Síða 1 af 1

HP Pavilion 6662se (Special Edition)

Sent: Fim 14. Feb 2008 18:55
af GuðjónR
Keypti HP Pavilion 6662se hérna í USA í gær á $920 eða ~60k íslenskar.
Fer svo bara með hana í rauða hliðið og borga vaskinn sem ég fæ svo aftur endurgreiddan síðar.

Verðið á fartölvum hérna er bara grín, t.d. var til GateAway tölva með 15.4 skjá 3gb ram 250gb hdd core2duo 1.6 eða 1.8ghz man það ekki á $600 e rétt innan við 40k.

Mjög margar fartölvur eru kringum 5-600 dollara, þegar þú ert kominn í $1000 þá ertu kominn með klassa.
Þessi HP sem ég keypti var með 20% afsl. af því að CompUSA er að loka.

Það munar svona 2-300% á verðinu hérna og heima.

Sent: Fim 14. Feb 2008 20:48
af ÓmarSmith
Þú keyptir samt vélina með minnsta Core 2 örranum sem ég hef séð :S

Sent: Fim 14. Feb 2008 22:14
af CendenZ
ÓmarSmith skrifaði:Þú keyptir samt vélina með minnsta Core 2 örgjörvanum sem ég hef séð :S


án þess að vera eitthvað dónalegur, en hvað með það.

Sent: Fös 15. Feb 2008 01:03
af GuðjónR
ÓmarSmith skrifaði:Þú keyptir samt vélina með minnsta Core 2 örgjörvanum sem ég hef séð :S

Breytir engu fyrir word/exel og IE7...er ekki að fara að spila Crysis né aðra leiki á þessari tölvu.