Síða 1 af 1

Hjálp með val milli tveggjra fartölvna.

Sent: Þri 07. Júl 2009 16:44
af Sydney
http://kisildalur.is/?p=2&id=1059
vs
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1421

Sú fyrri er með 45nm C2D en sú seinni með 65nm, sú fyrri er með HD3650 en sú seinni með HD3470 og sú fyrri lítur einnig svalari út :P

EN

Sú seinni er með 17" skjá og þar af leiðandi mun þægilegri lyklaborð.

Er 17" skjár virkilega betri en 15,4 eða er mun meira vit í að taka betri speccana?

Re: Hjálp með val milli tveggjra fartölvna.

Sent: Þri 07. Júl 2009 16:49
af einarhr
Persónulega tæki ég 15,4" vélina, maður verður fljótt þreyttur á 17" hlunk. Ég er ekki klár á örgjörvanum en það er 320 gb diskur í fyrri vélinni ásamt öflugra skjákorti.

Re: Hjálp með val milli tveggjra fartölvna.

Sent: Þri 07. Júl 2009 17:27
af Glazier
ég mundi taka fyrri ;)

Góð ástæða: Betra skjákort, Flottari, Þægilegra að ferðast með hana (því hún er minni), Betri örri, 0,7 kg. léttari. stærri harður diskur og hún kostar jafn mikið ;)

Það væru frekar stór mistök að taka neðri vélina bara vegna þess að hún er með stærri skjá vegna þess að þú ert með stærri skjá og lélegra skjákort.. (ekki gott) og svo allt hitt sem minni vélin hefur framyfir þá stærri. :)

Re: Hjálp með val milli tveggjra fartölvna.

Sent: Þri 07. Júl 2009 17:31
af Sydney
Hélt það líka, þannig að sú fyrri verður víst fyrir valinu :)