Acer ferðatölvur - hvernig hafa þær reynst ?


Höfundur
ju
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 11:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Acer ferðatölvur - hvernig hafa þær reynst ?

Pósturaf ju » Fös 30. Jún 2006 11:10

Endilega deilið með mér skoðunum ykkar, eru þær á góðu verði, hvernig endist batteríið og eru þær að standa sig ?




Höfundur
ju
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 11:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ju » Fös 30. Jún 2006 14:15

Hvað er þetta, vill enginn tjá sig ?? :shock:




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 30. Jún 2006 14:19

Rólegur.



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fös 30. Jún 2006 14:24

Ég keypti eina Travelmate 4151LMi. Allt að 5 tíma fullhlaðið batterí.
Hún hafði alveg ágæta specca þegar ég keypti hana í fyrra haust og á mjög hagkvæmu verði eða kr 107.000

Hún er til í nokkrum útfærslum, en mín er líklega með þeim betri.

Þegar fartölvu tilboðin dúndruðu yfir markaðinn það haustið, þá var þetta valið. Ég sá ekki eftir að hafa keypt hana á þeim tíma og geri það heldur ekki í dag sama á hvað öðrum gylliboðum standi.

En ég er ekki sérstaklega ánægður með að WinXP Pro kom á FAT32 skráarkerfinu. Þessu hef ég sjálfur þurft að breyta.

Hún bilaði harðlega um daginn og þurfti ég að fara með hana í viðgerð þar sem móðurborð var annaðhvort lagfært eða skipt út án neins kostnaðar fyrir mig.

Þetta er tölvan en mín er með aðeins minni skjá: http://us.acer.com/acereuro/page9.do;js ... 1962085759

Edit: bætti við linkinum og leiðrétti stafsetninguna (sort of)
Síðast breytt af Heliowin á Mán 03. Júl 2006 20:31, breytt samtals 1 sinni.




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mán 03. Júl 2006 19:55

Ég myndi fá mér acer fartölvu í dag ef ég ætlaði að endurnýja.




audunn
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 00:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf audunn » Mán 03. Júl 2006 20:16

acer bila meira en td hp og dell


AMD64 3800+ | 1GB Kingston | Gigabyte 7600GT 256MB

Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Þri 04. Júl 2006 12:23

þær eru mjög fínar og enþá betri þegar maður er búinn að skipta um harðan disk í þeim



A Magnificent Beast of PC Master Race

Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 04. Júl 2006 14:07

Acer er einhver að ég held 4. stærsti fartölvu framleiðandin. Ef ég væri að fá mér fartölvu þá fengi ég mér Acer eða Toshiba Tablet.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Þri 04. Júl 2006 16:11

Acer er svona fínnt hardware í plastdrassl kassa, IBM all the way.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 04. Júl 2006 18:51

audunn skrifaði:acer bila meira en td hp og dell


Værirðu til í að rökstyða þetta eitthvað? Til dæmis vísa í einhverjar tölur um þetta..?

Ég hef átt Acer fartölvu, ef ég væri að fá mér fartölvu í dag, þá myndi ég kaupa mér eina af þessum litlu Acer fartölvum með utanáliggjandi geisladrifi, ekki spurning.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 04. Júl 2006 22:20

Eru Ferrari vélarnar í einhverjum drasl kassa?




kokosinn
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 04:35
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kokosinn » Mið 19. Júl 2006 00:29

Ég fengi mér aðeins Acer, IBM og Toshiba, finnast mér of slappar vélar. Góðar, en of hægar. Enda meira gerðar fyrir almenna vinnslu frekar en leiki og þess háttar, fyrir leiki, Acer, fyrir vinnu/skóla, Toshiba


Westside iz tha bezt!

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 19. Júl 2006 07:53

Voffinn skrifaði:
audunn skrifaði:acer bila meira en td hp og dell


Værirðu til í að rökstyða þetta eitthvað? Til dæmis vísa í einhverjar tölur um þetta..?

Ég hef átt Acer fartölvu, ef ég væri að fá mér fartölvu í dag, þá myndi ég kaupa mér eina af þessum litlu Acer fartölvum með utanáliggjandi geisladrifi, ekki spurning.


Ekki séns að hann geti rökstutt þetta, þar sem að þetta er bara kjaftæði.


"Give what you can, take what you need."


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Mið 19. Júl 2006 10:36

Þekki þær ekki mikið en maður er amk. ekki að heyra mikið af skelfingarsögum miðað við fjöldan sem er kominn í umferð.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


audunn
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 00:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf audunn » Mið 19. Júl 2006 10:45

heyrði þetta bara frá vini mínum sem vinnur á tölvuverkstæði. eina sem hann sagði var að sáralítið kæmi inn af hp tölvunum en alltaf einhverjir gallar að koma upp með acer vélarnar.. en kannski hefur verið selt mikið meira af acer þá er nátturlega eðlilegt að það komi fleiri gallaðr

meira veit ég ekki, hef engar tölur til að benda á! :D


AMD64 3800+ | 1GB Kingston | Gigabyte 7600GT 256MB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 19. Júl 2006 12:28

ég er með 7 Acer tölvur hérna og 3 HP. allar hp tölvurnar hafa farið í viðgerð. ein 3 sinnum, hefur tvisvar farið diskur í henni og einusinni móðurborð, í annarri hefur farið diskur einusinni og wireless einuisnni og í þriðju skemmdist móðurborðið.

Engin af acer tölvunum hefur bilað enþá, en ein kom með gallaða viftu, þannig að það heyrðist einstakasinnum smá ískur í viftunni. það er samt hætt núna.


"Give what you can, take what you need."


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 19. Júl 2006 14:38

IBM eru bara alls ekkert að bila minna en aðrar vélar.

IBM, DELL og HP eru allt vélar sem Síminn hefur t.d mikið verslað og það er langt í frá minni bilalatíðni á þessum vélum en öðru.

Acer hafa veri að standa sig mjög vel enda eru þeir orðnir 1 af 4 stærstu framleiðendum á Laptop í dag.

einnig eru skjáirnir þeirra að hljóta frábæra dóma.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Mið 19. Júl 2006 23:17

Ég er með tvær DELL vélar hérna, eina vá, alveg 6-7 ára, er að nota hana sem router með gentoo kerfi á, hún hefur ekki stigið feilspor! Var með +300 daga uptime og læti.

Síðan aðra DELL Latitude D505 sem er að standa sig frábærlega, 2 ára gömul að ég held og klikkar aldrei. Ekkert bilað né neitt, þó hún hafi þurft að þola mikið í gegnum tíðina.


« andrifannar»

Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Pósturaf kemiztry » Fim 20. Júl 2006 13:24

Einhvern tíman heyrði ég að DELL væri með minnstu bilanatíðnina og svo kæmi þar fast á eftir Acer. Sel það nú ekki dýrara en ég keypti það :wink:


kemiztry


danielr
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fim 23. Des 2004 17:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf danielr » Mán 31. Júl 2006 15:33

Gaman að heyra að fólki líkar vel við Acer, en svona til að hafa staðreyndir á hreinu þá er Acer stærsti fartölvuframleiðandinn í Evrópu og #4 almennt í heiminum þegar bæði desktop og laptop er tekið saman.

Staðan er svipuð í LCD skjám, #1 í Evrópu og #4 ef ég man rétt í heiminum öllum.

Kv.
Daníel
http://www.Svar.is
Umboðsaðili Acer á Íslandi.