Hjaltifr123 skrifaði:Dropi skrifaði:Hjaltifr123 skrifaði:Þessi þráður er orðinn eitthvað djók. Eitthvað android vs apple fanboy kjaftæði sem ég get ekki skilið. Er búinn að vera með iphone í þó nokkurn tíma og ég hef ekki enn brotið skjáinn á honum frekar en á samsung símunum sem ég var með fyrir iphone. Held að þið séuð að gera hlutina eitthvað vitlaust ef skjárinn er alltaf að klikka hjá ykkur.
Upprunalegt innlegg spyr um umkvörtunarefni, sem menn hafa. Róaðu þig á lyklaborðinu, þessi þráður fór ekkert meira úr böndunum en aðrir.
Ef það er fanboyism að skoða tvisvar og kaupa svo í þínum huga veit ég ekki alveg hvað ég á að segja. Öll innlegg hafa verið með einhverju leyti rökstudd, að þínu undanteknu.
Af þessum sem hafa talað um að skjáirnir endist ekkert og séu alltaf að brotna hafa ekki komið með neinn rökstuðning sem ég get séð. Það er flott að menn vilji skoða hlutina vel áður en þeir fara yfir í eitthvað nýtt og ég var kannski full fljótur á mér að segja að þráðurinn sem slíkur væri orðinn eitthvað djók. En þetta fór svolítið mikið úr því að hann vildi vita um kosti og galla yfir í að drulla yfir hvað apple er mikið eftir á.
Rétt, það kom enginn sterkur stuðningur bakvið skjábrotin - en það er vitað mál að þó Apple skjáir brotni ekkert frekar en aðrir þá er erfiðara og dýrara að skipta um þá. Það er pólisíu vandamál þar sem Apple gera það sérstaklega erfitt að gera við tækin. Þessvegna er fólk oftar með brotna iPhone skjái heldur en þeir sem eru ekki með iPhone.
Apple eru ekkert á eftir, þeir eru algjörir brautryðjendur í sumu (skulum þó ekki tala um Widgets), en verðin eru alveg klikkuð og því er varla neitandi. Það má tala um "sambærilega" android síma þó það sé ekki hægt að bera saman örgjörvana og myndavélarnar beint, en þeir eru oftast mikið ódýrari fyrir jafn góða græju.
Sjálfur sé ég síma bara sem tól sem ég vil borga uþb 70 þús fyrir á 3 ára fresti, taka góðar myndir, opna Reddit og nokkur önnur forrit og batteríið endist sæmilega. Með þessar forsemdur í huga þá meikar iPhone ekki neitt sens fyrir mig lengur. Núna er ég með Xiaomi Mi 8 (2,5 árs gamall, ógeðslega gott batterí og myndavél enn) og þar á undan tvo OnePlus síma, og þar áður 3 iphone í röð.