Okei, renndi í gegnum flestar netverslanir og fann 2 tölvur sem ég tel vera Best buy, það fer eftir hvernig á það er litið hvor þeirra hefur vinninginn!
Here it goes...
Hér er tölva sem hefur góða specca, hún gefur þér helling fyrir peninginn, t.d. 4 gíg vinnsluminni, fínann örgjörva, gott skjákort og þar fram eftir götunum, hún ætti að skila þér ágætis performance í leikjum. Þetta er besta tölvan í þessum flokki sem ég fann. (þarna með flokka ég mitac, acer og allar hinar packard bell tölvurnar) Allt saman ágætis tölvur til síns brúks. En það sem mér finnst vera galli á þessari er upplausnin í skjánum sem er frekar lítil miðað við að þetta er 17" skjár. Hún er einnig næstum því 4 kíló, áts!
EN
Hér er tölva sem ég myndi setja í betri flokk, Hp! Þessi tölva er með flottan örgjörva en speccarnir í henni eru slappir... EN þetta er Hp sem er mikið betra merki, ég held það séu minni líkur á að hún bili heldur en Acer, Packard Bell ..... En besti kostur þessarar tölvu er skjárinn 15" widescreen skjár sem hefur upplausnina 1680x1050 sem er bara geðveikt, sjálfur á ég Hp tölvu sem er með 3:4 skjá og upplausnina 1400 x 1050 og ég er vægast sagt ánægður með hana eftir eins og hálfs árs notkun.
Þessi tölva er ekki nema rúm tvö og hálft kíló og geðveikan skjá, en þú færð minna af öllu, HDD rými, vinnsluminni og skjáminni en ég hef trú á því að það sé allt í hærri gæðaflokki en hjá Packard bell.
Þannig að hvort villtu
Þunga og talsvert fyrirferðamikla tölvu sem er með flotta specca, lélegan skjá sem er samt 17 tommur. Ekkert últra merki og kannski smá bilanir.
Eða
Tölvu sem er ekki það stór, með slappa specca, frábærann skjá og helling af gæða íhlutum.
Þitt er valið