Síða 1 af 1

"Blátt Matrix"-vandamál o.fl. á Acer Aspire 5672

Sent: Fim 25. Jan 2007 17:15
af DoofuZ
Jæja, nú er það svart, lappinn minn er farin að hegða sér eitthvað rooosalega illa og ég er orðinn hræddur um að allt sé að fara til helvítis :?

Í gær tók ég allt í einu eftir því þegar ég var að keyra tölvuna í gang að þá var "blátt Matrix" á skjánum, þ.e.a.s. það komu svona hrufóttar, beinar og mjóar bláar línur lóðrétt niður skjáinn nokkrar margar saman eins og ein feit súla og svo voru þessar súlur nokkrar (svona 4 eða 5) með góðu bili á milli sín. Ég varð auðvitað svoldið skelkaður á að sjá þetta en leyfði Windows samt að klára að keyrast í gang. Þegar ég var að logga mig inn þá kom fljótlega bláskjár þar sem var nefnt skrá sem tengist skjákorts driver-unum. Eftir endurræsingu var allt í lagi og ekkert "Matrix" í gangi en svo hefur þetta verið að gerast aftur nokkuð oft í dag og það kemur líka stundum fyrir að ég fæ bara ekkert á skjáinn þegar ég kveiki á vélinni og er það þá þannig í mörg skipti í röð en lagast svo á endanum.

Svo er ég líka að lenda í því að skjárinn verður svartur allt í einu þegar ég er kominn í Windows en það gerist yfirleitt bara ef ég t.d. held undir hana með einni hendi en þá held ég að þrýstingurinn þar sé orsök á því vegna þess að ég næ venjulega að fá eitthvað aftur á skjáinn á sama hátt og ég fæ "bláa Matrix"-ið til að hverfa, en þá þrýsti ég á svæðið beint við skjáinn (þar sem t.d. power takkinn er, fyrir ofan lyklaborðið s.s.). Er ekki skjákortið einmitt þarna undir?

Síðan hef ég líka tekið eftir því nokkrum sinnum þegar ég fæ upp skilaboðin um að Windows hafi ekki keyrst alveg upp síðast og val um safe mode og allt það að ef "bláa Matrix"-ið er á skjánum þá er textinn svoldið skrítinn þarna, þá aðallega þannig að einn og einn stafur hér og þar er hástafur á random stöðum í orðunum og sumir svissast á milli há- og lágstafsstöðu.

Einhver sem veit hvað er að, eða hvað gæti verið að, tölvunni? Ég ætla að fara með hana mjög fljótlega í viðgerð en ég er búinn að bíða með það alltof lengi þar sem Bluetooth var hætt að virka hjá mér en ég bara má varla við því að missa hana frá mér eins og er þar sem ég nota hana svo mikið í skólanum :(

Sent: Fim 25. Jan 2007 19:40
af DoofuZ
Ég gleymdi því alveg að þessi vandamál koma venjulega bara upp þegar ég kveiki á tölvunni og er bara með hana á batteríinu en ekki tengda við straumbreytinn. Þegar hún er tengd við straumbreytinn þá er eins og allt sé bara í stakasta lagi með hana :shock:

Svo er líka eitt annað sem gerist stundum en það er að refresh rate-ið á skjánum virðist vera allt í einu rooosalega ruglað, ég ýti kannski á page down takkann og það tekur um sekúndu að setja það yfir það sem er þá þegar á skjánum :?

:idea: PS. Bréf númer 100 hjá mér! :D :roll:

Sent: Fös 26. Jan 2007 02:04
af gumol
Er sama vandamálið þegar þú ert í BIOS eða er þetta bara í Windows?

Sent: Mán 29. Jan 2007 11:39
af DoofuZ
Já, ég hef séð þetta líka gerist í bios. Hvað er að klikka? Er þetta skjákortið hjá mér að deyja eða er þetta bara eitthvað sambandsleysi? :?

Sent: Mán 29. Jan 2007 12:38
af gumol
Gæti verið snúran sem liggur frá móðurborðinu í skjáinn. Virkar ekkert að hreyfa skjáinn til þegar þetta gerist?

Sent: Mán 29. Jan 2007 14:45
af DoofuZ
Nei, það hefur engin áhrif. Það eina sem lagar þetta er að þrýsta á tölvuna þarna við skjáinn :? Nú er þetta búið að vera svona í nokkra daga og ég hef ekki tekið eftir því að þetta sé eitthvað að versna eða aukast svo ég held að hún geti alveg þraukað út þessa viku en er ekki svo bara málið að fara með hana í viðgerð á föstudaginn? Ég meina þetta virðist allavega ekki vera eitthvað sem ég get bara lagað sjálfur eða? Og er svo nokkuð einhver hætta á því að ég sé að eyðilegga hana með því að þrýsta svona á hana? :cry:

Sent: Þri 30. Jan 2007 22:12
af DoofuZ
Hvernig er það svo með að fara með hana í viðgerð, ég meina þar sem hún er tryggð og svona þarf ég þá að taka einhverja pappíra með mér eða á ég bara að láta tryggingafyrirtækið vita af viðgerðinni?

Sent: Þri 30. Jan 2007 22:16
af gnarr
Coverar tryggingin þetta? er hún ekki bara yfir þjófnað eða ef hún skemmist af einhverra völdum? Ég myndi allavega halda að þetta færi bara undir ábyrgð.
Alveg eins og að ef bíllinn þinn bilar, þá talaru ekki við tryggingafélagið.

Sent: Mið 31. Jan 2007 17:05
af DoofuZ
Já, auðvitað, ég skil. Þá fer ég væntanlega bara með tölvuna og kvittunina/ábyrgðarpappírinn fyrir henni :(