Síða 1 af 1

Fartölva fyrir kærustuna

Sent: Mið 14. Mar 2007 17:12
af Sprelli
Sælir.

Ég er að leita að góðri tölvu fyrir kærustuna, mest 130 þús. Hvað er málið nú til dags?

Hún þarf að sjálfsögðu ekki að innihalda súper skjákort, bara gott minni og hraðan örgjörva og helst létt.

Hvernig eru Lenovo frá Nýherja að virka?

Með fyrirfram þökk

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:34
af andrig
MacBook
Verð frá 119.900,- til 169.900,-
Apple.is

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:34
af gnarr
Ég myndi nú frekar einblína á góða batterísendingu og að hafa tölvuna létta og netta heldur en afl.

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:36
af andrig
MacBookin er bæði létt og með góða batterís endingu

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:43
af gnarr
ég var að svara sprellanum. Svörin okkar komu á sama tíma.

Reyndar er MacBook 2.36Kg, sem er ekkert svakalega létt. Hægt að fá tildæmis Averatec vélar sem eru rétt rúmlega 1kg.

Sent: Mið 14. Mar 2007 18:45
af andrig
áttaði mig svona á því þegar að ég var búinn að senda þetta..

Sent: Mið 14. Mar 2007 20:50
af Sprelli
Ekkert mac stöff fyrir hana!!!

Sent: Mið 14. Mar 2007 20:52
af gnarr
nú? hefuru einhverja fordóma fyrir Apple?

Sent: Mið 14. Mar 2007 22:50
af zedro
gnarr skrifaði:nú? hefuru einhverja fordóma fyrir Apple?

Þú veist nú hvernig þessa stelpur eru. Kannski nýbúin að læra á Win svo er
mac skellt í kjöltuna á henni aumingja stúlkan myndi fríka :shock:

Sent: Mið 14. Mar 2007 22:59
af gnarr
Það var enginn hér að tala um að sleppa því að hafa Windows á tölvunni. Allavega tók ég ekki eftir því :p

Sent: Fim 15. Mar 2007 09:41
af Sprelli
gnarr skrifaði:nú? hefuru einhverja fordóma fyrir Apple?


Nei nei. Ég skil þær bara ekki :oops: og ef ég þarf að gera
eitthvað fyrir hana á tölvuna þá get ég það ekki.
Kýs Windows eða Linux(þrátt fyrir að vera líkt Mac) frekar.

En bíddu, bíddu, er hægt að setja Windows á MacBook?

Sent: Fim 15. Mar 2007 09:45
af ManiO
Sprelli skrifaði:
gnarr skrifaði:nú? hefuru einhverja fordóma fyrir Apple?


Nei nei. Ég skil þær bara ekki :oops: og ef ég þarf að gera
eitthvað fyrir hana á tölvuna þá get ég það ekki.
Kýs Windows eða Linux(þrátt fyrir að vera líkt Mac) frekar.

En bíddu, bíddu, er hægt að setja Windows á MacBook?


Jebb, :8)

Sent: Fim 15. Mar 2007 09:47
af Sprelli
Þú ert að kidda mig. Snilld.

Er það eitthvað vesen. Þarf einhverja sér drivera eða eitthvað?

Sent: Fim 15. Mar 2007 10:03
af ManiO

Sent: Fim 15. Mar 2007 11:04
af ÓmarSmith
Mac er snilld og sérstaklega fyrir stelpurnar en það er alltaf þetta bögg að fá software í þær. Iðulega meira vesen og minna úrval.

Það er svo einstaklega auðvelt að nálgast allt sem þú vilt á PC með góðu móti *hóst*hóst* á 0kr *hóst*

Sent: Fim 15. Mar 2007 11:17
af ManiO
ÓmarSmith skrifaði:Mac er snilld og sérstaklega fyrir stelpurnar en það er alltaf þetta bögg að fá software í þær. Iðulega meira vesen og minna úrval.

Það er svo einstaklega auðvelt að nálgast allt sem þú vilt á PC með góðu móti *hóst*hóst* á 0kr *hóst*


Tjah, ég get bent á síður sem reddar mac forritum ódýrt :-$

Sent: Fim 15. Mar 2007 19:31
af gnarr
Er eitthvað erfiðara að redda forritum fyrir Windows á Mac en Windows á einhverri annarri tölvutegund?

léttur og góður lappi

Sent: Fim 15. Mar 2007 20:39
af Hyper_Pinjata
ég myndi barasta mæla með þessu,ekki beint ódýrum en nokkuð góðum og léttum.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ab3364c7ee

Sent: Fös 16. Mar 2007 21:06
af Öðruvísi
Zedro skrifaði:Þú veist nú hvernig þessa stelpur eru. Kannski nýbúin að læra á Win svo er mac skellt í kjöltuna á henni aumingja stúlkan myndi fríka :shock:


ÓmarSmith skrifaði:Mac er snilld og sérstaklega fyrir stelpurnar en það er alltaf þetta bögg að fá software í þær. Iðulega meira vesen og minna úrval. Það er svo einstaklega auðvelt að nálgast allt sem þú vilt á PC með góðu móti *hóst*hóst* á 0kr *hóst*


Naumast það er typpafýla hér...

Sent: Fös 16. Mar 2007 22:05
af beatmaster
Öðruvísi skrifaði:Naumast það er typpafýla hér...

Jebb, velkominn á Vaktina, Sódomu Íslands :wink:

Sent: Fös 16. Mar 2007 22:19
af Mazi!
Öðruvísi skrifaði:
Zedro skrifaði:Þú veist nú hvernig þessa stelpur eru. Kannski nýbúin að læra á Win svo er mac skellt í kjöltuna á henni aumingja stúlkan myndi fríka :shock:


ÓmarSmith skrifaði:Mac er snilld og sérstaklega fyrir stelpurnar en það er alltaf þetta bögg að fá software í þær. Iðulega meira vesen og minna úrval. Það er svo einstaklega auðvelt að nálgast allt sem þú vilt á PC með góðu móti *hóst*hóst* á 0kr *hóst*


Naumast það er typpafýla hér...


Jebb, Lyktar Svaðalega! hér :lol:

Sent: Þri 20. Mar 2007 15:07
af Öðruvísi
spreyjar ajax á línuna... ;)

Sent: Þri 20. Mar 2007 15:52
af gumol
Zedro skrifaði:Þú veist nú hvernig þessa stelpur eru. Kannski nýbúin að læra á Win svo er
mac skellt í kjöltuna á henni aumingja stúlkan myndi fríka :shock:

Ég skal taka hana að mér og gefa henni tölvu, losa Sprella undan kvölinni.

;)

Sent: Þri 20. Mar 2007 20:19
af Pandemic
Zedro skrifaði:Þú veist nú hvernig þessa stelpur eru. Kannski nýbúin að læra á Win svo er
mac skellt í kjöltuna á henni aumingja stúlkan myndi fríka :shock:

Læra á Windows er mjög loðið hugtak.

In Russia Windows learns you.