Síða 1 af 1

Verðmat

Sent: Lau 24. Jún 2006 22:42
af Emister
Blessaðir Vaktamenn.

Ég er að velta því fyrir mér að selja fartölvuna mína til þess að skipta yfir í MacBook þar sem ég er orðinn nokkuð hrifin af mökkunum :)

Persónulega er ég mjög sáttur með fartölvuna mína og allt það og tími "varla" að selja hana, en hins vegar er ég með það "sterka" löngun í MacBook að ég er alveg tilbúinn að gera það. En tölvan mín er 18 mánaða gömul, og var hún notuð töluvert 6 fyrstu mánuðina en eftir það fór það minnkandi, og svo er hún aðalega búin að vera notuð í skólanum. En þessi fartölvuna er mjög lítil og nett og er aðeins 2.1 kg. Í gær gerði ég tilraun á meðan ég var í vinnunni til að ath hvernig batterýið væri og var ég þá með hana í gangi í 4 tíma, og eftir þessa 4 tíma voru ennþá 15% af batterýinu eftir. Á meðan tölvan var í gangi var hún alltaf tengd við þráðlaust net, og var net-notkun með annari hendinin í henni líka, hún fór aldrei í sleep, eða screensaver mót eða einhvað í þá áttina á meðan þessu stóð. Sem minnir mig einmitt á það að ég keypti hana með einhverju stærra batterýi en fylgdi default með

En speccar tölvunar eru í stuttu máli svona: (hún heitir Dell Inspirion 700m)

Intel Pentium MProcessor 725 (1.6GHz).
12.1" WideScreen WXGA skjár. (1280 x 800 upplausn)
512MB DDR 333 minni
60GB Ultra ATA HD
Innbygt netkort og módem
Innbygt Intel PRO/Wireless 2200 þráðlaust kort
24x Combo DVD/CD-RW
Microsoft Windows XP Professional i.SP2 (löglegt)
CyperLink Power DVD v5.1

Held að mest allt komi fram hérna í bréfinu mínu, en ef það vantar einhvað endilega láta mig vita.

En ég spyr, hvað finnst ykkur "raunhæft" og sanngjarnt að ég set á tölvuna mína? Ég lét mér detta í hug 80þús?

Kv.

Sent: Lau 24. Jún 2006 23:13
af zedro
Ekki meira en 50-60k

Hægt að fá nýja tölvu út í búð á 90-110k

Sent: Sun 25. Jún 2006 03:45
af Emister
Zedro skrifaði:Ekki meira en 50-60k

Hægt að fá nýja tölvu út í búð á 90-110k


Já, en hins vegar þá eru ekki margar tölvur í dag í þessum stærðarflokki. Og finnst mér persónulega mikill kostur hvað tölvan er lítil og nett, en t.d. eins og þessi: http://www.tolvulistinn.is/content.asp?view=assembly&l=3&id=240 tölva frá tölvulistanum, hún er nokkuð sambæranleg við mína, En hins vegar er þetta rusl merki, aðeins betri örgjarvi, trúlega aðeins verra netkort, home útgáfa af windows í stað pro. Og pottþétt ekki eins gott batterý (þessvegna aðeins léttari).

Þannig ef þetta væri dell myndi ég segja að þessi tölva myndi kosta amk 150þús kr. merkið skiptir miklu :)

Sent: Sun 25. Jún 2006 11:51
af Veit Ekki
Emister skrifaði:
Zedro skrifaði:Ekki meira en 50-60k

Hægt að fá nýja tölvu út í búð á 90-110k


Já, en hins vegar þá eru ekki margar tölvur í dag í þessum stærðarflokki. Og finnst mér persónulega mikill kostur hvað tölvan er lítil og nett, en t.d. eins og þessi: http://www.tolvulistinn.is/content.asp?view=assembly&l=3&id=240 tölva frá tölvulistanum, hún er nokkuð sambæranleg við mína, En hins vegar er þetta rusl merki, aðeins betri örgjarvi, trúlega aðeins verra netkort, home útgáfa af windows í stað pro. Og pottþétt ekki eins gott batterý (þessvegna aðeins léttari).

Þannig ef þetta væri dell myndi ég segja að þessi tölva myndi kosta amk 150þús kr. merkið skiptir miklu :)


MSI er nú ekki rusl merki.

Held nú að þú fáir aldrei 150 þús. fyrir þessa tölvu. :roll:

Sent: Sun 25. Jún 2006 11:58
af Emister
Hehe, neii sagði það aldrei, var að meina ef að þessi MSI tölvan væri Dell tölva væri hún sennilega 150þús kr. virði.
En nei hún er kannski ekkert, rusl, en engin merkjavara þó :)

Sent: Sun 25. Jún 2006 12:17
af GuðjónR
Emister skrifaði:Hehe, neii sagði það aldrei, var að meina ef að þessi MSI tölvan væri Dell tölva væri hún sennilega 150þús kr. virði.
En nei hún er kannski ekkert, rusl, en engin merkjavara þó :)

MSI er eitt stærsta merkið í tölvuheiminum.
MSI framleiðir meðal annars móðurborð sem notuð eru í Dell tölvur.
Dell framleiðir ekkert, þeir kaupa bara íhluti af framleiðendum eins og MSI og púsla saman í kassa og selja sem Dell.

Sent: Sun 25. Jún 2006 14:12
af Vilezhout
Skil ekki hvað menn telja að sé merkilegt við t.d. hp eða dell

viðskiptalausninar frá hp eru sniðugar enn heimilismarkaðurinn er alveg sá sami frá dell sem er að reyna að selja eins margar ódýrar vélar og þeir geta á meðan t.d. ibm eru frumkvöðlar

Sent: Mán 26. Jún 2006 10:18
af wICE_man
GuðjónR skrifaði:
Emister skrifaði:Hehe, neii sagði það aldrei, var að meina ef að þessi MSI tölvan væri Dell tölva væri hún sennilega 150þús kr. virði.
En nei hún er kannski ekkert, rusl, en engin merkjavara þó :)

MSI er eitt stærsta merkið í tölvuheiminum.
MSI framleiðir meðal annars móðurborð sem notuð eru í Dell tölvur.
Dell framleiðir ekkert, þeir kaupa bara íhluti af framleiðendum eins og MSI og púsla saman í kassa og selja sem Dell.


En MSI eru ekkert sérstaklega hátt skrifaðir á Fartölvu markaðinum, ekki annþá allavega. Dell hafa aftur á móti talsvert meiri reynslu í þeim geiranum. Ég er samt ekki á því að góð merki eigi að þurfa að kosta eitthað meira.

Sent: Mán 26. Jún 2006 10:38
af Gestir
Bottom line.

vélin er 1.5 árs gömul þannig að þú getur reynt við 50% af því sem hún kostar í dag.

Það er mjög raunhæft.

Sent: Mán 26. Jún 2006 15:15
af Pandemic
GuðjónR skrifaði:MSI er eitt stærsta merkið í tölvuheiminum.
MSI framleiðir meðal annars móðurborð sem notuð eru í Dell tölvur.
Dell framleiðir ekkert, þeir kaupa bara íhluti af framleiðendum eins og MSI og púsla saman í kassa og selja sem Dell.

ECS er stærri minnir mig.

Sent: Þri 27. Jún 2006 10:25
af wICE_man
Hann sagði líka "eitt stærsta" ekki "stærsta".