Lithium-ion (Li-ion) rafhlöður eru ólík gömlu Nickel-cadmium (NiCd) rafhlöðunum með hleðslu.
NiCdNiCd rafhlöður þola meira en Li-ion, þ.e. mikið erfiðara að skemma þau, því þola að vera óhlaðin mjög lengi og eru oftast geymd þannig.
Þess vegna er okkur oftast sagt að það þurfi að hlaða batterýið í X langan tíma eftir að við fáum það í hendurnar.NiCd rafhlöður eru dýr í framleiðsu, menga mikið og eru óhagstæð þess vegna, en þau eru með mjög lágt innra viðnám og geta þess vegna gefið mjög háan straum í stutta stund, NiCd batterý eru mikið notuð í alskyns fjarstýrð tæki, t.d. bíla og báta.
Li-ionLi-ion rafhlöður þola hinsvegar
ekki að vera geymd tóm, ef þú ættlar að geyma þau þá skal það gert þegar rafhlaðan er í 40-60% og á köldum stað.
Li-ion rafhlöður þola illa að "allveg tæmd - hlaðin full", en að fara með rafhlöðuna niður í lámark er gott í hvert þrítugasta (30.) skipti eða svo er gott til að endurstilla stöðu "Bensín mælisins".
Hafa ber í huga samt að Li-ion rafhlöður ættu aldrei að tæmst allveg, því það getur einfaldlega eyðilagt þær, ef þú ættlar að geyma þær hafðu þær í 40-60%
Li-ion rafhöður afhlaðast u.þ.b. 2-5% á mánuði, því rafhlaðan er að athuga hvað hún er mikið hlaðin þegar hún er í notkun og geymslu.
Hafa skal í huga að til eru svokallaðar "dumb" tegund af Li-ion rafhlöðum og þau afhlaðast ekki, heldur skerðist bara varanlega hleðslugeta raflaðarinnar.
Li-ion rafhlöður má framleiða í næstum hvaða formi sem manni dettur í hug og eru mikið léttari en NiCd.
Í sambandi við varanlega hleðslugetu Li-ion rafhlaðna.
Þegar Li-ion rafhlöður eru geymdar lengi (og stutt ef þið viljið láta rafhlöðuna endast) er mjög nauðsynlegt að geyma þær á köldum stað og hafa þær í u.þ.b. 40% hleðslu, því að varanleg hleðslu geta skerðist við hærri hita og ef rafhlaðan er geymd full hlaðin.
T.d. ef rafhlaða er geymd við 25°c í ár þá skerðist varanleg hleðslugeta hennar um
4% eftir ár ef hún er geymd í
40% hleðslu en,
20% eftir ár ef hún er geymd í
100% hleðsu.
Niðurstaða, fyrir þá sem ekki nenna að lesaEkki tæma Li-ion rafhlöður allveg, geymið þær á köldum stöðum þegar þið eruð ekki að nota þær og hafið þær í 40-60% þegar þið takið þær úr vélinni.
Ekki vera með rafhlöðuna í sambandi þegar þú ert að keyra af spennubreyti, nema þú sért að hlaða rafhlöðuna.
Reyndu að hlaða rafhlöðuna þannig að það sé slökkt á tölvunni, t.d. á köldin þegar þú ert ekki að nota hana.
Reyndu að taka rafhlöðuna úr vélinni þegar þú ert með hana uppí rúmi, eða á stöðum sem hún hitnar mikið.
Heimildir :
batteryuniversity
wiki li-ium
wiki nicd