Síða 1 af 1

Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 00:35
af képs
Var að fá mér mér nýja fartölv.hvað er mælt með að maður hlaði batteryið lengi í 1 hleðslu

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 00:55
af Pandemic
Skiptir í raun engu máli, þar sem það eru Lithium ion raflhöður í fartölvunni og þær eru forhlaðnar. Bara nota hana ;) s.s ekki láta tölvuna hanga í hleðslu

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 00:59
af IL2
http://forum.notebookreview.com/showthread.php?t=91846

Stendur ekkert um þetta í manualinum?

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 01:03
af képs
Neibb kom ekkert fram í honum.En skiptir það máli hvort hun er í sambandi í nótt eða á ég að taka hana úr sambandi,er búin að vara í sambandi síðan kl 19:00 í kvöld

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 02:25
af Pandemic
Skiptir engu máli um leið og rafhlaðan er full hlaðinn hleðst hún ekkert meira.

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 02:36
af FummiGucker
en getur maður ekki brotið niður rafhlöðuna á því að hafa hana of lengi í hleðslu eða brotið niður endingar timan?
er ekki bara hægt ef maður er mikið með tölvuna heima í sambandi að taka rafhlöðuna úr og hafa hana þannig í gangi?
og hlaða hana svo ef þú ert að fara eitthvert

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 08:28
af lukkuláki
Það er talað um að hlaða í 16 klst. tæma hana svo og full hlaða hana svo aftur. Þá er rafhlaðan til í "hvað sem er"
Passaðu svo að láta hana ekki standa endalaust í hleðslu það eyðileggur rafhlöðuna það verður að tæma hana og hlaða til skiptis ef þú vilt að hún endist.
Þetta á við um allar hleðsluraflöður þó svo að Lithium rafhlöður þoli betur að tæmast ekki alveg þá er það samt betra ef þú vilt fá sem mest út úr henni.
Þessar rafhlöður eru dýrar og ábyrgðin er ekki nema 1 ár í flestum tilfellum þannig að það þarf aðeins að spá í því hvernig maður fer með þetta.

Ef þú vilt nota tölvuna mikið í sambandi þá er best að fullhlaða rafhlöðuna og taka hana síðan úr tölvunni og geyma hana þannig flestar fartölvur fara í gang þó engin rafhlaða sé í.

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 09:18
af TechHead
Aðeins tvennt sem þarf að hafa í huga við Lithium ION rafhlöður.

1. Aldrei láta rafhlöðuna tæmast 100%
Lithium ION missir töluverða getu við að hald hleðslu ef rafhlaðan er tæmd 100%.
Við það að missa alla spennu byrjar lithiumið að "rotna" mjög hratt (Öfugt við gömlu nickel hydra rafhlöðurnar sem "þurfti að núllstilla" með reglulegu millibili.)

Sumir framleiðendur eins og Lenevo hafa hardware powerscheme í tölvunum sem hætta að draga straum af rafhlöðunni þegar 2-3% eru eftir.

2. Lithium ION geymist best við sirka 40% hleðslu.
Ef þú sérð fram á að hafa tölvuna lengi í sambandi á sama stað tengda við spennubreyti þá er best að skilja sirka 40% á rafhlöðunni og
fjarlægja hana úr vélinni. Við 40% hleðslu verður helmingunartíminn á lithium nánast enginn og gæti þessvegna geymst ónotuð í ár og myndi bara missa sirka 1-2% af hleðslugetu.

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 10:24
af Pandemic
Gagnast þér ekkert að hlaða hana í 16 klst og tæma hana síðan, þessar rafhlöður mynda ekki brú eða minni þannig það er alveg óþarfi. Það sem mestu skiptir er bara að nota þær eðlilega hlaða þær og afhlaða þá endast þær. Ekki vera að tæma þær og hlaða til fulls og tæma og hlaða til fulls, fer mjög ílla með rafhlöðuna.

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 10:59
af lukkuláki
Jahérna þetta eru ansi misvísandi upplýsingar
Ég svaraði eftir því sem ég best veit það má vel vera að það sem aðrir segja sé réttara en það sem ég sagði ég hef ekki hugmynd um hvar þeir fá þessar upplýsingar en ég haf farið með rafhlöðurnar mínar eins og ég lýsti hér að ofan enda hafa þær enst árum saman og ég fékk mínar upplýsingar frá DELL.

Re: Hleðsla á batteri

Sent: Mið 03. Des 2008 12:38
af OliA
Lithium-ion (Li-ion) rafhlöður eru ólík gömlu Nickel-cadmium (NiCd) rafhlöðunum með hleðslu.

NiCd

NiCd rafhlöður þola meira en Li-ion, þ.e. mikið erfiðara að skemma þau, því þola að vera óhlaðin mjög lengi og eru oftast geymd þannig.
Þess vegna er okkur oftast sagt að það þurfi að hlaða batterýið í X langan tíma eftir að við fáum það í hendurnar.

NiCd rafhlöður eru dýr í framleiðsu, menga mikið og eru óhagstæð þess vegna, en þau eru með mjög lágt innra viðnám og geta þess vegna gefið mjög háan straum í stutta stund, NiCd batterý eru mikið notuð í alskyns fjarstýrð tæki, t.d. bíla og báta.

Li-ion

Li-ion rafhlöður þola hinsvegar ekki að vera geymd tóm, ef þú ættlar að geyma þau þá skal það gert þegar rafhlaðan er í 40-60% og á köldum stað.
Li-ion rafhlöður þola illa að "allveg tæmd - hlaðin full", en að fara með rafhlöðuna niður í lámark er gott í hvert þrítugasta (30.) skipti eða svo er gott til að endurstilla stöðu "Bensín mælisins".
Hafa ber í huga samt að Li-ion rafhlöður ættu aldrei að tæmst allveg, því það getur einfaldlega eyðilagt þær, ef þú ættlar að geyma þær hafðu þær í 40-60%
Li-ion rafhöður afhlaðast u.þ.b. 2-5% á mánuði, því rafhlaðan er að athuga hvað hún er mikið hlaðin þegar hún er í notkun og geymslu.
Hafa skal í huga að til eru svokallaðar "dumb" tegund af Li-ion rafhlöðum og þau afhlaðast ekki, heldur skerðist bara varanlega hleðslugeta raflaðarinnar.

Li-ion rafhlöður má framleiða í næstum hvaða formi sem manni dettur í hug og eru mikið léttari en NiCd.

Í sambandi við varanlega hleðslugetu Li-ion rafhlaðna.

Þegar Li-ion rafhlöður eru geymdar lengi (og stutt ef þið viljið láta rafhlöðuna endast) er mjög nauðsynlegt að geyma þær á köldum stað og hafa þær í u.þ.b. 40% hleðslu, því að varanleg hleðslu geta skerðist við hærri hita og ef rafhlaðan er geymd full hlaðin.
T.d. ef rafhlaða er geymd við 25°c í ár þá skerðist varanleg hleðslugeta hennar um
4% eftir ár ef hún er geymd í 40% hleðslu en,
20% eftir ár ef hún er geymd í 100% hleðsu.

Niðurstaða, fyrir þá sem ekki nenna að lesa

Ekki tæma Li-ion rafhlöður allveg, geymið þær á köldum stöðum þegar þið eruð ekki að nota þær og hafið þær í 40-60% þegar þið takið þær úr vélinni.
Ekki vera með rafhlöðuna í sambandi þegar þú ert að keyra af spennubreyti, nema þú sért að hlaða rafhlöðuna.
Reyndu að hlaða rafhlöðuna þannig að það sé slökkt á tölvunni, t.d. á köldin þegar þú ert ekki að nota hana.
Reyndu að taka rafhlöðuna úr vélinni þegar þú ert með hana uppí rúmi, eða á stöðum sem hún hitnar mikið.


Heimildir :
batteryuniversity
wiki li-ium
wiki nicd