Síða 1 af 1

Tablet PC

Sent: Sun 28. Maí 2006 01:16
af @Arinn@
Er hægt að fá svona tölvu hér á landi ? Þarf ekki að vera nákvæmlega þessi en svona tablet pc. Langar samt helst í svona búinn að prufa þær nokkuð þægilegar :D Hugsað sem fartölva fyrir skólann.

http://www.notebookreview.com/assets/3116.jpg

http://www.pencomputing.com/images/toshiba_m205.jpg

Sent: Sun 28. Maí 2006 01:44
af zedro
Talaðu við drengina í Office1 þeir geta reddað svona vél.
En bara svo þú vitir þá er ekkert geisladrif í þessum vélum né er hægt að
kaupa í þær geisladrif. Verður að skella þér á utanáliggjandi CD drif.

PS: Með fyrri myndinni er penni sem hægt er að skrifa með eða nota sem mús
var einmitt svona vél til sýnis hjá Office1 (reyndar buið að taka hana niður núna).

Verðið á þeirri vél var 215 þúsund ;)

Mæli reyndar með tilboðsvelunum sem Office var að auglýsa í fermingunum
glæsilegar vélar frá HP á góðu verði. 129-159 þ.

Sent: Sun 28. Maí 2006 02:00
af @Arinn@
þessar á 129 til 159 voru það tablet pc vélar þá ef svo er ertu með review eða myndir ?

EDIT: Fyrri og seinni myndirnar eru sko sömu vélarnar.

Sent: Sun 28. Maí 2006 02:13
af zedro
Nei þær vélar voru bara í hefbundinni stærð. Intel vélin aðeins smærri og
með 533MHz brautahraða og Widescreen, AMD vélin á 333MHz og með
hefðbundnum skjá.

Mun hagstæðari og skemmtilegri uppá það að geta notað CD í þær.
Nema þú viljir endilega eða 200+ þúsund og meira í utanáliggjandi geisladrif

Sent: Sun 28. Maí 2006 12:54
af @Arinn@
Sko málið er að mig langar í svona tablet pc með penna uppá skólann að gera til þess að glósa bara og reikna með windows journal það er ógeðslega þægilegt frændi minn er að nota svona.

Sent: Sun 09. Júl 2006 20:11
af kokosinn
ég er með svona

Sent: Sun 09. Júl 2006 22:13
af ICM
Það var verið að auglýsa einhverja, held frá Toshiba hjá Elko á 130þús fyrir stuttu.

Það er kostur að vera EKKI með DVD drif enda er mjög sjaldgæft að þurfa geisladrif í skóla. Það kostar mjög lítið að fá utanályggjandi DVD drif, getur t.d. keypt ódýrt IDE og USB2 hýsingu og haft það bara heima.