Reyni yfirleitt að forðast það að tala um vörur sem við erum að selja niðrí vinnu af fyrra bragði hérna, vil ekki vera með sölumennsku á vaktinni.
HINS VEGAR þá er ég alveg ótrúlega hrifinn af þessum Asus vélum, fannst hinar 7" með 2,4 og 8gb diskunum engan veginn heillandi, þrátt fyrir að ssd diskar séu reyndar mjög skemmtilegir, þá er þetta að mínu mati of lítið pláss, þrátt fyrir að auðvitað geti maður tengt flakkara/sett í hana minniskort o.s.frv. Er bara ekki það sama
Svo myndi ég bara aldrei kaupa mér Acer fartölvu, ekki flóknara en það. Ég nenni ekki að lenda í umræðu um af hverju ekki, svo ég birti þetta með fyrirvara um að ég komi ekki til með að svara spurningum varðandi það.
Með þessum vélum erum við að tala um alvöru FERÐAvél, eins og þið nefnið, allt að 7.5klst batterýsending (miðað við að slökkt sé á þráðlausanetinu og 40% birta á skjá). Sjálfur er ég á leiðinni til Þýskalands á fimmtudaginn, fer með kargóflugvél svo flugið getur tekið einhverja klukkutíma og ég ákvað því að splæsa í svona vél á sjálfan mig, til að geta verið að glápa á myndir eða spila einhverja leiki á meðan fluginu stendur. Ekki sakar heldur hvað þetta er örugglega helvíti þægilegt til að geta hangið með fram í stofu meðan maður glápir á sjónvarpið, nennir ekki að hafa 15" eða stærri hlunka ferðatölvur í fanginu allan tímann
Eins og margir hafa sagt, sjón er sögu ríkari, en ég get ekki sagt annað en að þessi vél heillaði mig upp úr skónum.