Síða 1 af 1

Fartölvukaup..

Sent: Þri 25. Ágú 2009 20:55
af aronbjorn
Ég ætla að kaupa mér fartölvu fyrir skólann og var að velta fyrir mér hvernig tölvu væri best að fá sér...
Tölvan þarf helst að vera tiltölulega létt. þarf að ráða við FM 09 og þessa hefbundnu vinnslu í menntaskóla.
Budget má ekki fara yfir 150þús helst milli 110-130þús

Var að velta 13" tölvu fyrir mér en spurningin er hversu góðar þær eru fyrir þennan pening og hvort það borgi sig ekki bara að fá sér aðeins betri 15" sem er þó aðeins þyngri og stærri
Hef heyrt að acer sé ekki góðar svo þær eru útúr myndinni og AMD örgjörvar séu einnig slæmir svo þeir eru líka útúr myndinni

Sá þessar hvernig eru þær og kaupin í þeim?
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1756

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1755

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1324

Takk fyrirfram

Re: Fartölvukaup..

Sent: Þri 25. Ágú 2009 23:25
af stefan251
ég væri ekki að kaupa tölvu frá elko

Re: Fartölvukaup..

Sent: Þri 25. Ágú 2009 23:32
af svanur
Nú kem ég alveg af fjöllum... en hvað er að AMD örgjörvum. Er Intel Core málið ?

Re: Fartölvukaup..

Sent: Mið 26. Ágú 2009 00:23
af JohnnyX
hitna AMD örgjörvar ekki meira ? Minnir að það hafi verið e-ð þannig

Re: Fartölvukaup..

Sent: Mið 26. Ágú 2009 10:23
af AntiTrust
Um að gera að skoða e-ð af þessum tugum þráða um sömu efni sem hafa verið að dælast inn síðustu daga og vikur.

AMD í fartölvum hafa yfirleitt verið að skila meiri hita og lélegri rafhlöðuendingu vs. Intel. Mikill hiti þýðir líka oftast styttri líftími á íhlutum.