Síða 1 af 1
XP Home/XP Pro
Sent: Þri 29. Ágú 2006 17:59
af blabla001
Félagi minn var eitthvað að tala um það að sumstaðar þarsem það er þráðlaust net þurfi að vera XP Pro til að komast inná það? Er eitthvað til í því?
Er nefnilega að spá í að kaupa tölvu í skólan og slæmt að sitja fastur með Home og komast ekki á netið
En já, ef það er eitthvað til í því er þá almennt hægt að skipta(þegar þú skoðar fartölvur er yfirleitt skráð XP Home/XP Pro og stór hluti tölva virðist vera XP Home svo ég var að spá hvort það væri eitthvað vesen við kaupa á fartölvu að fá að breyta úr Home yfir í Pro?
Sent: Þri 29. Ágú 2006 21:39
af Mazi!
það er ekk ert vesen að skipta gætir reint að fá vélina stírikerfis lausa og keipt þér pro (sem er súrt
þar sem vista kemur á næsta ári)
Sent: Mið 30. Ágú 2006 12:52
af Stutturdreki
Þarft Win XP Pro til að geta tengst inn á Domain, en ættir alveg að komast inn á þráðlaust net svona almennt. Kannski spurning um WPA/WEP stuðning í Win XP Home.
Sent: Mið 30. Ágú 2006 17:47
af Birkir
Svo eru margir skólar sem nota novell, þannig að þær vélar mega alveg vera með XP Home (correct me if I'm wrong).
Sent: Mið 30. Ágú 2006 23:00
af gumol
Novell er helvíti, efast um að nokkur skóli noti það lengur.
Sent: Fim 31. Ágú 2006 10:55
af corflame
gumol skrifaði:Novell er helvíti, efast um að nokkur skóli noti það lengur.
Allir grunnskólar í Reykjavík a.m.k. keyra á Novell neti. Þ.e. allt sem heyrir undir fræðslusvið hjá Reykjavíkurborg keyrir á Novell.
Sent: Fim 31. Ágú 2006 12:22
af Birkir
Novel er notað í mínum skóla. (FVA)
Sent: Fim 31. Ágú 2006 18:36
af gumol
corflame skrifaði:Allir grunnskólar í Reykjavík a.m.k. keyra á Novell neti. Þ.e. allt sem heyrir undir fræðslusvið hjá Reykjavíkurborg keyrir á Novell.
Eru grunnskólakrakkar farnir að nota ferðatölvur og með þráðlaust net í skólunum?
Ég var að tala um á einstaklingstölvum nemenda eins og hann var að spurja um, ekki tölvur skólanna.
Sent: Fös 01. Sep 2006 13:54
af corflame
gumol skrifaði:corflame skrifaði:Allir grunnskólar í Reykjavík a.m.k. keyra á Novell neti. Þ.e. allt sem heyrir undir fræðslusvið hjá Reykjavíkurborg keyrir á Novell.
Eru grunnskólakrakkar farnir að nota ferðatölvur og með þráðlaust net í skólunum?
Ég var að tala um á einstaklingstölvum nemenda eins og hann var að spurja um, ekki tölvur skólanna.
Reyndar sagðir þú:
gumol skrifaði:Novell er helvíti, efast um að nokkur skóli noti það lengur.
Fyrirgefur mér þó ég hafi ekki getað séð þetta út úr því
En, nei, enginn skóli lætur nemendur setja upp Novell client hjá sér (sem betur fer).
Sent: Fös 01. Sep 2006 14:59
af gumol
corflame skrifaði:Fyrirgefur mér þó ég hafi ekki getað séð þetta út úr því
Ég geri það. Upphaflega bréfið var um einhvern sem var að fara í framhaldsskóla og vildi vita hvort hann þyrfti að fá sér XP Pro á ferðtölvuna. Einhver svaraði því að hann þyrfti ekki að vera með það ef hann notar novell svo ég svaraði að Novell væri bla bla og að ég vonaði að enginn skóli notaði það lengur. Hélt ég þyrfti ekki að taka fram að ég væri að meina á ferðatölvur nemenda þar sem umræðan snérist akkurat um þær.
(já, ég er í stuði til að þursast
)
corflame skrifaði:En, nei, enginn skóli lætur nemendur setja upp Novell client hjá sér (sem betur fer).
Gott að vita það. Ætli það hafi ekki bara verið MK sem gerði það.
En svona til að lýsa netþjónustunni í MK þá fór einn inn í tölvuhjálpina til að skrá netkortið sitt. Konan sem var að afgreiða rak augun í OpenOffice hjá honum og spurði "Er þetta ekki einhver vírus?"
Sent: Lau 02. Sep 2006 14:53
af wICE_man
LOL
Sent: Þri 05. Sep 2006 11:16
af gumol
Ég er að skrifa þetta á netinu í MK á Windows XP Home. Það þarf greinilega ekki að hafa pro til að komast á netið þótt það standi heimasíðu skólans.