Ég keypti fyrir 3 mánuðum fartölvu sem ég hef verið að nota í skólanum. Þetta er þessi vél, nema mín er BLACK ekki STREET. Ég festi satt að segja kaupin allt of skjótt, án þess að hugsa út í hvernig vélin myndi höndla nýjustu leiki. Ég googlaði upplýsingar, reviews og benchmarks um skjástýringuna (Intel GMA X3100) sem fylgdi með tölvunni, áður en ég keypti hana, og sá að hún gæti alveg höndlað nýjustu leiki, þannig ég festi kaupin.
Fyrir lata eru specs hérna:
Intel Dual Core T8100 örgjörvi
2.10GHz, 800MHz FSB, 3MB L2 Cache
2GB 667MHz DDR2 minni (2x1024)
Intel GMA X3100 skjástýring (358MB samnýtt minni)
Nú í gær var ég á LANi með vinum mínum og fóru þeir allir í leikinn Left4Dead. Ég setti upp leikinn og allt gekk í sögu, en svo þegar ég fór inn í leikinn laggaði ég í drasl. Ég prófaði að fikta í einhverjum stillingum, en komst að því að í staðinn fyrir hin ýmsu nöfn á stillingum sem maður þekkir (Vertical Sync, o.s.frv.) að þá er Intel með eitthvað sem heitir Asynchronous Flip og eitthvað. Ég prófaði samt að fikta í öllum stillingunum en allt kom fyrir ekki.
Ég googlaði tweaks fyrir leikinn og fann þá þessa síðu. Ég keyrði testið fyrir Left4Dead og þá kom PASS á allt nema skjákortið. Það fer ekki á milli mála að þetta er skjákortið sem er að skíta upp á bak. Ég prófaði líka Counter-Strike 1.6 og stillti á OpenGL en þá laggaði ég feitt, þannig ég prófaði að stilla á D3D og var það mun skárra. Þannig ég gat spilað með því, en var samt sem áður að droppa niður í 30-40 og var spil-nautnin ekki sú mesta.
Þannig núna er ég að spá hvort það sé eitthvað sem ég get gert. Ég efast stórlega um að ég geti bara farið núna og skilað tölvunni og keypt eitthvað annað, þar sem ég er búinn að eiga hana í 3 mánuði, þó ég hafi notað hana lítið. En ég veit ekki. En þá er spurning hvort það sé annar möguleiki í stöðunni, kaupa nýtt skjákort og setja í hana? Hvað mælið þið með að ég geri í þessari stöðu sem ég er í? Ég satt að segja spila tölvuleiki ekki mikið en þegar maður ákveður að grípa í þá í góðra vinahópi er gott að lagga ekki í drasl, þar sem tölvan sjálf er mjög góð og hraðvirk, og er því sorglegt að svona skjástýring sé seld með svona vél.
Öll ráð eru vel þegin.