðilinn hér á landi sem gefur 3. ára ábyrgð á þeim er Svar, enda skilst mér að þeir séu official umboð fyrir Acer hér á landi. Aðrir geta ekki gefið sömu ábyrgð, enda fá þeir ekki eins díl frá Acer og Svar.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Sun 30. Ágú 2009 00:29
af lukaszexx
Mynd


Svar tækni ehf. hefur verið viðurkenndur sölu og þjónustuaðili Acer á Íslandi frá árinu 2003. Einnig veitir Svar tækni ehf. og viðurkenndir endursöluaðilar þess einir 3ja ára ábyrgð á Acer far- og borðtölvum. Svar tækni rekur eitt fyrirtækja á Íslandi viðurkennd þjónustuverkstæði vottað af Acer með sérþjálfuðum tæknimönnum.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Mán 23. Nóv 2009 09:11
af BjarniTS
Orri skrifaði:Þú getur keypt 3ja ára viðbótartryggingu í ELKO.
Fyrir forvitna : LINKUR


Veit ekki um neinn einasta mann sem er sáttur við Elko eftir að hafa þurft að leita til þeirra vegna ábyrgðar.
Gleymi því aldrei þegar að þeir týndu heimilistölvunni , og létu okkur borga fyrir að fá nýja tölvu.
Hálvitar.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Mán 23. Nóv 2009 09:16
af vesley
ef ég man rétt þá geturu líka keypt lengri ábyrgð hjá tölvutek.

Re: Hvaða búðir bjóða uppá 3ja ára ábyrgð á fartölvum?

Sent: Mán 23. Nóv 2009 09:33
af lukkuláki
Allar tölvur er með LÁGMARK 3 ára ábyrgð hjá EJS
Sumar tölvur bæði fartölvur og borðtölvur eru með 5 ára ábyrgð.