Síða 1 af 1

Eru Alienware toppmerki?

Sent: Mán 15. Maí 2006 12:02
af jericho
Sælir Vaktmenn.

Ég er á leið til USA í tveggja ára háskólanám og því tilvalið tækifæri að fá mér fartölvu af flottustu gerð á ekki svo dýru verði.

Hef verið að skoða nokkrar síður sem selja fartölvur en er hreinlega ekki viss um hvar bestu kaupin liggja. Því ætla ég að súpa á viskubrunni ykkar og fá mér nokkra fróðleiksmola í kaupbæti.

Ef tölvan þarf að geta spilað nýjustu leikina í þokkalegum gæðum, er þá Alienware ekki nokkuð basic? Eru þeir kannski helst til of dýrir? Ég ætla ekkert að biðja ykkur um að setja saman tölvu eða neitt þannig, vantar einungis álit eða reynslusögu.

Hafið þið vitneskju um aðrar tölvuverslanir í USA sem selja vel speccaða tölvu á fínan pening?

Sá þráðinn hér fyrir neðan en langaði að ath með update...

Þakka fyrir öll svör sem kunnu að berast,
kv,
Jericho

Sent: Mán 15. Maí 2006 13:24
af ICM
Alienware eru hágæða tölvur, sérsmíðaðar. Stundum jafnvel með tækni sem engin annar býður uppá. Þeir eru aðalega að hugsa um ríka gamers sem er sama um að borga meira ef þeir fá flott merki, svo þetta eru ekki bestu kaupin fyrir performance...

Sent: Fös 26. Maí 2006 12:40
af Gestir
Rétt,

En þær eru samt sér-smíðaðar þannig séð þar sem að þeir hafa prufað alla mögulega samsetningu á minn i, skjákorti go örgjörva og fleiru til að fá sem mest út úr vélinni.

Þannig og með réttum stillingum ná þeir hámarks getu út úr hverri vél.


dýrar en flottar og virkilega góðar.

Ég myndi ekki hika við að fá mér Alienware ef ég væri að fara til Usa :)

http://www.alienware.com/product_detail_pages/Aurora_m9700/aurora-m_overview.aspx?SysCode=PC-LT-AURORA-M-9700&SubCode=SKU-DEFAULT

Sent: Fös 26. Maí 2006 13:03
af Yank
Það er annað í þessu.

Um leið og þú kaupir Laptop í þeim flokki að ráða við nýjustu leiki í high. Þá er hann þungur og rafhlaðan endist ekki sem skildi. Fyrir mína parta þá er það laptop sem ég myndi ekki nenna að dröslast með í skólann og heim aftur á hverjum degi. Hver er annars tilgangurinn með Laptop fyrir þér?

Því legg ég til að þú fáir þér 2 vélar.

Annars vegar léttan og meðfærilegan laptop sem þú þægilegt er að flytja á milli og ræður við þá hluti sem tengjast þínu námi.

Og hins vegar leikjavél sem þú hefur heima. Þú getur þess vegna fengið þér einhverja Shuttle XPC sem þægilegt er að flytja síðan aftur heim og á milli. Þá vél getur þú auðveldlega uppfært reglulega næstu 2 árinn með nýrri skjákorti eða CPU.