Vantar fartölvu í hvelli ! Money not a (big) issue ! :D
Sent: Fim 16. Apr 2009 09:18
Heilir og sælir góðir vaktarar.
Þannig er mál með vexti að gamli lappinn minn er á síðustu metrunum, og vantar mig nýjann í hvelli.
Allavega var þriðji harði diskurinn á 18 mánuðum að hrynja í honum, og segja fróðir menn mér að þeir
myndu allra helst giska á að það væri móbóið sem væri faulty og væri að rústa HD-unum fyrir mér.
Þannig að ég held að tími sé að verða kominn á gripinn.
Fyrir þá sem það vilja vita er þetta Mitac 8050D vél keypt í Hugver haustið 2004 minnir mig - eða 2005.
Síðan er ég auðvitað orðinn leiður á þessari gömlu og er farið að langa í nýja, en ekki hvað ?
En ég þarf þá bráðnauðsynlega kraftmikla og endingargóða vél í því námi sem ég er í og þeirri vinnu sem ég stefni á.
Peningar eru ekki brjálað issue, þar sem ég tek þessa vél sennilega á tölvukaupaláni. Ekki gáfulegt, og sérstaklega ekki
eins og árar nú um þessar mundir, en það er víst minn eini möguleiki - þá fer bara sumarið og góður hluti af haustinu í
að borga hana upp í topp. En við skulum samt halda okkur á jörðinni, ok ?
Það gefur augaleið að stálið þarf að þola allt grunndótaríið eins og MSN, Firefox, FB og það allt saman.
Síðan kem ég sennilegast til með að skella Win7 betunni inn á þetta til að byrja með, og fara síðan niður í XP eða Vista
þegar betan rennur út. Ég verð eitthvað að stússast í Virtual Machines á vélinni, og gæti jafnvel verið að keyra þung og
minnisfrek forrit.
Einnig vil ég geta spilað stöku leik (þó ég sé engan veginn að eltast við nýjustu og þyngstu leikina )
og notað hana á LANi ef sá gállinn er á mér, ásamt því að geta notað hana í multimedia eins og
video afspilun og að hlusta á tónlist.
( Veit einhver annars hvenær Diablo III eða StarCraft II koma ? )
Gigabit LAN og Wi-Fi - er ég algjör rati í og veit lítið um
Að geta brennt er kostur en ekki nauðsyn, og helst vil ég að lágmarki DVD-drif, Blu-Ray
væri frábært en er engan veginn lífsnauðsynlegt.
Þannig að mikið og hratt vinnsluminni væri brilljant, helst að lágmarki 2 GB.
Ég er alveg gjörsamlega dottinn út úr skjákortakapphlaupinu, þannig að endilega ef þið hafið ákveðnar
skoðanir á hvað er best, látið þær í ljós.
Geymslupláss harða disksins er ekki gríðarlegt atriði fyrir mér, enda á maður orðið nóg af þessu. Það er
miklu meira atriði fyrir mér að gögnin á honum séu örugg og hann þoli margt. Það væri gríðarlegur plús ef
ég gæti haft möguleika á að skipta út harða disknum sem fylgir fyrir SSD drif síðar, þar eð mér skilst að
þau eigi að vera mun öruggari vegna þess að það eru engir hreyfanlegir hlutir í þeim
Að geta haft tvo harða diska er fáranlega þægilegt - en ekki deal breaker ef það er ekki.
Annars sagði mér það maður fyrir margt löngu síðan, sem taldi sig hafa eitthvað vit á þessu,
að betra væri að kaupa stórar og kraftmiklar fartölvur heldur en að kaupa "litlar" og ætla að uppfæra þær.
Það væri mun gáfulegra að spreða til að byrja með og láta þær endast eins lengi og maður getur.
Eruð þið sammála þessu ?
Ég hef annars rennt aðeins yfir umræðuna hérna í fljótu bragði, þá aðallega þessa þrjá þræði hérna :
viewtopic.php?f=26&t=22613
viewtopic.php?f=26&t=22682
viewtopic.php?f=26&t=22518
M.v. það sem ég sé hérna þá held ég að ég sé ekki á leiðinni í MacBook, sérstaklega ef þær eru
háværar - viftan í gömlu minni var svotil stanslaust í gangi og alltaf að gera mig brjálaðann.
Síðan er góð þjónusta mér líka mikilvæg, sérstaklega upp á viðgerðir að gera á meðan vélin er í ábyrgð.
Þessar Toshiba vélar sem er talað um í einum þræðinum, eru þær heitasta heitt í dag ?
Með þökkum fyrirfram um þau svör sem kunna að berast,
kveðja,
LaXi
Þannig er mál með vexti að gamli lappinn minn er á síðustu metrunum, og vantar mig nýjann í hvelli.
Allavega var þriðji harði diskurinn á 18 mánuðum að hrynja í honum, og segja fróðir menn mér að þeir
myndu allra helst giska á að það væri móbóið sem væri faulty og væri að rústa HD-unum fyrir mér.
Þannig að ég held að tími sé að verða kominn á gripinn.
Fyrir þá sem það vilja vita er þetta Mitac 8050D vél keypt í Hugver haustið 2004 minnir mig - eða 2005.
Síðan er ég auðvitað orðinn leiður á þessari gömlu og er farið að langa í nýja, en ekki hvað ?
En ég þarf þá bráðnauðsynlega kraftmikla og endingargóða vél í því námi sem ég er í og þeirri vinnu sem ég stefni á.
Peningar eru ekki brjálað issue, þar sem ég tek þessa vél sennilega á tölvukaupaláni. Ekki gáfulegt, og sérstaklega ekki
eins og árar nú um þessar mundir, en það er víst minn eini möguleiki - þá fer bara sumarið og góður hluti af haustinu í
að borga hana upp í topp. En við skulum samt halda okkur á jörðinni, ok ?
Það gefur augaleið að stálið þarf að þola allt grunndótaríið eins og MSN, Firefox, FB og það allt saman.
Síðan kem ég sennilegast til með að skella Win7 betunni inn á þetta til að byrja með, og fara síðan niður í XP eða Vista
þegar betan rennur út. Ég verð eitthvað að stússast í Virtual Machines á vélinni, og gæti jafnvel verið að keyra þung og
minnisfrek forrit.
Einnig vil ég geta spilað stöku leik (þó ég sé engan veginn að eltast við nýjustu og þyngstu leikina )
og notað hana á LANi ef sá gállinn er á mér, ásamt því að geta notað hana í multimedia eins og
video afspilun og að hlusta á tónlist.
( Veit einhver annars hvenær Diablo III eða StarCraft II koma ? )
Gigabit LAN og Wi-Fi - er ég algjör rati í og veit lítið um
Að geta brennt er kostur en ekki nauðsyn, og helst vil ég að lágmarki DVD-drif, Blu-Ray
væri frábært en er engan veginn lífsnauðsynlegt.
Þannig að mikið og hratt vinnsluminni væri brilljant, helst að lágmarki 2 GB.
Ég er alveg gjörsamlega dottinn út úr skjákortakapphlaupinu, þannig að endilega ef þið hafið ákveðnar
skoðanir á hvað er best, látið þær í ljós.
Geymslupláss harða disksins er ekki gríðarlegt atriði fyrir mér, enda á maður orðið nóg af þessu. Það er
miklu meira atriði fyrir mér að gögnin á honum séu örugg og hann þoli margt. Það væri gríðarlegur plús ef
ég gæti haft möguleika á að skipta út harða disknum sem fylgir fyrir SSD drif síðar, þar eð mér skilst að
þau eigi að vera mun öruggari vegna þess að það eru engir hreyfanlegir hlutir í þeim
Að geta haft tvo harða diska er fáranlega þægilegt - en ekki deal breaker ef það er ekki.
Annars sagði mér það maður fyrir margt löngu síðan, sem taldi sig hafa eitthvað vit á þessu,
að betra væri að kaupa stórar og kraftmiklar fartölvur heldur en að kaupa "litlar" og ætla að uppfæra þær.
Það væri mun gáfulegra að spreða til að byrja með og láta þær endast eins lengi og maður getur.
Eruð þið sammála þessu ?
Ég hef annars rennt aðeins yfir umræðuna hérna í fljótu bragði, þá aðallega þessa þrjá þræði hérna :
viewtopic.php?f=26&t=22613
viewtopic.php?f=26&t=22682
viewtopic.php?f=26&t=22518
M.v. það sem ég sé hérna þá held ég að ég sé ekki á leiðinni í MacBook, sérstaklega ef þær eru
háværar - viftan í gömlu minni var svotil stanslaust í gangi og alltaf að gera mig brjálaðann.
Síðan er góð þjónusta mér líka mikilvæg, sérstaklega upp á viðgerðir að gera á meðan vélin er í ábyrgð.
Þessar Toshiba vélar sem er talað um í einum þræðinum, eru þær heitasta heitt í dag ?
Með þökkum fyrirfram um þau svör sem kunna að berast,
kveðja,
LaXi