Síða 1 af 1

Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Mið 12. Ágú 2009 18:56
af GTi
Nú eru skólarnir að fara að byrja og skólafartölvutilboðin farin að sjást auglýst. Ég fékk hérna í hús bækling frá Opnum Kerfum en hef séð EJS auglýsa grimmt á Facebook. Ég var reyndar að vonast til að sjá einhver tilboð frá Nýherja en mér finnst það ólíklegt úr þessu.

Þar sem að mig vantar tölvu og ég hef aðeins verið að skoða tilboðin frá EJS og Opnum Kerfum, þær tvær sem mér líst best á.

Dell tölvan frá EJS:

Intel Core 2 Duo P8600 örgjörvi
2.40GHz, 1066MHz FSB, 3MB L2 Cache
4GB 800MHz DDR2 minni (2x2048)
15.6" Widescreen WXGA (1366 x 768) TrueLife skjár
Innbyggð 1.3 Mega Pixel vefmyndavél
Intel GMA 4500MHD skjástýring
320GB 5.400rpm Serial ATA harður diskur
8x DVD+/-RW geisladrif ásamt hugbúnaði
Innbyggt 10/100 netkort
Dell 1510 (802.b/g/n) þráðlaust netkort
Dell innbyggt Bluetooth 365
Intel High Definition Audio 2.0 - hljóðkort
Innbyggður hátalari
Lyklaborð QWERTY með álímdum Íslenskum táknum
TouchPad snertimús
3x USB 2.0, VGA, RJ45, ExpressCard tengirauf
7-1 minniskortalesari
Tengi fyrir heyrnartól & hljóðnema
6-cell Lithium-Ion rafhlaða (46 WHr)
65W AC spennugjafi/hleðslutæki
Microsoft Works 9.0 (ritvinnsla, gagnagrunnur)
Dell Support Center 2.0, Dell Video Chat
Windows Vista Home Premium
Inspiron 1545 Resource DVD
Þyngd frá 2.64kg
Mál: 373.5mm x 25.9mm x 244mm (b x h x d)
Black með mattri áferð
3ja ára ábyrgð á verkstæði EJS / 1 ár á rafhlöðu

189.900
___________________________________________

HP tölvan frá Opnum Kerfum:

HP Pavilion dv6, Moonlight Hvít.
15,6" High Definition Brightview breiðtjaldsskjár, 1366x768 px.
AMD Turion X2 RM-77 2,7 GHz. örgjörvi.
4GB DDR2 vinnsluminni, mest 8GB
500 GB SATA harður diskur
ATI Radeon HD 4650 skjákort með 1GB minni.
Allt að 3,5 klst. rafhlöðuending (6 cell)
Þráðlaust netkort a/b/g/n, Blutooth og HDMI
Lightschribe DVD skrifari, 5 í 1 minniskortalesari, vefmyndavél og fjarstýring.
2.9 kg
Microsoft Vista Home Premium
3 ára HP ábyrgð.

189.900


Hvað finnst ykkur? Er eitthver ákveðinn vélbúnaður í þessum tölvum sem er ekki góður? Skjákortið? Örgjörvinn? Vinnsluminnin? Látið í ykkur heyra.

Takk.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Mið 12. Ágú 2009 18:58
af Sydney
HP, með betri skjákort og dell er líka drasl.

Lenovo er náttúrulega best.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Mið 12. Ágú 2009 19:04
af GTi
Sydney skrifaði:Lenovo er náttúrulega best.

Tölvan sem ég ætlaði að kaupa hjá Nýherja er uppseld. Því miður. :(

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 01:24
af gardar
HP er með AMD :cry:

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 02:22
af MrHafberg
del tölvan er betri, örrin er finn og gott vinnslu minni, svo er dell ekkert drasl, dell eru mep xps tölvurnar og svo nátturulega eru þeir líka með ALIENWARE sem ætti að vera draumur allra tölvunörda :)

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 02:48
af himminn
MrHafberg skrifaði:del tölvan er betri, örrin er finn og gott vinnslu minni, svo er dell ekkert drasl, dell eru mep xps tölvurnar og svo nátturulega eru þeir líka með ALIENWARE sem ætti að vera draumur allra tölvunörda :)


HP tölvan er með 4 gig af vinnsluminni og hægt er að bæta við örðum 4 á meðan dell er með 2, auk þess sem hún er með miklu betra skjákort. AMD örrinn er 2.7 ghz en intel 2.4 ghz.
HP tölvan borðar dell tölvuna í morgunmat.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 08:57
af Daz
himminn skrifaði:
MrHafberg skrifaði:del tölvan er betri, örrin er finn og gott vinnslu minni, svo er dell ekkert drasl, dell eru mep xps tölvurnar og svo nátturulega eru þeir líka með ALIENWARE sem ætti að vera draumur allra tölvunörda :)


HP tölvan er með 4 gig af vinnsluminni og hægt er að bæta við örðum 4 á meðan dell er með 2, auk þess sem hún er með miklu betra skjákort. AMD örgjörvinn er 2.7 ghz en intel 2.4 ghz.
HP tölvan borðar dell tölvuna í morgunmat.


Það eru ca 7 ár síðan það var hægt að bera saman AMD og Intel út frá GHZ eingöngu (Duron vs. P3 anybody). Það eru reyndar líka nokkur ár síðan þú hættir að geta borið saman örgjörva innan sama framleiðanda útfrá GHZ eingöngu.

Það sem þú hefðir átt að undirstrika sem muninn er :
HP - ATI Radeon HD 4650 skjákort með 1GB minni.
Dell - Intel GMA 4500MHD skjástýring.

Ef notandinn hefur einhvern áhuga á leikjaspilun ætti Dell vélin ekki einusinni að koma til greina. Ef notandinn hefur engann áhuga á leikjaspilun, þá ætti hann að finna sér ca 100 þús. kr ódýrari fartölvu. Eða bara gera það samt og eyða þessum 100 þúsund kalli í að gera vel leikjahæfa borðtölvu.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 09:35
af KermitTheFrog
Sydney skrifaði:HP, með betri skjákort og dell er líka drasl.

Lenovo er náttúrulega best.


Ekki segja svona. Dell eru góðar tölvur, þú bara borgar aðeins meira fyrir þær.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 09:36
af JohnnyX
KermitTheFrog skrifaði:
Sydney skrifaði:HP, með betri skjákort og dell er líka drasl.

Lenovo er náttúrulega best.


Ekki segja svona. Dell eru góðar tölvur, þú bara borgar aðeins meira fyrir þær.


Maður er að borga ekkert smá mikið fyrir þær. EJS setur alltof háa álagningu að mínu mati..

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 09:57
af MezzUp
Vá hvað ég meika einfaldlega ekki þetta glans coting sem þeir troða á nánast alla fartölvuskjái í dag, óþolandi drasl...

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 10:12
af JohnnyX
MezzUp skrifaði:Vá hvað ég meika einfaldlega ekki þetta glans coting sem þeir troða á nánast alla fartölvuskjái í dag, óþolandi drasl...


hvað er það? Endurspeglanleg húð á skjánum ?

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 10:47
af ManiO
Hef enga nýlega reynslu af HP þannig að ég mun ekki tjá mig um hana, en hef reynslu af Dell og IBM/Lenovo og ég get ekki mælt með þeim með góðri samvisku.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 11:31
af Glazier
ég er með dell tölvu og ætla ekki að mæla með dell (tölvan er eins árs og batteríið endist ekki 2 mín.)

annars er ég að fara að kaupa mér HP tölvu ;)

en eins og margir segja og ég ætla að segja líka þá er Dell ofmetið drasl.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 11:39
af Cascade
ManiO skrifaði:Hef enga nýlega reynslu af HP þannig að ég mun ekki tjá mig um hana, en hef reynslu af Dell og IBM/Lenovo og ég get ekki mælt með þeim með góðri samvisku.


Ég hef mikið notað T60/T61 og finnst þær frábærar, hvað finnst þér að þeim?

Ég keyri ubuntu á þeim og það er bara frábært

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 12:00
af dori
Ég hef átt eina HP vél (nx6125) og pabbi minn átti aðra svipaða (nx6110). Móðurborðið dó í þeim báðum, en samt fínar vélar og entust alveg í slatta tíma. Bróðir minn á svo ThinkPad z61t tölvu sem er alveg að verða 3ja ára og hún hefur enst alveg gríðarlega vel (hann var að kaupa sér nýtt batterí um daginn en það er skiljanlegt að batterí deyi á 3 árum).
Ég hef aldrei átt Dell vél en hef alveg heyrt bæði góða og slæma hluti af þeim. Þetta er síðan allt sami skíturinn, farðu bara og skoðaðu tölvurnar svolítið vel og prufaðu þær aðeins og finndu hvora þú fílar betur.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 12:12
af MezzUp
JohnnyX skrifaði:
MezzUp skrifaði:Vá hvað ég meika einfaldlega ekki þetta glans coting sem þeir troða á nánast alla fartölvuskjái í dag, óþolandi drasl...


hvað er það? Endurspeglanleg húð á skjánum ?

Heitir ýmsum nöfnum hjá framleiðendum, TrueLife, BrightView, CrystalBright, o.s.frv. Þetta er svona glans slikja sem þeir setja yfir skjáinn, að ég held til þess að gera liti meira "vibrant", gera svartan dekkri o.þ.h. Veldur því hinsvegar að það endurspeglast mun meira á skjáinn, sem mér þykir alveg óþolandi.

Finnur varla mattan skjá á fartölvu nema í buisness línunum, sem eru margar hverjar fokdýrar...

Ef einhver rekst á 12-14" fartölvu með möttum skjá og 4+ klst. batterý á viðráðanlegu verði þá má endilega benda mér á hana :)

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 12:47
af ManiO
Cascade skrifaði:Ég hef mikið notað T60/T61 og finnst þær frábærar, hvað finnst þér að þeim?

Ég keyri ubuntu á þeim og það er bara frábært


Þekki vel til tveggja eigenda litlu vélanna, man ekki hvaða týpuheitið (ekki með geisladrifi). Báðar biluðu innan árs, harði diskurinn hrundi í báðum við eðlilega notkun, þráðlausa kortið í annarri er núna handónýtt og hin er ónothæf.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 13:34
af dori
Þær heita X. Ég hef heyrt af fólki sem er óánægt með þær. Ég veit ekki hvort ég fengi mér þannig sjálfur. Stærri vélarnar, T/TS/Z og eitthvað, eru fínar.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 13:44
af Victordp
Dell er fínt en EJS overprice-ar þetta svo déskotans mikið.
en HP eru alveg fínustu tölvur, frændi minn á 5-4 ára gamla HP enn í toppstandi

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 13:45
af mossberg
EJS eru okrarar. Það er hægt að gera góð kaup í DELL í flestum löndum nema á Íslandi. USA, Singapore, Danmörku ect.
Þetta með EJS. Ef þú ert starfsmaður í Háskólanum færðu 25% afslátt. Ef þú ert að versla inn fyrir Háksólann þá færðu 50%. Þetta afslátta kjaftæði er búið, versliði einhverstaðar annarstaðar ef þið getið. ... Mér hefur sýnst að síðustu ár hefur Toshiba verið á nokkuð góðum prís á Íslandi. Ég á reyndar DELL fartölvu sem ég er mjög ánægður með, en ég keypti hana ekki af EJS.

Re: Skólatilboð á fartölvum. (Könnun)

Sent: Fim 13. Ágú 2009 16:30
af GrimurD
Ég er með 2 ára gamla HP tölvu (dv6299ea) sem er búin að reynast mér alveg rosalega vel, aldrei nein vandræði með hana. Hef misst hana nokkrum sinnum í gólfið án þess að það sæist á henni osfv, mjög fín vél. Mæli hiklaust með HP.