Hjálp við kaup á tölvu.
Sent: Sun 16. Nóv 2008 21:07
Ég er að stefna á að kaupa mér nýja tölvu bráðlega. Ég hef alltaf verið með Acer en mín er orðin mjög gömul og lúin. Ég veit voða lítið um merkin á þessum tækjum en er með alveg basic þekkingu á tölvum almennt. Ég væri til að fá smá ráðleggingar um kaup á tölvu, og ég væri að nota hana fyrir skóla og leikjanotkun. Ég væri til í gott skjákort og mikinn hraða og þar sem ég er örugglega alveg við það að verða ófrjór af hita frá núverandi tölvu þá er allt í lagi að hún verði eitthvað heit, bara ekki það heit að ef mér er ískalt þá fæ ég brunasár af því að snerta hana þegar hún er búin að vera í gangi í 15 mín...
Budget er ágætlega mikið, helst undir 180k en ég skoða allt.
Fyrirfram takk, Benni.
Budget er ágætlega mikið, helst undir 180k en ég skoða allt.
Fyrirfram takk, Benni.