Síða 1 af 1

Ábyrgð á fartölvu

Sent: Mán 16. Mar 2009 20:32
af UlliNice
Ég held að skjákortið á fartölvunni minni sé bilað en það er ekki aðalmálið.

Málið er það að tölvan er 1 1/2 árs gömul sem þýðir að hún sé ennþá í ábyrgð, vandinn er að vélin er keypt í Hugver... og Hugver er ekki til lengur. Svo hvað eiga bændur að gera? Get ég látið einhvern bera ábyrgðina á lappanum mínum? Þetta er Mitac lappi svo ef ekki Hugver þá kannski umboð Mitac á Íslandi... ef það er til.

Er einhver einföld lausn á þessu fyrir mig?

Með von um svör,
Úlfur Thoroddsen

Re: Ábyrgð á fartölvu

Sent: Mán 16. Mar 2009 23:58
af AngryMachine
Mér vitanlega tók enginn við rekstur Hugvers þannig að ég hugsa að ábyrgðin sé farinn fyrir bí, ólíkt t.d. BT þar sem Hagar tóku við rekstrinum og reka áfram undir sama nafni. Mitac tölvurnar voru pottþétt eitthvað sem að þeir voru að flytja inn sjálfir (eitthvað heyrði ég um að þetta hafi jafnvel verið flutt inn ósamsett en sel það ekki dýrara en ég keypti það) og ég veit ekki til þess að hér á landi hafi nokkurn tímann verið Mitac umboð. Það eru því að mínu mati engar líkur á því að þú finnir einhvern sem að er tilbúinn að borga fyrir viðgerð á þessari tölvu.

Re: Ábyrgð á fartölvu

Sent: Mið 01. Apr 2009 00:24
af Bioeight
Það tók enginn við rekstur Hugver en þeir ætluðu samt að finna einhvern til að taka við viðgerðarþjónustu fyrir sig, hvort það felur í sér ábyrgðarmál veit ég ekki. Held það hafi tekist hjá þeim en er samt ekki 100% viss um það og hef ekki hugmynd um hver það var, en ef einhver veit meira um þetta þá hlýtur það að vera jákvætt fyrir OP.

Re: Ábyrgð á fartölvu

Sent: Mið 01. Apr 2009 02:15
af biggi1
ert þú kanski gæinn með grúppuna á facebook? :)

Re: Ábyrgð á fartölvu

Sent: Mið 01. Apr 2009 17:41
af UlliNice
Já, mig vantar 100.000 kr. grúppan.