Síða 1 af 1

200ÞÚSUND

Sent: Fös 04. Jan 2008 02:27
af halldorjonz
Er að leita að tölvu fyrir systir mína, leikjatölva og skóla tölva!

FERÐATÖLVA - HÁMARKS VERÐ :: 200 ÞÚSUND! hugmyndir?

Re: 200ÞÚSUND

Sent: Fös 04. Jan 2008 10:51
af Halli25
halldorjonz skrifaði:Er að leita að tölvu fyrir systir mína, leikjatölva og skóla tölva!

FERÐATÖLVA - HÁMARKS VERÐ :: 200 ÞÚSUND! hugmyndir?


tvær acer vélar sem ég myndi kaupa mér ef ég væri ekki blanko :)

http://www.tl.is/vara/1803 ætti að vera slarkhæf í flesta leiki set samt spurningamerki við batterí endingu fyrir skólan. 3.5 tímar ættu að duga svo sem fyrir 2 tíma.

http://www.tl.is/vara/2052 með Vista Ultimate og HD-DVD lesara umfram 149.900 vélinna

Sent: Fös 04. Jan 2008 14:04
af elfmund
MacBook eða MacBook Pro

dýrasta MacBook er á 159.990 og hún er með 13,3"widescreen skjá með 2,2GHZ örgjörva (Svört)
1GB í minni fylgir
Skjákortið er samnýtt með vinnsluminni
160GB harður diskur
Batterýsending er stórkostleg
DVD brennari

ódýrasta MacBook Pro er á 199.990 og hún er með 15,4" widescreen skjá með 2,2GHZ örgjörva (Silfurlituð)
2GB í minni fylgir
128MB skjákort
120GB harður diskur
DVD brennari
Batterýsending er stórkostleg

í guðanna bænum farðu a.m.k .að skoða þessar vélar því þú getur keyrt Windows á þeim eins og öllum öðrum vélum

Sent: Fös 04. Jan 2008 14:23
af GuðjónR
elfmund skrifaði:MacBook er á 159.990 og hún er með 13,3"widescreen skjá

Fylgir stækkunargler með?

Sent: Fös 04. Jan 2008 19:04
af Dári
GuðjónR skrifaði:
elfmund skrifaði:MacBook er á 159.990 og hún er með 13,3"widescreen skjá

Fylgir stækkunargler með?


Fyrir eldri borgara eins og þig já.

Sent: Lau 05. Jan 2008 18:33
af elfmund
Guðjón

maður þarf nú liggur við að vera Jón Páll til að höndla sumar þessara Wintel fartölva í dag...

sá einn með 17" Acer um daginn og ég hélt að þetta væri grín

37" LCD skjárinn minn er minni um sig en þetta Acer dras

Sent: Lau 05. Jan 2008 18:51
af depill
elfmund skrifaði:Guðjón

maður þarf nú liggur við að vera Jón Páll til að höndla sumar þessara Wintel fartölva í dag...

sá einn með 17" Acer um daginn og ég hélt að þetta væri grín

37" LCD skjárinn minn er minni um sig en þetta Acer dras


Þessi er auglýst sem fartölva, þetta er með 20" skjá, þetta er sko fucking monster, langar reyndar að sjá einhvern mæta með þetta í skólann.

Sent: Lau 05. Jan 2008 20:08
af Yank
Bara áður en þið missið ykkur í Mac boðskað þá er vert að gera sér grein fyrir því að það er hægt að fá PC laptop sem er 13,3". Og ef keyra á windows yfir höfuð er auðvelt að álykta að þægilegra sé að keyra windows á slíkri vél með official rekla stuðningi við windows heldur en að notast við forrit eins og Boot Camp til þess að búa þá til.

Sent: Lau 05. Jan 2008 20:16
af Pandemic
Enda vill ég ekki eiga Mac þegar hún hrynur sem þvímiður er að gerast alltof oft og bara við það eina t.d. að breyta proxy stillingum, púff.
Það er akkúrat ekki neitt sem ég gat gert hún bara kom með svartan skjá og endurræsti sig aftur og aftur. Eftir það setti ég vélina upp aftur og hún lullaði áfram ótrautt án þess að ég myndi dirfast að fikta í henni meira.

Nú mega Mac spekingar hlæja af mér og kalla mig öllum illum nöfnum en ég ætla ekki einu sinni að íhuga að kaupa mér vél sem ég get ekki lagað ef bilar.

Sent: Lau 05. Jan 2008 21:01
af hallihg
Yank skrifaði:Bara áður en þið missið ykkur í Mac boðskað þá er vert að gera sér grein fyrir því að það er hægt að fá PC laptop sem er 13,3". Og ef keyra á windows yfir höfuð er auðvelt að álykta að þægilegra sé að keyra windows á slíkri vél með official rekla stuðningi við windows heldur en að notast við forrit eins og Boot Camp til þess að búa þá til.


Mæli með litlu Acer travemate 13.3 tölvunum, ef að menn eru að leita sér að lítilli og nettri fartölvu.

Sent: Sun 06. Jan 2008 14:02
af IL2
Áttu ekki við Acer 6292. Hún er með innbygðu korti.

Þú verður aðeins að skilgreina betur hvað þú villt. Á hún fyrst og fremst að vera fyrir skólan eða leiki? Og þá hvaða leiki? Hvað villtu fara í stóran (lítinn) skjá?

Tölva með skjákorti sem er hægt að slökkva á og nota bara innbyggða gæti verið sniðug.

Ég á svona Acer 6292 sem ég fékk í jólagjöf og hef verið að skoða hvað er hægt að gera í leikjamálum með þessu korti. Það er alveg ótrúlegt hvað leiki er hægt að spila á henni, þó ekki þá nýjustu.

Sent: Sun 06. Jan 2008 15:53
af Viktor
Fartölvur = Ekki leikir(nýlegir). Mín skoðun :)

Sent: Sun 06. Jan 2008 16:00
af GuðjónR
depill.is skrifaði:
elfmund skrifaði:Guðjón

maður þarf nú liggur við að vera Jón Páll til að höndla sumar þessara Wintel fartölva í dag...

sá einn með 17" Acer um daginn og ég hélt að þetta væri grín

37" LCD skjárinn minn er minni um sig en þetta Acer dras


Þessi er auglýst sem fartölva, þetta er með 20" skjá, þetta er sko fucking monster, langar reyndar að sjá einhvern mæta með þetta í skólann.

Ef ég hætti einhvern daginn með samsettar tölvur og fer yfir í lappa (væntanlega sökum elli) þá myndi ég velja mér lappa með 17" - 20" skjá.
Enda yrði sú tölva lítið á ferðinni. Tölvur með 13" eða minni skjá ætti frekar að flokka sem lófatölvur en fartölvur.

Sent: Sun 06. Jan 2008 16:07
af zedro
Pifff 200k í fartölvu er bara eyðsla á pening.
Eyða frekar 20k ;)

http://www.amazon.com/s/ref=nb_ss_gw/10 ... 22&x=0&y=0