Síða 1 af 1

Budget fartölva á bilinu 70-100 þ. (vista ready)

Sent: Sun 28. Jan 2007 23:10
af thalez
Sælt veri fólkið.

Ég hef hug á því að fjárfesta í fartölvu handa frúnni sem er Vista Ready (auðvitað ætti maður alvarlega að spá í öðrum stýrikerfum t.d. Linux). Ég hef skannað allar búðirnar sem eru skráðar á Vaktinni og á í erfiðleikum með að finna eina tölvu sem stendur uppúr.

Hafði hugsað mér að eyða um 70-100 þ. í þessa vél.

Eruð þið með einhverjar tillögur?

Líklegast þyrfti hún að vera duo core og með 1gb í vinnsluminni. Hún verður mest notuð til að vafra, ritvinnslu og til að hlusta á tónlist af og til.

Með fyrirfram þökkum. :D

Sent: Mán 29. Jan 2007 01:53
af gnarr
Nú er spurning hvort þú viljir taka tölvu með DX9 skjákorti til að geta keyrt Aero interfaceið og eytt batteríinu tvöfalt hraðar, þar sem að skjákortið verður alltaf í fullri vinnslu. Eða hvort þú ætlar að sætta þig við DX8 og lengri batterísendingu á móti.

Sent: Mán 29. Jan 2007 12:16
af thalez
gnarr skrifaði:Nú er spurning hvort þú viljir taka tölvu með DX9 skjákorti til að geta keyrt Aero interfaceið og eytt batteríinu tvöfalt hraðar, þar sem að skjákortið verður alltaf í fullri vinnslu. Eða hvort þú ætlar að sætta þig við DX8 og lengri batterísendingu á móti.


Ég held að DX8 (?)* sé málið, enda mun þessi tölva ekki notast í leiki. DX10 er þá til umhugsunar fyrir næstu fartölvu.

Frúin er sátt við XP útlitið og möguleika þess. Ég held að ný glansandi skel muni ekki breyta öllu um nytsemi tölvunar.

Að auki skilst mér að Aero verði ekki í "basic" útgáfum stýrikerfisins.

*Á heimasíðu Microsoft segir um lágmarksvélbúnaðarkröfur fyrir Vista home basic:
" * 1 GHz 32-bit (x86) or 64-bit (x64) processor
* 512 MB of system memory
* 20 GB hard drive with at least 15 GB of available space
* Support for DirectX 9 graphics and 32 MB of graphics memory
* DVD-ROM drive
* Audio Output
* Internet access (fees may apply)"

Dx9 er sem sagt nauðsynlegt... eða hvað?http://www.microsoft.com/windows/products/windowsvista/editions/systemrequirements.mspx

Sent: Mán 29. Jan 2007 16:29
af Birkir
Það er hægt að keyra kerfið án þess.