Síða 1 af 1

Fartölvu-battery

Sent: Þri 04. Nóv 2008 22:49
af arnar7
sælir, ef maður vill láta betterýið endast sem lengst, hvað er þá hægt að gera?
ég er alltaf með hana í Power Save þegar hún er ekki tengd við rafmagn og ég er með gamla classic lookið á henni ;)
*en eru þið með einhver tips fyrir mig?


öll svör mjög vel þegin.

Takk fyrir.
Arnar.

Re: Fartölvu-battery

Sent: Þri 04. Nóv 2008 23:16
af vesley
þegar þú ert heima í tölvunni og ert ekkert á ferðinni mikið með hana taktu þá batteryið úr tölvunni þá endist það margfalt lengur .. hún helst þá í gangi svo lengi fremur sem hún er í hleðslunni

Re: Fartölvu-battery

Sent: Þri 04. Nóv 2008 23:17
af arnar7
heyrðu ég var búinn að heyra af þessu, en vandamálið er að ég kann ekki að taka það úr :? það er eitthvað vesen.
einhver hérna sem á Toshiba tölvu og kann að taka batterýið úr henni?

en endilega að koma með fleyri tips.

Re: Fartölvu-battery

Sent: Þri 04. Nóv 2008 23:18
af vesley
skrúfar það úr rsom?

Re: Fartölvu-battery

Sent: Þri 04. Nóv 2008 23:51
af Nariur
Google is your friend

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 04:26
af Minuz1
arnar7 skrifaði:sælir, ef maður vill láta betterýið endast sem lengst, hvað er þá hægt að gera?
ég er alltaf með hana í Power Save þegar hún er ekki tengd við rafmagn og ég er með gamla classic lookið á henni ;)
*en eru þið með einhver tips fyrir mig?


öll svör mjög vel þegin.

Takk fyrir.
Arnar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Li-ion#Gui ... ttery_life

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 07:40
af arnar7
Að ver með hana í 40% hleðsu er ekki að henta neitt voða vel held ég :?
og hvernig get ég séð hitastigið á batterýinu 8-[

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 08:22
af arnar7
ég er buinn að eiga tölvuna í sirka 2 vikur og batterýið samkvæmt "battery merkinu niðri í horninu" þá er batterýið að endast í Power Save í sirka 1:30 til 2 tíma og ég er nú ekkert mjög sáttur með það :?
ég hef alltaf hlaðið hana í 100% þegar ég hleð hana , ég hef heldur aldrei tekið batterýið úr henni.(en ég kann það núna :8) )
er með hana á PS núna og er með word og firefox opið og batterýið er í 62% og það er 1klst eftir:S er það eðlilegt miðað við 2 vikna gamla tölvu :? ?

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 09:45
af einarhr
Miðað við consumer tölvu þá er 2 tíma batterí ekki óvanalegt. High End Business tölvur eru með allt að 5 tíma batteríi en þá þarftu að borga töluvert meira fyrir svoleiðis vél.

Frá framleiðanda þá er uppgefin batterísending mæld þegar tölvan er í powersaver mode, með slökkt á þráðlausum netum og bluetooth og miðast við lágmarks notkun td Word.

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 10:07
af arnar7
já okey :?
vitiði hvar ég get fengið 9-cell batterý fyrir Toshiba satellite L300D A-11?
nenni ekki að vera með svona stutt batterý :(

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 10:36
af einarhr
Mér finst það ólíklegt, yfirleytt er ekki hægt að fá stærri batterí í Consumer vélar en ef svo er þá eru þau dýr.

Sendu fyrirspurn á thjonusta@digital.is Digital Task er þjónustuaðili Toshiba á Íslandi og þeir geta athugað hvort það sé hægt að fá stærra batterí og hvað það kostar.

Re: Fartölvu-battery

Sent: Mið 05. Nóv 2008 10:44
af arnar7
jæja ég er búinn að senda þeim póst og bíð spenntur eftir svari =D>