Síða 1 af 1
Shopusa
Sent: Sun 09. Ágú 2009 02:15
af Gerbill
Kvöldið, er að spá í að kaupa mér fartölvu fyrir skólann svo ég er að skoða alla möguleika.
Allaveganna, fór á bestbuy.com og fann þar ágætis ferðatölvu (Inspiron 15, ef e-r hefur reynslu af þeim do share) en allaveganna, ég stimplaði dollaraverðinu (499) inná Shopusa.is og reiknirinn reiknaði út 102þús, er þetta með öllum gjöldum? sendingarkostnaði og alles?
Re: Shopusa
Sent: Sun 09. Ágú 2009 02:31
af Gúrú
Gerbill skrifaði:(499) inná Shopusa.is og reiknirinn reiknaði út 102þús, er þetta með öllum gjöldum? sendingarkostnaði og alles?
Alla leið í bílinn þinn sko.
Re: Shopusa
Sent: Sun 09. Ágú 2009 12:49
af gunnicruiser
Þú getur líka talað við shop USA því að þeir eru stundum með umfram fartölvur sem þeir selja sjálfir á kostnaððarverði. Ég keypti hjá þeim Dell Inspiron 15 á 80þús glæný og ónotuð. Talaðu við þá.
Re: Shopusa
Sent: Þri 11. Ágú 2009 23:55
af Gerbill
gunnicruiser skrifaði:Þú getur líka talað við shop USA því að þeir eru stundum með umfram fartölvur sem þeir selja sjálfir á kostnaððarverði. Ég keypti hjá þeim Dell Inspiron 15 á 80þús glæný og ónotuð. Talaðu við þá.
Sendirðu þeim þá bara mail og spurðir hvort þeir ættu eitthvað umfram?
Annars þá eru 2 pælingar en hjá mér.
Ég pantaði mér frá USA um daginn (fæðubótarefni) og fíflin skelltu toll á sendingarkostnaðinn líka svo ég fór að spá, ef ég stimpla bara inná shopusa.is gjaldið á vörunni, gæti eitthvað bæst við útaf sendingarkostnaði (fyrir utan kostnaðurinn að láta senda tölvuna í útibúið þeirra)
Hitt, munar miklu að nota shopusa frekar en að láta bara senda beint heim í gegnum engan milliaðila?
Re: Shopusa
Sent: Mið 12. Ágú 2009 00:49
af dori
Gerbill skrifaði:Ég pantaði mér frá USA um daginn (fæðubótarefni) og fíflin skelltu toll á sendingarkostnaðinn líka svo ég fór að spá, ef ég stimpla bara inná shopusa.is gjaldið á vörunni, gæti eitthvað bæst við útaf sendingarkostnaði (fyrir utan kostnaðurinn að láta senda tölvuna í útibúið þeirra)
Tollur er tekinn af vörunni með sendingarkostnaði, ekki bara verðinu á vörunni. Ég held að vsk sé reiknað eftir tollinn (ég hef bara pantað tölvuhluti svo ég er ekki alveg 100%) og þá detta 24.5% ofaná alla upphæðina (eða hvaða vsk flokkur sem þetta er).
Re: Shopusa
Sent: Mið 12. Ágú 2009 01:07
af Gerbill
dori skrifaði:Gerbill skrifaði:Ég pantaði mér frá USA um daginn (fæðubótarefni) og fíflin skelltu toll á sendingarkostnaðinn líka svo ég fór að spá, ef ég stimpla bara inná shopusa.is gjaldið á vörunni, gæti eitthvað bæst við útaf sendingarkostnaði (fyrir utan kostnaðurinn að láta senda tölvuna í útibúið þeirra)
Tollur er tekinn af vörunni með sendingarkostnaði, ekki bara verðinu á vörunni. Ég held að vsk sé reiknað eftir tollinn (ég hef bara pantað tölvuhluti svo ég er ekki alveg 100%) og þá detta 24.5% ofaná alla upphæðina (eða hvaða vsk flokkur sem þetta er).
Er það bara ég eða er það pínu fáranlegt að þeir láta toll oná sendingarkostnaðinn líka en ekki bara verðið á vörunni?
Re: Shopusa
Sent: Mið 12. Ágú 2009 19:17
af halldorjonz
Það er fáranlegt já, en það eru bara íslensk lög kallinn minn.
Re: Shopusa
Sent: Mið 12. Ágú 2009 19:19
af Vectro
Gerbill skrifaði:dori skrifaði:Gerbill skrifaði:Ég pantaði mér frá USA um daginn (fæðubótarefni) og fíflin skelltu toll á sendingarkostnaðinn líka svo ég fór að spá, ef ég stimpla bara inná shopusa.is gjaldið á vörunni, gæti eitthvað bæst við útaf sendingarkostnaði (fyrir utan kostnaðurinn að láta senda tölvuna í útibúið þeirra)
Tollur er tekinn af vörunni með sendingarkostnaði, ekki bara verðinu á vörunni. Ég held að vsk sé reiknað eftir tollinn (ég hef bara pantað tölvuhluti svo ég er ekki alveg 100%) og þá detta 24.5% ofaná alla upphæðina (eða hvaða vsk flokkur sem þetta er).
Er það bara ég eða er það pínu fáranlegt að þeir láta toll oná sendingarkostnaðinn líka en ekki bara verðið á vörunni?
Flutningur á vöru til landsins er virðisaukandi þjónusta, og þar af leiðir þarf að borga vsk af flutning já.
Re: Shopusa
Sent: Mið 12. Ágú 2009 23:50
af hsm
halldorjonz skrifaði:Það er fáranlegt já, en það eru bara íslensk lög kallinn minn.
Já en í Íslenskum lögum er bannað að setja virðisauka ofaná virðisauka
Þú kaupir vöru á 1000 kr úti
og borgar ShopUSA 1000 kr fyrir flutninginn og inní því verði er virðisauki sem ShopUSA þarf að standa skil á.
En samt borgar þú virðisauka af öllu flutningsgjaldinu sem inniheldur virðisauka sem er bannað samkvæmt lögum
Ég hef nefnt þetta nokkrum sinnum við þá í tollinum og fæ alltaf þetta frábæra svar "já svona er þetta bara"
Þú borgar virðisauka af 2000 kr en átt í raun og veru aðeins að borga af sirka 1800 kr