Síða 1 af 1
Fartölvutryggingar - hverjir eru bestir/ódýrastir?
Sent: Mán 31. Júl 2006 21:59
af DoofuZ
Ég var að fá mér lappa um daginn og langar að tryggja kvikyndið og nú er bara spurningin hvar er best/ódýrast að tryggja? Sjóva kannski? Hvað segiði?
Sent: Mán 31. Júl 2006 22:01
af audunn
það er ódýrast að tryggja eftirá
Sent: Mán 31. Júl 2006 23:55
af urban
audunn skrifaði:það er ódýrast að tryggja eftirá
hvernig í andskotanum færðu það út ?
Sent: Þri 01. Ágú 2006 00:03
af audunn
kaupir bara tryggingu ef tölvan skemmist
Sent: Þri 01. Ágú 2006 00:08
af Puma
ehhehehehheheheheh
Sent: Þri 01. Ágú 2006 01:19
af DoofuZ
Veistu, ég held að það sé nú ekki svo sniðugt. Held ég snúi þessum fimmaurabrandara hér að ofan við og segi að maður tryggir aldrei eftirá... nema maður stundi tryggingasvik
En hættið nú með þessa brandara og komið með einhver alvöru svör hérna. Er enginn hér sem hefur fengið sér svona tryggingu eða?
Sent: Þri 01. Ágú 2006 01:21
af urban
því miður þá bara get ég ekki svarað þessu þar sem að ég hef aldrei tryggt fartölvu
Sent: Þri 01. Ágú 2006 13:14
af ManiO
Fékk ókeypis tryggingu hjá íslandsbanka í námsmannaþjónustunni á sínum tíma.
Sent: Fim 02. Nóv 2006 22:59
af einar92
ég trygði borðtölvuna mína hjá sjóvá...ekkert dýrt
Sent: Fim 02. Nóv 2006 23:31
af DoofuZ
Ég tryggði líka hjá Sjóva
Gerði það reyndar fyrir svolitlu síðan en anyways, mjög ódýrt, um 2.700 kr á ári
Sent: Fim 02. Nóv 2006 23:42
af dos
Ég er nú bara með heimilistryggingu, hún hlítur að dekka fartölvuna eins og aðra hluti á heimilinu.
Sent: Fös 03. Nóv 2006 00:16
af ManiO
dos skrifaði:Ég er nú bara með heimilistryggingu, hún hlítur að dekka fartölvuna eins og aðra hluti á heimilinu.
Myndi kanna það ef ég væri þú, efast um að hún nær yfir fartölvu.
Sent: Fös 03. Nóv 2006 09:25
af kemiztry
Best er að fá tilboð frá ykkar tryggingafélagi. Maður fær oftast fínan afslátt ef maður er með 2-3 tryggingar. Ef þið eruð ekki að tryggja... athuga með með foreldra
Sent: Fös 03. Nóv 2006 11:11
af dos
ÉG tékkaði á þessu hjá mér innbústryggingin dekkar alveg fartölvuna, sérstaklega af því ég er með innbúskaskó.
Enda væri það alveg fáránlegt að maður væri að kaupa tryggingu fyrir heimilið og þyrfti síðan að tryggja hvern hlut aukalega.