Síða 1 af 1
Asus Travelmate 4200 bilanagreining?
Sent: Mán 30. Mar 2009 17:38
af biggi1
Sælir.. ég var að fá þessa tveggja og hálfs árs fartölvu og hún er biluð. Maður ýtir á on/off takkann og ekkert gerist..
er einhver hér til í að finna hvað er að henni ódýrt eða veit einhver um gott ódýrt verkstæði til að gera það fyrir mig?
með fyrirframþökk Birgir.
Re: Asus Travelmate 4200 bilanagreining?
Sent: Fim 02. Apr 2009 19:25
af snorrisn
sæll ertu búinn að prufa að fjarlægja batterýið mæli með að prufa það.
Einnig að prufa hvort straumbreytinn gefi straum
sry er á akureyri annars gæti ég litið á hana fyrir lítið (fer eftir hvað þú kallar lítið
Re: Asus Travelmate 4200 bilanagreining?
Sent: Sun 26. Apr 2009 01:37
af lukkuláki
Fjarlægja harða diskinn.
Tékka hvort það komi straumur inn á tölvuna, oftast er ljós sem segir til um það.
Ertu með réttan spennugjafa ?
Ef það kemur EKKI straumur inn á tölvuna þá er að tékka hvort það er spennugjafinn sem gefur ekki straum eða
annað sem er svo algengt, að tengið fyrir spennugjafann í fartölvunni sé sambandslaust.
Nú ef það kemur straumur inn á tölvuna greinilega þá myndi ég taka minnin úr og prófa ef hún er ennþá dauð þá er líklegt að móðurborðið sé bilað/ónýtt en maður hefur líka lent í allskonar ótrúlegum hlutum eins og að taka modem kubbinn úr og þá fór vélin af stað, annar minniskubburinn eða önnur minnisraufin getur verið biluð osfrv. það er heilmikið sem getur verið að.
Hvar fékkstu vélina ? fylgdi engin saga með hvað getur verið að ? það getur hafa hellst yfir hana, veistu ekkert um það ?
Re: Asus Travelmate 4200 bilanagreining?
Sent: Sun 26. Apr 2009 07:16
af AntiTrust
Allt gott og gilt það sem lukkuláki sagði.
Bara byrja á því að rífa batteríið úr, setja aftur í, stinga í samband og gá hvað gerist.
Ef engin ljós koma OG straumbreytir er í lagi eru 95% líkur að móðurborð sé ónýtt.