Síða 1 af 1

fartölvutollur

Sent: Lau 13. Okt 2007 00:33
af Ic4ruz
hæ veit einhver her hve hár tollur á fartölvum er?

hversu mikið prósent?

frá usa(Ebay).

þarf maður að fylla eitthvað blað út eða bara borga? og ekkert annað?

Sent: Mán 15. Okt 2007 10:28
af Halli25
það er enginn tollur af fartölvum, bara vsk. sem er 24.5% :)

Sent: Lau 19. Jan 2008 17:56
af l0cy5
Engin tollur (man ekki hvort að það sé eitthvað 0,15% gjald á tölvum), bara VSK.

Sent: Sun 20. Jan 2008 00:06
af Dazy crazy
getur farið í tollskrána, það heitir samt einhverju undarlegu nafni, eins og gagnageymslutæki sem er minna en 2 kíló, allavega ekki tölva eða fartölva.

Sent: Sun 20. Jan 2008 12:01
af depill
dagur90 skrifaði:getur farið í tollskrána, það heitir samt einhverju undarlegu nafni, eins og gagnageymslutæki sem er minna en 2 kíló, allavega ekki tölva eða fartölva.


Þetta er tollflokkur 8471 -
tollur.is skrifaði: Sjáfvirkar gagnavinnsluvélar og einingar til þeirra; lesarar fyrir segulletur eða ritletur, vélar til að umskrá gögn á gagnamiðla á táknmáli og vélar til að vinna úr slíkum gögnum, ót.a.:


Leggst á það umbúðagjald ( eins og af öllu ), 0,15% afgreiðslugjald fyrir eftirlitsskyld rafföngum og svo 24,5% VSK.

Tollskrá