Glazier skrifaði:Er eitthvað annað en þetta app sem heitir "Play Store" í símanum sem hægt er að downloada apps?
Getur gúglað eftir .apk skrám og installað þannig. Passaðu þig bara að vírusskanna svoleiðis alltaf áður en þú setur það í símann hjá þér. Svo.. uhh, ég held að það sé mögulega einhver leið til að svindla sér inn í Amazon app store dæmið? Ekki viss, getur gúglað það sjálfur ef þú hefur áhuga.
Önnur pæling.. get ég stillt þannig ég sjái uppí í horninu prósentu stöðuna á batterýinu eða þarf ég alltaf að fara inní settings til að sjá það?
Náðu þér í battery monitor app bara. Mæli með
GSam.
Hvernig eyði ég appi sem ég er búinn að downloada? (Virkar ekki að halda inni og færa það svo í ruslatunnuna)
Fer eftir launcher. Ef þú ert með TouchWiz minnir mig að það hafi verið bara að fara í app drawer, Menu takkinn, edit, þá eiga að birtast svona lítil mínus merki í horninu á öllum iconunum, ýtir á það til að uninstalla. Getur líka fundið appið í Play Store (appið á símanum, ekki á netinu) og valið uninstall þar, ef þú sóttir appið af Play Store upprunalega.
Er eðlilegt að hann sé búinn að vera í 40 mín að hlaða sig um 10% í sambandi við tölvuna?
Já, hann hleður mun hægar inn á sig gegnum USB port á tölvu en ef þú tengir hann við vegginnstungu.
Afhverju bannar síminn mér að downloada 71mb uppfærslu og gefur mér ástæðuna að batterýið sé of lítið til þess þegar síminn er í sambandi við rafmagn og tengdu við wifi?
Vegna þess að þetta gæti eytt batteríinu hraðar en það hleðst. Bara varúðarráðstöfun til að enginn lendi í því að síminn deyi í miðri uppfærslu, sem gæti skapað vandamál.
Ooog hvernig loka ég öllum forritum sem eru enþá í gangi eftir að hafa verið notuð?
Þú átt ekki að þurfa þess, Android sér um að höndla allt svoleiðis fyrir þig og það er yfirleitt best að leyfa því það bara. Ef þú ert hins vegar að díla við t.d. lélegt app sem heldur áfram að éta CPU þó þú sért hættur að nota það, geturðu sótt eitthvað task manager app (t.d. [urlhttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.eolwral.osmonitor]OS Monitor[/url]) og notað það til að drepa appið sem er að valda þér vandræðum. En ég ítreka, ekki gera það nema í undantekningartilfellum.